3.12.2012 | 21:58
Kexrugluð þjóð.
það er makalaust að fylgjast með meirihluta innbyggjara núna í aðdragenda kosninga. Makalaust samblandað óhugnaleika.
Meirihluti innbyggjar virðist vera alveg galtómur í hausnum og þar af leiðandi kexruglaður.
Nú er td. mikið talað um það, að núverandi stjórnvöld ,,hafi brugðist" við að greiða niður skuldir heimilanna. Og þá liggur í orðunum að núv. stjórnvöld hafi lofað fyrir síðustu kosningar að kasta öllum skuldum útí hafsauga.
Nú er það þannig að eg man alveg eftir síðustu kosningum 2009. Töfratrikkum Framsóknar-Simma og Tryggva Herberts var hafnað í kosningabaráttunni. það var alveg farið sérstaklega yfir þá umræðu og sýnt fram á að slík töfratrikk væru ekki framkvæmanleg in real world. Í framhaldi var uppleggið að aðstoða skuldsetta eftir föngum með ýmsum aðgerðum. það hefur og verið gert. Í það miklum mæli að fordæmalaust er. Sirka 200 milljarðar af skuldum heimilana hafa verið afskrifaðar. þetta er núna í umræðunni ,,ekki neitt". Tvöhundruð þúsund milljónir = ,,ekki neitt".
Í framhaldi ætlar meirihluti innbyggjara að kjósa til valda gjörspilltar klíkur hægriafla sem heimsfrægar eru fyrir sjóðtæmingar og rústalagningu lands. Heimsfrægar. Og síðast bara fyrir nokkrum misserum. þessar klíkur hafa látið í veðri vaka að ekkert mál sé að redda öllum hlutum með töfratrikkum sem kosta ekkert. þessar klíkur fótum troða sjálft Alþingi og keyra niður í forina - og gera landið nánast stjórnlaust rétt fyrir kosningar. Innbyggjar emja af fögnuði! Sjallarnir og framsetningar emja svoleiðis af fögnuði að sjá Alþingi svívirt.
Ok. consider ofannefnt og hugleiðið í um 5-10 mínútur. Síðan lesa áfram.
Af ofansögðu er ljóst að það er eitthvað stórlega bogið við meirihluta innbyggjara. Hérna uppá skeri í fásinni hefur þróast á undanförnum áratugum, og hefst með einveldistíma sjallaklíku um 1990, furðuleg afglapamenning sem er svona samblanda af lágmenningu og kjánaþjóðrembingsmenningu. þar sem hægriöfl og sjallaklíkur hafa nánast alla fjölmiðla í sínum handraða ásamt sterk tök á ríkisútvarpi sem þýðir - að barasta ekkert mál er að spila á innbyggjara eins og eldgamla hnappaharmonikku með sáraeinföldu própaganda 101. það er ekkert mál fyrir hægriklíkurnar og óþverragengin að setja þetta og þetta mál á dagskrá í fjölmiðlum sínum þar sem öllu er snúið á haus og lagt upp eftir behag, sem hentar best hverju sinni. Útkoman verður eftir nokkur misseri að meirihluti innbyggjara er líkt og bandvitlaus af propagandaheilaþvotti.
þetta er auðvitað stórmerkilegt fræðilega séð - þó afleiðingarnar fyrir landið og fólkið séu skefilegar náttúrulega.
En auðvitað leiðir ofangreind staðreynd hugann að fleiru. Td. því að nú er í tísku að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi að vera um alla hluti. Eg segir bara: Guð hjálpi Íslandi ef það næst í gegn. Ætla menn virkilega að láta kolvitlaust fólk galtómt í hausnum fara að stjórna öllum hlutum hérna beint? þá er nú best að loka sjoppunni bara strax eins og maðurinn sagði um árið.
Sagan geymir afar sæmt dæmi um afleiðingar af svokölluðu beinu lýðræði sem fólust aðallega í þjóðaratkvæðagreiðslum um ákveðin mál. Afar slæmt dæmi. það var í Weimar lýðveldinu sem endði með valdatöku Nasista. það voru ekki síst þjóðaratkvæðagreiðslurnar sem æstu upp vitleysuna í fólki. þessi staðreynd er ekki almennt þekkt núna nema meðal fræðimanna og þeirra sem nenna að kynna sér mál. Td. er það álitið hérna í fásinninu að Ólafur Ragnar hafi fundið upp þjóðaratkvæðagreiðslur og þetta sé nýjung og einhverskonar fullkomnun á lýðræði. það er langt í frá. það er fyrir löngu síðan vel dokkjúmenterað hvaða gallar fylgja slíku - og þessvegna hafa nánast öll vestræn lýðræðisríki hafnað slíku nema í sérstökum undantekningartilfellum og innan viss ramma.
En það er ekki það að innbyggjara fara sér líklega að voða með eða án þjóðaratkvæðagreiðslu. þeir kjósa hægri klíkugengi á Alþingi til að rústa landinu reglulega - en hættan er við þjóðaratkvæðagreiðslur um öll mál gæti orðið til að ekki væri hægt fyrir heiðarlegt og almennilegt fólk ss. Jóhönnu og SJS, að reisa við landið eftir rústalagningar Sjalla og klíkanna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)