19.10.2012 | 12:40
30 lömb kafna þegar risafjárbíll valt á Héraði.
RUV: ,,Um 30 lömb drápust þegar fjárbíll valt við bæinn Straum í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði síðdegis í gær. Bíllinn var á leið í sláturhús með tæplega 300 lömb þegar slysið varð en ökumann og farþega sakaði ekki."
http://www.ruv.is/frett/fjarbill-valt-og-30-lomb-drapust
Taka ber eftir hve mörg lömb voru í bílnum. Við erum, sennilega, að tala um tvær hæðir amk. í þessum bíl.
Svona er þessu keyrt landshornana á milli og svo veltur þetta og treðst á annan hátt undir og allaveganna. Öllum alveg sama.
![]() |
Ótrúlega lífseigar skepnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2012 | 00:43
Er gengislánahringavitleysan eitthvað að skýrast?
,,Lánið, sem hér um ræðir, var sem fyrr segir ekki gilt lán í erlendri mynt, heldur fól það í sér ólögmæta gengistryggingu skuldbindingar í íslenskum krónum. Því getur lánveitandi ekki átt rétt til þess að einstakar afborganir á fyrrnefndu tímabili taki breytingum í samræmi við breytt gengi erlendra gjaldmiðla og að á þær reiknist umsamdir erlendir vextir. Í aðalkröfu áfrýjanda felst að afborganir af höfuðstól skuldarinnar, sem hann innti af hendi til og með 10. mars 2011, komi að fullu til frádráttar höfuðstólnum, sem beri hvorki gengistryggingu né verðbætur af öðrum toga. Fjárhæð greiddra vaxta hafi þar ekki áhrif, enda teljist þeir að fullu greiddir vegna þessa tímabils. Verður fallist á réttmæti þessarar aðferðar áfrýjanda við útreikning skuldar hans. Samkvæmt þessu verður aðalkrafa áfrýjanda tekin til greina."
http://www.haestirettur.is/domar?nr=8367
Hvað þýðir þetta?
þetta hlýtur að þýða það sem stendur þarna, býst eg við. Mér finnst, við fyrstu sýn, standa þarna að ef greitt hefur verið af ,,ógildu" erlendu láni samkv. skilmálum - þá dragist samanlagðar afborganir frá upprunalegum höfuðstól sem er ógengistryggður og óverðtryggður - og erlendir vextir.
Ef þetta er réttur skilningur og greitt hefur verið í talsverðan tíma og svona lengi eftir gengishrunið eins og í þessu tilfelli - þá erum við að tala um lottóvinning.
![]() |
Milljarðar í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)