17.5.2012 | 23:02
Nýtt Lýðræði eykur fylgi sitt samkvæmt nýrri könnun í Grikklandi.
Eins og sjá má í síðasta bloggi stendur baráttan í komandi júníkosningum aðallega um það, hvort Syriza eða Nýtt Lýðræði verður stærsti flokkurinn. þó er það eigi alveg nákvæmt. þ.e.a.s. að það nægir eiginlega ekki að ND verði stærstur. ND þarf að verða það stór að það tryggi það að hann og PASOK geti myndað stjórn. Og það myndi tryggja aframhaldadi veru Grikklands í EU og Evru og þokkalega skynsemi og raunsæi í stjórn landsins. það nægir hinsvegar líklega Syrzia að verði stærstir til að triggera ruglástand. Og þá skiptir ekki máli hve hátt hann skorar. Aðeins að hann verði stærstur.
það vekur því eftirtekt í dag birting nýrrar könnunar þar sem Nýtt Lýðræði er í fyrsta sinn ofar en Syrzia. Í könnunum eftir kosningarnar 6. mai hefur Syrzia alltaf verið ofar. Syrzia bætir vissulega við sig frá síðustu kosningum en það dugar ekkert meðan ND bætir líka svo mikið við sig og það er það sem skiptir aðalmáli í könnuninni. Að Nýtt Lýðræði bætir talsverðu við sig og ND og PASOK myndu hafa meirihluta.
Talið er í Grikklandi að Dora fv. Utanríkisráðherra og leiðtogi Lýðræðisbandalagsflokksins sé alveg við það að ganga aftur í ND en hún var rekin úr flokknum eins og frægt varð á sínum tíma fyrir að styðja fjárlög PASOKS. þróunin eftir það sínir að hún hafði rétt fyrir sér. Talið er að það muni styrkja ND talsvert ef Dora gengur aftur í flokkinn.
http://greece.greekreporter.com/2012/05/17/poll-shows-greece-electing-pro-bailout-government/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2012 | 14:36
Um hvað snúast næstu kosningar í Grikklandi?
Í stuttu máli snúast þær um hver verður stærsti flokkurinn. Vegna þess að kerfið er þannig í Grikklandi að stærsti flokkurinn fær 50 þingmenn í bónus. Nýtt Lýðræði var stærsti flokkurinn 6. maí og Syriza næststærsti. Árangur Syriza var mun betri en flestir reiknuðu með. þegar úrslitin 6 mai lágu fyrir - lá jafnframt fyrir sá möguleiki að Syriza gæti orðið stærsti flokkurinn og fengi þar með 50 menn í bónus. þá þegar var í raun ljóst að allar stjórnarmyndunarviðræður yrðu árangurslausar því handan við hornið gæti legið möguleiki fyrir Syriza og leiðtoga þeirra Tsipras að verða í algjörri oddastöðu.
Nú, baráttan núna fram að kosningum í júní stendur því fyrst og fremst á milli ND og Syriza. þ.e. hvor verður stærsti flokkurinn. Fyrirfram er Tsipras í sterkari stöðu í því hlaupi. Vegna þess einfaldlega að 6.mai dreifðust atkvæði á ýmis lýðskrumsflokksbrot sem eiga að mörgu leiti samhljóm með Syriza. þeir kjósendur eru því líklegir til að setja atkvæði sitt á þann flokk næst í stratigísku skyni. Skoðanakannanir sína það líka. Jafnframt virðast menn færa sig frá Kommúnistafl. yfir á Syriza sem hefur í skoðanakönnunum eftir 6.mai mælst stærsti flokkurinn. þó mjótt sé yfirleitt á mununum á milli hans og ND.
Við þessu þarf ND eitthvert svar. þar ber helst að nefna möguleika á að lokka til sín önnur mið-hægri og hægriöfl og er þar aðallega litið til Sjálfstæðisflokksins en margir í honum eru upprunalega úr ND. Svo virðist hinsvegar sem staða ND sé mun þrengri og erfiðari að þessu leiti en Syrzia. ND þarf helst að sannfæra kjósendur með málefnalegum rökum en það getur orðið afar erfitt í lýðskrumsástandinu sem er í Grikklandi þessa mánuði.
ND sakar Tsipras um að stefna Grikklandi í voða og taka óásættanlega áhættu varðandi stöðu landsins í Evrunni og EU. Svar Tsiprasar við því er einfalt. Hann segir bara að honum sé alveg nákvæmlega sama hvað hver segi. Von sé sterkari en ótti.
![]() |
Bráðabirgðastjórn tekin við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2012 | 00:49
Evran haggast ekki.
Eins og sjá má hér:
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html
þarna sést að frá sirka 2005 - þá barasta haggast Evran ekki. Eða það er hægur stígandi uppávið með ákv. toppi þarna 2008. Að öðru leiti haggast hún ekki blessunin.
Svo koma fréttir hérna uppi í fásinninu: Evran lægst gagnv. US Dollar síðan janúar 2012. Eh só? þetta er ótrúlega barnalegur fréttaflutningur. Og villandi.
Fréttaefnið er í raun að Evran skuli ekki haggast þrátt fyrir kjánalæti spaugarans Tsiprasar í Grikklandi sem er bara sona að gamni sínu að spila póker með landið sitt ásamt öðrum öfga og ofsaöflum svo sem nasistum og sovétkommúnistum.
ECB er kominn í varnarstöðu gagnvart vissum grískum bönkum og íhugar að hætta að lána þeim vegna fíflagangs öfgamanna. Samt haggast Evran ekkert. Ef Grikkland verður rekið úr Evrunni - þá mun það nákvæmlega engin áhrif hafa til lengri tíma. það er augljóst. Eitthvað 2-3 mánaða jöfnunartímabið en til lengri tíma er augljóst að það breitir engu fyrir Evruna.
Best væri núna að reka barsta Grikki úr Evrunni. Jú jú mætti hugsanlega gefa þeim loka séns - en stareyndin er, því miður, að umræðan í Grikklandi er svo óraunsæ og útá túni að efasamt er að allir hafi húmor fyrir vitleysunni í þeim mikið lengur. Jafnframt er ljóst, að öfgamenn í Grikklandi eru að lesa kolvitlaust í stöðuna. þetta liggur allt fyrir og það er engin dramatik í þessu.
![]() |
Fjárfestar flýja evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)