Ísland mun lakara á Laugardalsvelli.

Mun Lakara. Með fyrra mark svissarana, að þá lá það í loftinu. Með aðdraganda marksins nákvæmlega, þá var það þannig að svissarar höfðu þarna um 60. mínútu hert mjög á spili sínu. þeir fóru að spilar hraðara og hnitmiðaðra sendingakerfi. Fólk getur séð þetta ef það horfir á leikinn á RUV. Íslendingar réðu augljóslega ekki við hraðabreitinguna og beinskeitnina. þetta var algjörlega meðvitað hjá Sviss. Strategía.

Í nokkrar mínútur voru íslendingar barasta hlaupandi útí buskann. Alltaf skrefinu á eftir. Svo spila þeir þarna eitt sinn svissarar og nr. 6 hjá Íslandi, fyrirliðinn, missir gjörsamlega tökin á sínu svæði - hvað skeður? Jú, þá hleypur hann eins og tittlingur og dúndrar svoleiðis í sköflunginn á einnum svisslendingnum! Dúndrar alveg. Maður var hissa á að hann fengi ekki rauða spjaldið.

Sviss fær aukaspyrnu og erfið sending inná hættusvæði og skot sem rétt bjargast í horn. þá kemur hornið og jú jú - það má alveg segja að markvörður Íslands hefði getað gert betur - en það sem verra var var það að öll vörn íslendinga var barasta á hælunum. Eg hef sjaldan séð svona vörn í landsleik. Dettandi eins og hráviður i vítateignum og einstaka maður einhvernveginn eins og að henda sér eða skutla sér í átt að boltanum með fæturnar eiginlega beint uppí loftið. þvílíka aðfarirnar alveg.

þetta gat ekki endað öðruvísi en að Ísland fengi á sig mark þegar svona var háttað. þessvegna furðulegt að sjá að íslendingar almennt eru að reyna að búa til þá mynd eða söguskýringu, að Ísland hafi í raun verið betra! Eða óheppið oþh. Alveg fráleitt. Ísland var talsvert lakara liðið. Sem vonlegt var. það hefði þurft mikla heppni til að Ísland fengi eitthvað útúr svona leik þar sem getumunur var jafn mikill eins og staðreyndin er. Hels þá markalaust jafntefli.


mbl.is Hannes: Ég á að gera miklu betur í fyrra markinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. október 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband