Lýðskrumsvitleysan um afnám verðtryggingar

sem enginn flokkur mun treysta sér til að mæla í mót í komandi kosningabaráttu. það verður nú ljóti söngurinn. Afnema verðtryggingu og vexti og afskrifa hægri vinstri o.s.frv. En hvernig liggur efni máls ef staðreyndir eru skoðaðar með skynsemi, fræðileik og þokkalegu raunsæi? Kemur fram hér í MS ritgerð Hörpu B. Óskarsdóttur:

,,Í rannsókninni var gert ævilínulíkan með tilliti til vals á fasteignaláni og það metið með tölulegum aðferðum. Leitast var við að meta hvaða áhrif val á fasteignaláni hefur á fjárhag heimilanna og var líkanið lagað, eins og unnt var, að íslenska fasteignamarkaðnum.

Helstu niðurstöður eru þær að láglaunafjölskyldur hafa mestan hag af aðgangi að verðtryggðu lánsfjármagni til fasteignakaupa. Með aðgangi að verðtryggðum fasteignalánum hafa þær fjölskyldur tækifæri til að festa kaup á íbúð fyrr en ella og geta því komist fyrr í húsnæði af endanlegri stærð."

http://skemman.is/stream/get/1946/11277/27853/3/Verdtrygging_husnaedislana.pdf

Fólk ætti að lesa þetta. Alla ritgerðina. það er nefnilega búið að telja fólki trú um, að ef verðtrygging er tekin burt - þá hverfi bara sá hluti kostnaðar lánsins! Auðvitað ekkert fjær sanni. Í öðrum lánsformum er þetta tekið inn í gegnum vextina með einum eða öðrum hætti. það getur td. verið mjög riskí að taka óverðtryggt lán. þetta er svona allt matatriði og spurning um hvernig menn eru í stakk búnir að mæta snöggum breytingum.

Til að ná fram því sem fólk er að tala um, þá verður ríkisvaldið að ákveða fasta vexti - og svo vonist menn eftir verðbólguskoti. það var einu sinni þannig í stutt tímabil og á afmörkuðum lánum. það endaði með ósköpum og tómri vitleysu og nb. einhver þurfti að borga það sko.

Ennfremur skal hafa í huga og rannsaka, að fyrr á tímum voru þetta í raun engin lán sem fólk fékk. Miklu mun minni partur af heildarverði og allt í þvílíka ruglinu. Jafnframt sem verðtryggð húsnæðislán eru ekkert nýtilkomin.


Frumvarp til laga.

,,Öllum einstaklingum á aldrinum 16-25 ára skal skylt að leggja til hliðar 15% af launum sínum, sem greidd eru í peningum eða sambærilegum atvinnutekjum, í þvi skyni að mynda sér sjóð til íbúðabygginga eða til bústofnunar í sveit. Skyldusparnaður hefst við næstu mánaðamót eftir að hlutaðeigandi verður 16 ára og lýkur við næstu mánaðamót eftir að hann verður 26 ára. Fé það, sem á þennan hátt safnast, skal ávaxtað í innlánsdeild Byggingarsjóðs ríkisins."

http://www.althingi.is/altext/100/s/pdf/0655.pdf


Hversu vondur getur SJS verið?

Nú er síðasta vonskan hjá honum þannig, að hann bókstaflega VILL EKKI gera það lítilræði að segja hver verðbólgan verður næstu 40 árin og í framhaldi hve stýrivextir verða háir og þá glóbalt. Hann vill það ekki! Nei nei, hann vill halda því leyndu bara fyrir sig.
mbl.is Hafnar gagnrýni Hagsmunasamtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband