Alkóa fer að telja fólk - og telur vitlaust!

það var mikið hlegið á dögunum á austanverðu landinu að talningaræfingum Alkóa. Alkóa fór að telja austfirðinga og talningin fór öll í handaskolum. Velta menn nú fyrir sé hvort Alkóa hafi flogið yfir í þyrlu og talið úr lofti líkt og gert er með hreindýr og giskað svo á heildarfjöldan sirka bát. Austurglugganum segist svo frá:

,,Niðurstöður úr sjálfbærniverkefninu, sem er í eigu Alcoa og Landsvirkjunar en er í umsjá Þekkingarseturs Þingeyinga, voru kynntar á fundi í Reykjavík í morgun. Þær eru einnig aðgengilegar á vef verkefnisins. Þá var sagt frá þeim í kvöldfréttum RÚV undir þeirri yfirskrift að íbúum á Austfjörðum/Austurlandi hefði fjölgað um tvö þúsund manns á tæpum tíu árum.

Á sjalfbaerni.is kemur fram að íbúar á Austurlandi hafi árið 2002 verið 7087 talsins en 9080 í fyrra sem myndi þýða viðsnúning upp á 1993 íbúa. Notast er við mannfjöldatölur Hagstofunnar sem miðast við 1. desember hvort ár og miðast svæðið „mið-Austurland“ við sveitarfélögin: Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp, Fjarðabyggð og Breiðdalshrepp.

Samkvæmt útreikningi Agl.is, sem byggir á þessum sömu tölum á vef Hagstofunnar voru íbúarnir á svæðinu 8025 og viðsnúningurinn því ekki nema 1055 íbúar.
...
Séu þau tvö sveitarfélög sem út af standa á sambandssvæði sveitarfélaga á Austurlandi, Vopnafjörður og Djúpavogshreppur, tekin með í reikninginn nemur íbúafjölgun á Austurlandi frá 2002 til 2011 aðeins 795 íbúum."
http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/1000_ibuum_of_mikid_i_sjalfbaernimaelingu_

þetta vekur athygli. Nánast engin fjölgun.


Noregur tekur ekki afstöðu í skuldarmáli Íslands.

Noregur hefur sent EFTA dómstólnum bréf þar sem kemur fram að Noregur taki ekki afstöðu í skuldarmáli því sem nú er komið fyrir EFTA dómsstólinn og nefnt hefur verið almennt Ólisave case.

þessvegna er að rangt náttúrulega sem birst hefur í íslenskum fjölmiðlum að Noregur ,,taki undir" málflutning Íslands. Alrangt. Er tekið vandlega fram í bréfi þeirra Norðmanna: ,,Norge tar ikke stilling til den konkrete saken mellom ESA og Island". Hvernig getur þetta farið framhjá íslenskum fjölmiðlum? þetta þýðir: Noregur tekur ekki afstöðu í málaferlum ESA og Íslands fyrir EFTA Dómsstólnum. það er það sem er fréttin.
http://www.regjeringen.no/nb/dep/ud/aktuelt/nyheter/2012/innlegg_icesave.html?id=682510

þetta er svo ítrekað í bréfinu sem er á ensku: Norska ríkisstjórnin ,,avails itself of the opportunity as provided for in article 20 in the statute of the efta court to present written observation in this case".

þeirra innlegg er bara almennt snakk um að hverju ríki sé í sjálfsvald sett hvernig innstæðukerfið er fjármagnað samkvæmt dírektífi 94/19. það eru engin tíðindi. Upplegg ESA er ekki á þessum grunni. þetta með ,,ríkisábyrgð á innstæðum" er barasta eitthvað sem var fundið hérna upp í fásinninu og fólki sumu talin trú að málið snerist um það. Algjör misskilningur og ESA hefur skýrt þetta allt út nákvæmlega og þarf eigi að endurtaka hér, býst eg við.


Bloggfærslur 16. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband