19.11.2012 | 15:58
Færeyingar leita ráða á Íslandi varðandi stjórnskipan.
,,Íslendingar skulu siga føroyingum, um tað loysir seg at hava fólkaatkvøðu til tess at loysa ósemjuna um stjórnarskipanaruppskotið.
Landsstýrismaðurin í innlendismálum, Kári P. Højgaard, fer at spyrja íslendingar um royndirnar av at hava fólkaatkvøðu um stjórnarskipan. Hann fer um mánaðarskiftið til Íslands á vitjan, har hann fer at hitta íslendska innanríkisráðharran, Øgmund Jónasson."
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2012/11/19/spyr-islendingar-til-rads-um-stjornarskipan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2012 | 11:38
þegar Ísland átti Grænland.
Eg benti á þá tísku sem upp kom á Íslandi á 20. öld sem snerist um að íslendingar ættu í raun Grænland. Sjá hér:
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1269012/
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1268948/
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1268948/
Að þetta byrjaði fyrir 1920 en stigmagnaðist eftir fullveldið og þá barasta í fúlustu alvöru. Menn skrifuðu langar og lærðar greinar um þetta og allt fór svo inná Alþingi og td. Jón Þorláksson var áhugasamur um efnið. Ennfremur er líkt og sjómenn og/eða útgerðaraðilar hafi á seinni stigum verið mjög áhugasamir.
það er ljóst að meginpartur innbyggjara hafi verið sammála þessu. Að Ísland ætti bara Grænland rétt si sona.
Í fyrstu lotu hættu stjórnvöld og Alþingi við að halda uppi málinu vegna aðallega skrifa eða ráðgjafar Einars Arnórssonar. Málið hvarf þó ekkert. Var yfirleitt kallað ,,Grænlandsmálið". Alltaf dúkkaði þetta upp aftur og það sama var fram fært. Náði alveg framundir 1960! Held að megi setja punkt við hugmyndina um 1956. þetta er alveg ótrúlega lengi. Bara í gær!
það er eins og menn skammist sín fyrir þetta núna og vilji svona sópa undir teppið og gleyma. Ef menn tala um efnið þá er svo að skilja að 1-2 menn hafi viljað umrætt ss. Einar Ben. Var bara ekki þannig. þetta virðist hafa verið afar útbreytt og almennt samþykki hjá innbyggjurum þó Einar Ben, hafi etv. verið með fyrstu mönnum að detta í hug og skrifa um þetta.
það sem maður rekur strax augun í ef rýnt er í þetta er - yfirgengileg kjánaþjóðremban. það vekur líka athygli að það er eins og það búi enginn á Grænlandi eða að innbyggjar þar séu barasta núll og nix og skipti engu. það er sérlega áberandi. það var ekki fyrr en alveg í lokin þarna um 1955 að einhverjir fóru að benda á að íbúar Grænlands ættu Grænland. Ma. af Bjarna Ben. forsætisráðherra og fl., aðallega óbeint, þegar endanlega var þaggað niður í þessum einkennilegu hugmyndum. Í restina var það Pétur Ottesen þingmaður sem hafði mikinn áhuga á að krefjast yfirráða á Grænlandi en hann var samflokksmaður Bjarna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)