Kominn tími til að setja lýðskruminu stólinn fyrir dyrnar.

Allt hefur sinn tíma. Lýðskrum hefur sinn tíma. Að setja lýðskrumi stólinn fyrir dyrnar hefur sinn tíma etc. Nú er tími lýðskrums liðinn. það kemur alltaf sú stund að lýðskrumstímar taka enda.

Ef ekki verður vart neinnrar sansatöku hjá Grikkjum - þá verður barasta að reka þá úr Evrusamstarfinu. Verður að gera það því ekki andskotast þeir í sínu lýðskrumi að fara úr því sjálfviljugir. Nei nei. það á bara að fá pjéning endalaust og halda öllum útgjöldum ríkis í toppi - en ekkert að borga!

Og hva - afhverju skyldi einhver lána mönnum sem sýna þessar trakteringar og bullukollshátt? Ekki nokkur maður fæst til þess! Sem vonlegt er.

Og aðhaldsaðgerðirnar eru ekkert etthvart skilyrði fyrir lánaaðstoð. það verður alltaf að grípa til aðhaldsaðgerða. þetta svokallaða ,,neyðarlán" er ekkert annað en hefðnundið IMF prógram - sambærilegt og var hérna á Íslandi. Lán til að brúa ákveðið bil meðan verið er að ná tökum á efnahagslegu ójafnvægi.

Lýðsrkumið og bullukolluhátturinn í Grikklandi hefur hinsvegar náð slíkum hæðum - að það er búið að telja fólki trú um að það þurfi ekkert aðhaldsaðgerðir! það sé bara hægt að halda öllum útgjöldum í toppi og einhverjir aðrir borgi brúsann. þetta er svo barnalegt að mikil fádæmi eru. Enn þann dag í dag, þrátt fyrir allt lýðskrumið, er ekkert plan í gangi eða alvöru upplegg um að fara úr Evrusamstarfi og EU eftir atvikum og hvað við taki þá. Engin alvöru umræða um það. Heldur er það bara líka eitthvert lýðskrum útí bláinn ss. ganga í Rússland o.s.frv.

Nú á EU að segja stopp og setja stóran stól og gildan fyrir dyrnar.


mbl.is Grikkir úr evrusamstarfi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánn setur bönkum skilyrði.

Í stuttu og einfölduðu máli, þá má segja að Spánn setji þau skilyrði að í fyrsta lagi skilji bankarnir að verðlítil lán, aðallega í byggingarbransanum, frá öðrum lánum og í annan stað útvegi extra cash sem bakköpp.  Jafnframt mun Ríkið setja endurskoðendur í að rannsaka lán bankanna og meta hversu traust þau eru.

Efnahagsráðherra Spánar,  Luis de Guindos.

0,,15716845_402,00

 

 

 

 

 

Ef bankarnir geta ekki útvegað sér ofannefnt fé innan viss tímaramma eða sýna fram á plan hvernig þeir ætli að framfylgja skilyrðunum - þá er svo að skilja að Spænska ríkið muni útvega féð og umbreita samsvarandi hlut banka í hlutafé.  þ.e.a.s. yfirtaki þá, allavega að einhverju leiti.  það hlýtur að vera að skilja þetta þannig, býst eg við.

http://www.dw.de/dw/article/0,,15945071,00.html

þarna vekur athygli að svo er að sjá sem að Sænsk stjórnvöld telji að þau séu í stöðu, fjárhagslega, til að gera nánast  hvað sem er varðandi bankana  og allt fyrir opnum tjöldum.


Bloggfærslur 12. maí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband