5.9.2011 | 12:31
Bjarni Ben gæti nú alveg svarað
forseta eins og hver annar.
Seint á árinu 2008 steig Bjarni Ben uppí ræðustól á þingi og sagði:
Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum.
Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt."
Og þarna ætluðu þeir sjallar að fara að semja um að ríkissjóður greiddi allt á 10 árum með tæpl. 7% vöxtum.
Talandi um lýðskrum og vitleysisumræðu.
![]() |
Ætlar ekki að munnhöggvast við forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2011 | 10:45
Tvær staðreyndir
sem vert er að halda til haga varðandi Skuldarmálið sem kallað er.
1. það hefur legið fyri langa lengi að samkv. mati skilanefndar dekka eignir bankans þessa skuld mestanpart. Bara umtalsvert lengi. Td. fyrir síðustu svokallaða þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ok. hvernig er það lagt út núna og túlkað að það kemst í fréttir að eignir dugi sennilega fyrir þessari skuld? (sem er í raun eldgömul frétt) Jú, hálfpartinn þannig að vegna þess að samningum var hafnað - þá hafi eignir aukist! þetta kallar maður nú bara alveg séríslenska rökleiðslusnilld.
2. Hað gerðist þegar samningum var hafnað?
Jú, þetta: http://www.eftasurv.int/media/internal-market/RDO-180_11_COL.pdf
Málið er í ferli þarna. Og hvernig er það lagt út í íslensku snilldarumræðuhefðinni? Jú, það er bara sleppt að minnast á það!
Mér finnst umræðan á íslandi óvanalega vitleysisleg og var þó erfitt að toppa það. Og það á ekki bara við um þetta mál heldur öll mál má segja.
![]() |
Vill forsetann í framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)