16.12.2012 | 22:51
Uppkastið 1908.
Út er komin bók um deilurnar varðandi Uppkastið sokallaða laust eftir 1900.
http://www.eymundsson.is/nanar/?productid=57abe6c5-2d74-4a04-88ba-0ce4fc5840bc
það vill svo til að eg hef reynt að kynna mér sögu Ísland um og eftir 1900 - og ég mæli með að fólk lesi þessa bók. Vegna þess að fáir vita núna um hvað er verið að tala er Uppkastið ber á góma. En málið er að þar má sjá Kjánaþjóðrembinginn í sinni frumstæðustu mynd. þegar maður hefur skoðað Ísland um og eftir 1900 - þá fyrst skilur maður Ísland um og eftir 2000. Kjánaþjóðrembingur og ofstæki hægri vinstri.
Í mjög stuttu máli snerist dæmið um það að veita landinu ákveðna stöðu innan sambandsins við Danmörku. Í raun var beisiklí það sama um að ræða og fékkst svo með svokölluðu Fullveldi 1918. Í rauninni. En 1908 var spunnið upp alveg þvílíka ruglið og kjánaþjóðrembingurinn um ekki neitt að bráðfyndið er á köflum. Bráðfyndið. (þó menn hafi alls ekki áttað sig á fyndnileikanum 1908 enda voru sumir alveg við það að tapa sér í ofsanum)
Æsingurinn í kringum þetta verður þó ekki almennilega skilinn nema að hafa í huga og kynna sér forsöguna um 10-15 ár fyrir 1908. það voru fylkingar og persónur sem tókust á uppá íslenska lagið og það verður td. að hafa í huga deilur Valtýinga og Heimastjórnarmanna varðandi þróunina um skipanina sem endaði með að Hannes Hafstein hafði betur 1904 og varð fyrsti Ráðherrann. (Valtýr sjálfur studdi reyndar Uppkastið með Hannesi. Var oft þannig á þessum tíma að fylkingar voru ekki nákvæmlega eins skipaðar frá einu máli til annars.) Símamálið svokallaða 1906 verður líka að skoðast í þessu ljósi. (þegar sunnlendingar riðu til Reykjavíkur og bannfærðu símann sem verkfæri illskunnar)
Ofansagt er þó allt í mjög stuttu máli eins og áður er sagt. Eftirfarandi er sýnishorn af umræðunni 1908:
,,Á morgun eiga íslenzkir kjósendur að leggja úrskurð á mikilvægasta og afleiðingaríkasta mál, sem nokkru sirini hefir verið fyrir þá lagt. Þeir eiga að skera úr því, hvort Island eigi framvegis að hafa full ríkisréttindi, eða vera ósjálfstæður og innlimaður hluti annars ríkis.
Og falli sá úrskurður þann veg, sem Danir og fylgismenn þeirra hér á landi vilja, þá geta íslendingar aldrei breytt honum.
Þá verður ekki aðeins hin núlifandi kynslóð, að búa við þá smán, að hafa afsalað sér sinni dýrmætustu eign, réttinum til þess að vera frjálst og sjálfstætt þjcðfélag. Þá verða líka komandi kynslóðir, að súpa seyðið af heimsku og ístöðuleysi forfeðra sinna.
Það verða allt annað en hlýar hugsanir, sem seinni tíðar menn, er þeir stynja undir ánauðarokiuu danska, senda þeim mönnum, er slíkt hafa aðhafst.
...
Af uppkastinu leiðir, ef það verður samþykkt, bölvun, bæði í nútíð og framtíð."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=155819&pageId=2177542&lang=is&q=uppkasti%F0
þetta er bara smá random sýnishorn. Skúli Thoroddsen líklega sem skrifar. Umræðan var öll á þessum nótum.
þetta endaði svo þannig að andstæðingar Uppkastsins höfðu betur og Björn Jónsson, Ritsstjóri, (faðir Sveins Björnssonar forsseta) náði fram hefndum á Hannesi Hafstein og komst í oddastöðu. Hann lenti svo nánast samstundis í mikilli deilu sem kallaðist ,,Bankafarganið" en Björn lét verða eitt sitt fyrsta verk að hjóla í Tryggva Gunnars Landsbankastjóra, frænda og náinn samstarfsmann Hannesar Hafstein. Úr því máli, ásamt fleirum, varð þvílíka ruglið sem endaði með afsögn Björns Jónssonar eftir vantrauststillögu, ef eg man rétt.
Í kosningunum 1908 var líka kosið um áfengisbann og það var mikið til pólitískt. Andstæðingar Uppkastsins voru sumir miklir Bannsinnar og td. Björn Jónsson sem einnig var kunnur spíritisti.
Alveg magnaðir þeir innbyggjarar. Magnaðir.
Bloggar | Breytt 17.12.2012 kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.12.2012 | 15:54
Varúðarvert að afnema vistarskylduna. Lausaganga fólks stórvarasöm.
,,Ávextirnir, sem vér höfum til þessa uppskorið af lausamennsku yflr höfuð, eru einna tíðast þessir: iðjuleysi, flakk, munaðarlíf, leti, ráðleysi, vanþekking, vankunnátta og jafnvel á stundum skortur á vöndnðu framferði. Eitthvað af þessu eða fleira og færra af því í sameiningu hafa verið aðal-einkenni lausgangara með tiltölulega fáum undantekningum, og það því fremur, sem mennirnir hafa komizt yngri á lausamennsku-rólið, eins og það viðgengst almennast"
( Guðjón Guðlaugsson alþm. 1893.)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=137012&pageId=2030187&lang=is&q=lausamennska
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2012 | 00:13
Mun sterkari listi BF á Suðvesturhorninu en búist var við.
![]() |
Björt í efsta sæti Bjartrar framtíðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)