25.5.2012 | 16:59
EU Commission skilar greinargerð í Skuldarmálinu. Ísland brotlegt.
,,Framkvæmdastjórnin leggur áherslu á að innstæðutryggingareglurnar séu hluti af stærri heild úrræða sem miða að því að koma í veg fyrir hrun banka og skaðlegar afleiðingar þess. Bent er á tengsl á milli reglna um bankaeftirlit og innstæðutryggingar og hvernig þessar reglur þurfi að vera samræmdar og mynda öryggisnet alls staðar á hinum innri markaði óháð því hvort um útibú í öðrum löndum eða heimalandi viðkomandi banka er að ræða.
- Alltaf hafi verið ljóst að í mjög víðtækum bankakrísum þyrftu stjórnvöld að grípa inn í innstæðutryggingar og það væri ekkert í tilskipuninni sem bannaði slíka aðstoð.
- Framkvæmdastjórnin heldur því fram að orðalag tilskipunarinnar sé skýrt og að það sé enginn vafi á því að íslenska ríkið hafi brotið gegn árangursskyldu (obligation of result) með því að innstæðueigendur fengu ekki greitt innan þess frests sem tilskipunin kveður á um. Kerfið væri þýðingarlaust ef stjórnvöldum nægði að setja upp tóma tryggingasjóði."
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7077
Heldur aukast nú vandræðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)