25.4.2012 | 01:08
Engar sannanir fyrir að Pelemis hafi verið í Líberíu.
Kemur meir að segja fram í frétt Dagbladet sem vísað er til. Pelemis segist hafa verið í fangelsi 2001 og eftir það hafi vegabréf verið tekið af honum og hann aldrei komið til Liberíu.
http://www.dagbladet.no/2012/04/24/nyheter/breivik/drap/terror/anders_behring_breivik/21276253/
,,- Fram til 2001 satt jeg fengslet på grunn av edderkopp-affæren. Siden tok myndighetene passet mitt. Jeg har aldri vært i Liberia, sier Pelemis."
Þó erfitt sé að staðfesta þetta þá er rangt þegar segir í frétt: ,,Vitað er að félagar hans í hernum fóru til Líberíu sem málaliðar og að hann var staddur í Líberíu á sama tíma og Breivik."
Norska lögreglan hefur auðvitað rannsakað ferð B. til Liberíu í þaula. Hún komst að því að B. fór í ferðina í þeim tilgangi að spekúlera með demanta. Demantaprangið misheppnaðist algjörlega. Norska Lögreglan hefur ekki fundið nein tengsl B.við serbneska stríðsmenn og B. vill meina að mót hans við serbneska manninn hafi verið undirbúningur í stofnun Knights Templar - sem ekki finnast heldur nein merki um.
Allt bendir því til að um ranghugmyndir B. sé að ræða og hann hafi farið að ýminda sér og trúa seinna að ferð hans 2002 til Liberíu hafi verið í allt öðrum tilgangi. Og þá verður demantaferðin í huga hans aukaatriði og reyndar samkvæmt hans framburði núna til að fela aðaltilganginn o.s.frv.
![]() |
Er dularfulli Serbinn fundinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2012 | 00:06
Var erfitt að finna þetta á internetinu?
Orðaskipti meðdómarans Larsens og B. fyrir rétti:
Larsen: Hvað var það sem þú í raun gerðir B.? þú skaust saklaus börn (...) þekkirðu barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Hver er skilgreiningin á barni í grein eitt?
B.: Lagalega skilgreiningin á barni er einstaklingur undir 14 ára.
Larsen: Undir 18 ára, og hérna í Noregi er fullorðinsaldur 18 ára. Var erfitt að finna þessar upplýsingar á internetinu?
http://nrk.no/227/dag-for-dag/dette-ble-sagt-sjette-dag-i-retten-1.8095507
![]() |
Ungur aldur breytir engu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)