26.3.2012 | 22:33
það þorir enginn að fara gegn LÍÚ
í þessu máli. Vegna þjóðrembingsfaktorsins sem er alveg yfirgengilegur.
það er ekki hægt að benda alltaf á að erlendur gjadeyrir komi í vasann þegar um er að ræða svo freklega ógnun við sameiginlegan fiskistofn fjölda landa. Að það komi erlendur gjaldeyrir - þá sé bara allt í lagi að hrifsa til sín 1/4 makrílkvótans! Er ekki boðlegt og sorglegt að VG sem umhverfisflokkur skuli ekki reyna að stoppa LÍÚ af í þessu.
það er ennfremur rangt hjá SJS að aðfinnslur íra, nojara og skota séu aðeins til heimabrúks. þetta er allt á Evrópuleveli enda vinna þess lönd saman og engar deilur eru á milli EU og Nojara varðandi makrílinn.
Evrópulönd hafa byggt upp þennan stofn á löngum tíma með skynsamlegri og hóflegri nýtingu og að sjálfsögðu er það litið alvarlegum augum að engin stjórn sé á framferði LÍÚ. Írar eru td. aðeins með um 70.000 tonna kvóta. Og eiga þeir bara að þegja þegar LÍÚ hrifsar til sín 150.000?
Hitt er annað og rétt, að erfitt er að taka á þessu framferði LÍÚ. það er erfitt og ekkert gott við að eiga þegar ríki eða hagsmunaöfl innan þess sína af sér svo óábyrga og óheiðarlega framkomu.
Hinsvegar hafa írar og skotar og fleiri verið að þrýsta á um að koma fram aðgerðum með implementeringu á reglugerð sem augljóslega er hönnuð til að taka á framferði eins og LÍÚ viðhefur. þær aðgerðir munu þó alltaf taka tíma ef þær fást í gegn og munu sennilega aldrei koma fram fyrr en á næsta ári. Sennilega. Reglugerðin er byggð á grunni sáttmála sameinuðu þjóðanna og WTO.
þá heyrir maður sagt á íslandi: Ja, það eru engin lög sem taka á svona framferði o.s.frv. Í því samhengi ber að nefna að þegar íslendingar sumir fara að tala um alþjóðalög - þá er réttast að halda sér fast! Eg er nefnilega ekkert viss um að ekki sé hægt að taka á þessu með sáttmála SÞ og WTO sem grunn. það virðast sumir telja í Evrópu að það sé hægt. Sést ma. á reglugerðinni sem td. írar og skotar vilja koma sem fyrst í gegn og sjá má hér:
,,Proposal for a Regulation of the European Parliament and of the Council on certain measures in relation to countries allowing non-sustainable fishing for the purpose of the conservation of fish stocks"
http://register.consilium.europa.eu/pdf/en/11/st18/st18545.en11.pdf
Hinsvegar er jafnframt ljóst að ef þetta heldur svona áfram - stjórnlausar veiðar af hálfu LÍÚ, nú, þá leysist þetta mál af sjálfu sér. Stofninum verður útrýmt. Skotar hafa bent á að þetta sé ekkert í fyrsta skipti sem Ísland leikur þennan leik. Skemst er að minnast kolmunnanns sem LÍÚ rústaði á undraskömmum tíma. Eftir situr skammtímagróði fyrir LÍÚ - og langtíma skaði og tap fyrir land og lýð.
![]() |
Hagsmunir Íslands ekki seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
26.3.2012 | 22:03
Alþingismaður uppgvötar töfratrikk.
Alþingismaðurunn Lilja Mósedóttir Geirmundssonar kvótaeiganda upplýsti í dag á facebúkk að hún hefði uppgvötað töfratrikk á fullum launum frá þjóðinni.
Töfratrikkið fólst í því að það ætti bara að ,,tala upp krónuna" og þar með myndu vondir úlendingar sem væru svo vondir að eiga krónur barasta gufa upp og/eða verða að froðu.
