11.12.2012 | 20:55
Hvernig rímar þetta við eilíft ófagurt söngl Heimssýnarmogga undanfarin misseri og ár um að allt sé sífellt að hrynja út í Evrópu?
![]() |
DAX-vísitalan ekki hærri í 5 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2012 | 17:28
þetta er í meginatriðum rangt. Hollenski Seðlabankinn sagði þetta ekkert.
Hann sagði að samdráttur yrði sennilega um 1% 2012. 0.6% 2013 og 1% vöxtur 2014.
þetta er samkv. mínum bókum eigi ,,langvarandi samdráttur". þetta er stöðugleiki beisiklí sem er eftirsóttur.
Ennfremur er þetta ekkert nýtt. það er búið að tala um þennan stöðugleika í fleiri fleiri mánuði ef ekki mörg ár.
Jafnframt er verið að tala um hugsanlega 0. eitthvað % meiri fjárlagahalla en viðmiðunarmörk.
Allt barasta í gúddý.
,,De Nederlandse economie krimpt dit jaar met 1% en in 2013 met 0,6%. In 2014 volgt een herstel en kan de groei uitkomen op een plus van 1%. Dat blijkt uit de nieuwe halfjaarlijkse ramingen van DNB, die vandaag zijn gepubliceerd."
http://www.dnb.nl/nieuws/nieuwsoverzicht-en-archief/persberichten-2012/dnb282356.jsp
![]() |
Varar við langvarandi samdrætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2012 | 14:42
Nýja utanríkisstefna Framsóknar er að vera með munnbrúk og derring við útlendinga.
þessi stefna var tekin upp undir forystu Simmans og Heimssýnar sem eru nú með flokksræksnið í helgreipum þjóðrembingsins.
Eg er hræddur um að gömlum framsóknarmönnum hefði brugðið í brún ef þeir sæju hvernig komið er fyrir þessum aldna og áður virðulega flokki. Eina stefnan hjá þeim núna er að gæla við kjánaþjóðrembing og skakklappast svo reglulega uppá þúfu í heimatúninu og brúka þar munn við útlendinga og derra sig á allan hátt.
Alveg sorglegt að horfa uppá þetta flokksræksni.
![]() |
Ekki rétt að vera með munnbrúk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)