29.4.2012 | 17:28
það stóð aldrei til að flytja íslendinga til Jótlandsheiða.
það er lygi. Uppdiktuð sögufölsun af öfgaþjóðrembingum eins og Jóni Sigurðssyni sem laug þessu uppá vini okkar og frændur dani. það segir sitt um vesalings innbyggjara hérna að þeir skuli enn, núna 2012, trúa svona lygaþvaðri.
það sem gerðist var að eftir Móðuharðindin þá hjálpuðu danir okkur á allan hugsanegan hátt eftir því sem þeir gátu.
Einhversstaðar á neðri stigum stjórnsýslu kom fram hugmynd um að flytja 500 manns, aðallega munaðarlaus börn og gamalmenni, til Danmerkur til aðhlynningar því áhyggjur voru um að íslendingar mundu ekkert sinna þeim og láta deyja, sennilega. það var horfið frá þessu því menn vildu frekar fá peninga frá dönum til að sinna ofannefndum hérna uppi.
þetta er nú staðreynd málsins.
![]() |
Samanburðarleysi háir Íslendingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)