Nú, í framhaldi mundi upptal krónunnar leggja grunn að 2007 lífskjörum og svo nefndi hún sem bónus að enginn mundi nokkru sinni fara úr lendi eftir að upptal krónu hæfist - líkega vegna þess að svo gaman væri fyrir innbyggjara að tala upp krónunna daginn inn og út.
Ljóst þykir að tvö eða þrefalda eigi laun nefnds þingmanns vegna þessarar snilldaruppgvötunnar og í bígerð er að implementa reglugerð til að koma þessu talprógrammi á.
![]() |
Verið að tala niður gengi krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2012 | 20:30
Aðlögunin fundin!
Sjallar hafa upplýst um stórlega aðlögun talva að EU í stofnun nokkurri hér í bæ.
Málið þykir stóralvarlegt í Sjalaflokki og talið er að Framarar séu einnig talsvert skelkaðir.
Ekki hefur náðst í tölvurnar en þær liggja undir grun um að vera Landráðatölvur.
![]() |
Könnuðust ekki við málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2012 | 16:35
Sjálftaka LÍÚ stoppuð af.
LÍÚ vælir og skælir.
LÍÚ hágrætur núna í beinni á RUV.
þáttastjórnendur reyna að hugga og þurrka tárin.
Eg sakna þess þó úr frumvarpinu að ekki er tekið á hrifsáráttu LÍÚ varðandi makrílinn. En þeir hrifsa til sín um 1/4 makrílkvótans landi og lýð til stórskaða og álitshnekkis.
![]() |
Gildistíminn verður 20 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2012 | 13:27
Frí hjá Háttvirtum rétti - eins og vanalega sem sagt
í kringum Páskanna. Eða?
Hvað er málið.
![]() |
Enginn málflutningur næstu vikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2012 | 11:45
LÍÚ klíkan er fámenn klíka en valdamikil.
Hérna má sjá að það eru aðeins örfáar hræður á þessu skeri sem hafa hrifsað til sín það sem kallað er á 17. júní og á Páskum ,,Sjávarauðlindin okkar". Örfáar fuglahræður:
http://www.visir.is/assets/pdf/XZ813324.PDF
Hér má sjá athyglisverða úttekt á því hvernig þessi klíka á og stjórnar mogga:
http://blogg.smugan.is/ingimarkarl/2012/02/18/hatt-i-thridjungur-heildarkvotans-a-bak-vid-moggann/
Síðan lemur moggi á innbyggjurum með própaganda og hræðir óupplýstar sálir með allskyns draugasögum um menn og málefni. Auk þess sem þeir halda útí Andsinnaprópagandavél sem kallast heimasýn.
Allt til þess hugsað að klíkan fái haldið innbyggjurum í viðjum hugarfarsins sem er mestanpart þjóðrembingshugarfar og á meðan fái klíkan frjálsar hendur til athafna. Jafnvel að hrifsa til sín 1/4 af sameiginlegum stofni fjölda landa með tilheyrandi stórskaða fyrir land og lýð. Að ekki sé minnst á fiskistofninn því honum útrýma þeir náttúrulega eins og þeir hafa áður gert.
Síðan gengur klíkan skellihlægjandi alla leið í bankann með gróðann í rassvasanum.
Innbyggjarar dytta að sínum þjóðrembingi á meðan.
Svona er Ísland.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2012 | 09:26
Andsinnar vilja þöggun.
Og vilja ekki að upplýsingar komist til almennings varðandi EU.
þeir vilja að innbyggjarar séu eins og lítil börn í höndum LÍÚ-klíkunnar sem réðu ma. Yfirdabbann til að hræða innbyggjara nánast daglega með draugasögum og vilja jafnfram mata innbyggjara með þjóðrembingsteskeið á fábjánaþvælu.
Ef það á að vera minnsti vottur af upplýstri umræðu um EU og aðild Íslands þar að - þá kúka Andsinnar í buxan sín og þjóðrembingsöfgaprumpið leggur yfir landið og miðin og ætlar allt að drepa.
![]() |
Björn sakar RÚV um áróður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)