11.5.2012 | 22:59
Mikil dýfa á bréfum útí heimi.
þau fáheyrðu tíðindi berast nú utan úr heimi að einhver bréf hafi tekið dýfu. þar ber helst að nefna að Dow Jones bréf tóku barasta 0.27% dýfu. þetta er gífurleg dýfa og má kallast hrun. Skulum ekkert minnast á dýfu S&P bréfa því hún var hyldýpi - en það er verra með dýfu Nasdak bréfa. Heil 0.01%! Ja, að vísu var það 0.01% hækkun en só what. Bíttar ekki diff. Evran hrundi náttúrulega enn eina ferðina sem vonlegt var.
http://www.bbc.co.uk/
![]() |
Lækkanir í kjölfar taps JP Morgan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 16:05
Ólafur forseti hefur fundið upp lausn á vímuefnavandamálinu.
þetta hefur verið eitt aðalstarf hans sem forseti og nú er hann kominn í útrás með þetta glóbalt. Bæði í Ameríku, þar sem aðferð hans hefur reynst vel, og einnig til Evrópu.
"Mr Grimsson was speaking at the 19th European Cities Against Drugs (ECAD) conference
...
The only way to beat the drugs trade was at the local, not the national, level – and it was not very complicated, the president said.
“The only way is to create a defence mechanism among the young people themselves, to build up their confidence so that they refuse to be victims.” One of the great privileges of his presidency was being able to promote a simple but effective method of preventing drug addiction.
...
He has introduced this method through ECAD to other European cities and it is also being used in South America."
http://www.irishtimes.com/newspaper/ireland/2012/0511/1224315907641.html
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.5.2012 | 12:32
Vonir um stjórnarmyndun í Grikklandi dofna.
Í gær virtist Evangelos Venizelos leiðtogi PASOK bjartsýnn á að honum tækist að mynda samsteypustjórn og þá var talað um að ef SYRZIA yrði ekki með væru ND og Vinstri Lýðræðisflokkur tilbúnir í samkomulag um ákv. grunnatriði. Það virðist hafa verið tálvon. Foraður Vinstra Lyðræðis Fotis Kouvelis sagði í dag að hann myndi ekki fara í stjórn án aðkomu SYRIZA.
Eins og formaður SYRZIA, Tsipras, talar hingað til þá er útilokað að hann fari í stjórn með skynsemi og raunsæi að leiðarljósi. Allt hans tal er hingað til útí bláinn og lýðskrum per exelance.
Samaras formaður ND hellti sér yfr Tsipras í gær og sagði hann stefna Grikklandi í stórvoða með framkomu sinni.
Hinnsvegar telja sumir að Tsipras vilji nýjar kosningar og geri sér vonir um að fá enn meira fylgi þá. Árangur flokksins, um 17%, var talsvert betri en ætlað var og núna hefur hann hlotið svo mikla athygli að talið er að hann gæti bætt við sig fylgi í öðrum kosningum. Því atkvæði frá ýmsum smáflokkum sem komu ekki mönnum á þing gætu fært sig yfir á SYRIZA. En ýmsir smáflokkar sem komu ekki mönnum á þing, margir þeirra lýðskrums- og bullukollaflokkar, fengu samtals tæp 20% atkvæða í nýliðnum kosningum svo ljóst er að það gætu verið atkvæði í pottinum fyrir SYRIZA.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2012 | 11:07
Íslenzkur kynvillingur að verki með Negra.
það er ekki lengra síðan en 1952 að svona fyrirsögn sást í íslenskum fjölmiðlum. 1952. Sem sagt, bara í gær. það var Tíminn, blað framsóknarmanna sem greindi frá.
"Að undanförnu hefir verið uppi hér í bænum þrálátur og magnaður orðrómur um kynvillu, sem hér ætti sér stað, og ýmsir menn talið sig hafa orðið fyrir áreitni af hálfu kynvillinga" sagði í inngangsorðum fréttar. Síðan er haldið áfram:
Fékk svertingja til fylgilags
"Eina nótt nú fyrir skömmu stóð lögreglan í Reykjavík einn þessara manna að verki í bragga einum hér í bænum. Maður sá, sem þar var að verki, hafði farið heim með Svertingja af skipi hér í höfninni, og síðan fært hann úr fötum og fengið hann til þess að þjóna hinum afvegaleiddu hvötum sínum.
Rannsóknarlögreglan vildi ekkert um þetta mál segja í gær"
Hvað er að gerast í Reykjavík?
"Þessi atburður og fleiri af ekki óáþekktum toga spunnir benda til þess að býsna ískyggilegir hlutir séu að gerast á meðal okkar, og þess vegna telur blaðið ekki rétt að þetta viðbjóðslega mál liggi í þagnargildi."
(Tíminn, 24.04 1952, bls.12.)
það er nauðsynlegt að hafa sögu gærdagsins í huga til að átta sig á deginum í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)