Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2012 | 17:34
þarna er eitt merkilegt sem þarfnast nánari skoðunnar
eða umhugsunar og athugunar. Að svo er að skilja á Peningamálum Seðlabanka, að útlán banka hafi eiginlega verið á fullu gassi eftir 2008. það kemur mikið ris þarna fyrir 2008 og svo fellur það, en samkv. töflum í Peningamálum er líkt og útlán hafi veerið á fullu gassi fljótlega eftir uppúr 2008. Bæði til fyrirtækja og einstaklinga.
Verð að segja að það kemur mér spánskt fyrir sjónir.
![]() |
Skuldirnar margfaldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.11.2012 | 00:15
Ofmetið mark.
það sem skiptir mestu máli þarna í umræddu Zlatanmarki er að enska vörnin var algerlega útá þekju. Markmaðurinn fer þarna útfyrir vítateig og fer í einhverjar skallaboltaæfingar (einhverra hluta vegna) og líkt og hann vildi leggja eitthvað upp fyrir svíana. Aðrir varnamenn barasta svona á lullinu. það var enginn í markinu og Zlatan tók eftir því sem vonlegt var ákvað að prófa hjólhest og það heppnaðist. Engin sérstök snilli í þessu eða afburðamennska. Jú jú, flott hjá honum og sneddý. Allt í lagi með það. Af og frá að um besta mark allra tíma sé að ræða og efasamt að komist í topp 50 og jafnvel ekki topp 100.
þegar við erum að ræða um ,,bestu mörk" þá má taka bara af handahófi td. mark Teófilo ,,Nene" Cubillas frá Perú (Stundum kallaður ,,Pele frá Perú") gegn Skotlandi á Heimsmeistaramótinu 1978. þar erum við að tala saman. þar erum við að tala um snilli og afburðamennsku. Hafa ber í huga að Skotland var mjög gott lið á þessum tíma. Cubillas hafði áður í leiknum skorað annað mark, ekki síðra, en mér finnst þetta aðeins betra tæknilega séð. Fyrst þegar maður sér þetta - þá áttar maður sig tæplega á hvernig hann fer að þessu eða hvað nákvæmlega gerðist. Hægt að finna annað sjónarhorn á youtube.
![]() |
Wenger: Mark Zlatans ekki fyrir meðalmanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)