18.4.2012 | 22:17
Röng útlegging hjá Mogga
á uppleggi ESA fyrir EFTA Dómsstólnum varðandi lágmarksinnstæðutryggingar samkv. dírektífi 94/19 með hliðsjón af EES Samningum eftir atvikum.
Moggi segir: ,,ESA fer fram á það við EFTA-dómstólinn að viðurkennt verði að Ísland hafi með því að greiða ekki Icesave-skuldina við bresk og hollensk stjórnvöld..."
þetta er ekki rétt og beisiklí villandi málflutningur. Nægir þar að líta á niðurstöðuna í uppleggi ESA:
,,Accordingly, the Authority requests the Court to:
a) Declare that by failing to ensure payment of the minimum amount of compensation to Icesave depositors in the Netherlands and in the United Kingdom..."
þetta þýðir á ástkæra ylhýra;
,,Eftirlitsstofnunin fer fram á það við dómsstólinn að hann:
a. Lýsi yfir því að við brest á greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda á Icesavereikningum í Hollandi og Bretlandi..."
Á þessu er grundavallarmunur. Ísland brást almennum borgurum og feilaði á að veita lágmarksneytendavernd. þessi skuld var ekkert við bresk og hollensk stjórnvöld.
Enn einu sinni er moggi caught bullshitting í þeim tilgangi að æsa öfgaosstopa upp í þjóðrembingum.
![]() |
Andsvör ESA við málsvörn Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2012 | 10:17
Ekkert af þessu var til.
það virðist nokkuð ljóst hver tilgangur Ingu saksóknara er með þessum spurningum í morgun. Tilgangurinn er að sýna fram á að ekkert af þessu var í raun til nema í hugarheimi B.
það var enginn stofnfundur í London. Ekkert mót í Líberíu við Serbneskan þjóðernisinna. Enginn Richard. Engin tengsl B. við aðra meðlimi uppreisnarnets. O.s.frv. Allt ímyndun B. og átti sér aðeins stað í hugarheimi hans.
Og málið er, að þetta upplegg B. um tilurð Knights Templar hafa verið grunnurinn í frásögnum hans og uppleggi frá byrjun og allt framundir réttarhöldin.
![]() |
Kallaði sig Sigurð krossfara |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)