23.11.2012 | 00:18
Verður ríkið að ábyrgjast peningamarkaðsinnlán erlendra aðila?
Furðu lítill áhugi (enginn) eða umræða er um dóm EFTA dómsstóls eða ráðgefandi álit um að millifærsla Arensbank teljist innstæða tæknilega séð þó það falli ekki undir tryggða innstæðu í skilningi innstæðutilskipunnar.
Í raun virðist dæmið flokkast undir peningamarkaðssjóði, sýnist manni.
Nú voru sumir peningamarkaðssjóðir verndaðir með einum eða öðrum hætti á Íslandi allavega að einhverju leiti og upp að ákv. marki.
Sú spurning vaknar, eftir dóminn í morgun, hvort öll peningamarkaðsinnlán eigi ekki að fá sömu meðferð samkvæmt Jafnræðisreglunni.
það hefur líka komið fram í áliti ESA, að þeir telja framkvæmdina við Peningamarkaðssjóðina hafi verið ríkisaðstoð.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)