13.5.2012 | 22:48
75% forgangskröfur.
Að vísu finnst mér sem texti fréttarinnar hafi breist frá því sem fyrst var - en það meikar ekki diff svo sem.
Að eftir því sem mér sínist, að þá er það sem kalað er núna ,,kröfuhafar" í viðhengdri frétt og FT kallar almenna kröfuhafa - að eg get ekki betur séð en það séu forgangskröfuhafar samkv. ísl. Neyðarlögunum. Eg get ekki betur séð.
það kemur ma. fram í frétt FT, sínist mér, að stærsti kröfuhafinn sé Breska Innstæðutrygginagarkerfið. ,,The single biggest creditor is the FSCS, which is seeking to recoup most of the compensation already paid out to retail investors in KSF."
Eins og menn muna voru allar innstæður gerðar að forgangskröfum með Neyðarlögunum.
Samt finnst manni eitthvað vanta í þetta. Er þá ekkert eftir handa almennum kröfuhöfum? þ.e.a.s. kröfuhöfum sem flokkast ekki sem innstæður. Í fljótu bragði mætti skilja sem svo. En eg er opinn fyrir öðrum hugmyndum. Samkv. þessu gæti það þá verið þetta sem Hreiðar Már meintiþegar hann sagði Kaupþing eiga 75% fyrir kröfum. En það kemur fram í FT að reiknað sé með að eftir nokkur ár náist um 90% endurheimtur, skilst mér.
![]() |
Nær 75% endurheimtur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2012 | 14:47
Frekar ótrúleg frétt.
Nú hef ég fylgst með öðru eyranu með þróuninni í Grikklandi og án þess að hafa athugað sérstaklega núna - þá finnst mér neðanlinkuð frétt frekar ótrúleg. Sérstaklega að Syriza ætli að fara í stjórn með PASOK og ND. Vegna þess að það síðasta sem fréttist var að Tsipras reitti leiðtoga Vinstra Lýræðisflokksins til reiði með einhverjum yfirlýsingum og Samaras formaður ND lét hafa eftir sér að hann hefði aldrei kynnst slíkri pólitískri nálgun og Tsipras beitti og bætti við að það væri ógerningur að átta sig á hvað hann væri yfirleitt að fara.
þessvegna væri fróðlegt að vita hvaðan moggi hefur þessi tíðindi núna að Tsipras sé barasta bjartsýnn á stjórn. það væri þá frekar og því myndi ég heldur trúa að Vinstri Lýðræðisflokkurinn kæmist að málamiðlun við PASOK og ND.
![]() |
Segir stjórn í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 11:19
Ólafur forseti ræðst að Ríkisútvarpinu.
Gæinn er að tala núna á Bylgjunni. þá er Ríkisútvarpið misnotað og ég veit ekki hvað og hvað.
Jafnframt segir hann að það hefði átt að flytja heilu flugvélafarmanna af fólki, þingmönnurm, ráðamönnum og öðru heldra fólki, út til Brussel til að skoða einhverja LÍÚ sýningu þar.
Allt eftir þessu. það er dregin fram stóra kanónan bara strax og kastað sprengjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 00:20
Tsipras og alþjóðleg nefnd endurskoðenda.
Vakti athygli mína á dögunum að þegar Tsipras leiðtogi Vinstri rótækra setti fram 5 skilyrði stjórnar, að þá var þar á meðal, að komið yrði á fót alþjóðlegri nefnd til að rannsaka opinberar skuldir Grikklands.
Svo fór ég að skoða þetta betur, þ.e. hvað lægi að baki. því maður hélt nú að skuldir grikkja væru all-mikið rannsakaðar í bak og fyrir m.a. af IMF og sérfræðingum á þeirra vegum. þess má geta að íslandsvinurinn Paul Thomson var á vegum IMF í Grikklandi en er nú hættur, að eg tel.
Ok. en ég fór að reyna að grafast fyrir um hvað lægi að baki þessari kröfu eða hugmynd. Að þá komst eg að því að þetta er huge mál í Grikklandi eða mál sem talsvert hefur verið í umræðunni.
Að þá er það þannig, að það er nokkuð útbreidd trú þar í landi að Grikkland skuldi ekkert svona mikið eins og gengið er útfrá. það geti ekki bara ekki verið. Og þá er skýringin sú að það sé í gangi alheimssamsæri um að ljúga skuldum uppá grikki.
Fyrir þessu standa vondir útlendingar en einhverjir svikarar innanlands taka líka þátt í því.
þetta finnst mér frumleg hugmynd. Eg er alveg hissa að lýðskrumurunum hérna, ss. Lilju Mós, Simmanum og Ömmanum ásamt Hreifingunni, skuli ekki dúkka upp með þetta. Að Ísland skuldi ekkert svona mikið. það sé bara lygi. Ennfremur að það sé ekkert svona einhver ,,snjóhengja" eða krónueignir erlendra aðila. það sé bara feik. þetta er alveg brillíjant hugmynd. Finnst mér. Alveg brillíjant.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)