Gengislánahringavitleysan enn og aftur.

Nú hafa snillingarnir þarna í Réttinum uppá hólnum samið enn eitt brillið. Nú dæma þeir, að því er virðist, alt heimilt hjá Kaupþingi:

http://www.haestirettur.is/domar?nr=8390

,,Eins og áður greinir var lánið, sem um ræddi í samningi áfrýjanda við Kaupþing banka hf., greitt út 17. desember 2007 með því að bankinn lagði tilteknar fjárhæðir í evrum, japönskum jenum, svissneskum frönkum og bandaríkjadölum inn á fjóra gjaldeyrisreikninga áfrýjanda í þeim gjaldmiðlum. Þessi aðferð við útborgun lánsfjárins var í samræmi við ákvæði í samningnum 22. nóvember 2007, sem vísað var til í fyrrnefndri beiðni áfrýjanda 5. desember sama ár. Fé í erlendum gjaldmiðlum skipti því í reynd um hendur þegar Kaupþing banki hf. efndi aðalskyldu sína samkvæmt lánssamningnum. Eftir því, sem ráðið verður af gögnum málsins, greiddi áfrýjandi á hinn bóginn ekki afborganir af skuld sinni með fé í sömu erlendu gjaldmiðlunum. Að því verður þó að gæta að eftir hljóðan lánssamningsins bar að endurgreiða lánið „í þeim gjaldmiðlum sem það samanstendur af“, bankanum var heimilt að skuldfæra meðal annars gjaldeyrisreikninga áfrýjanda fyrir afborgunum og hann hafði jafnframt skuldbundið sig til að eiga þar ávallt innstæðu í því skyni. Samkvæmt þessu verður að líta svo á að í samningnum hafi verið gengið út frá því að fé í erlendum gjaldmiðlum myndi einnig skipta um hendur við efndir áfrýjanda á aðalskyldu sinni, þótt svo hafi ekki farið í raun. Að þessu öllu virtu verður að leggja til grundvallar að lánið til áfrýjanda hafi verið í erlendum gjaldmiðlum og skiptir þá ekki máli í hvaða tilgangi hann tók það. Með því að slíkt lán fellur ekki undir reglur VI. kafla laga nr. 38/2001 um heimildir til verðtryggingar lánsfjár í íslenskum krónum og fallist verður á með héraðsdómi að ekki séu efni til að víkja til hliðar skuldbindingu áfrýjanda með stoð í 36. gr. laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga með síðari breytingum verður niðurstaða hins áfrýjaða dóms staðfest."

Og hvað? Gengislánin hjá Kaupþingi og Íslandsbanka ,,heimil"??

Almennt um efnið, að þá sést afar vel á þessari hringavitleysu að meintur ,,óheimilleiki" sem Rétturinn byrjaði hringavitleysuna á (sennilega til að skapa lögmönnum atvinnu) - snerist bara um tæknilegt formsatriði og ákveðna orðaröð á pappírnum.


Bloggfærslur 2. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband