29.10.2011 | 23:03
Úrslitin ráðin í kosningunum
í Færeyjum. Sambandsflokkur og Fólkaflokkur bæta við sig. Fólkaflokkur nokkuð óvænt í restina. Nýji flokkurinn Framsókn fær 2 menn. Þjóðveldisflokkur tapar 2 og Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkur Jenis af Rana missa báðir einn.
Sambandasflokkur: 8 menn +1
Fólkaflokkur: 8 menn +1
Jafnaðarflokkur 6 menn +/-0
Sjálfstýriflokkurinn 1 mann -1
Tjóðveldið 6 menn -2
Miðflokkurinn 2 menn -1
Framsókn 2 menn +2
Miðnámsflokkurinn 0 mann +/-0
þetta er almennt talið mikill sigur fyrir sitjandi Lögmann Kaj Leo Holm Johannesen frá Sambandsflokki.
,,Eg eri so glaður
- Vit hava havt ábyrgdina í trý ár, - tað hevur ikki verið fyri sartar sálir, og satt at siga, so hevði eg trúð, at tað fór at ganga hin vegin.
Løgmaður var so sera glaður, tá hann kom í útvarpshøllina fyri eini løtu síðani. 8 sessir standa flokkinum í væntu sambært forsøgnini nú.
http://www.dimma.fo/Default.aspx?ID=22&PID=16&NewsID=3942&M=NewsV2&Action=1
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 21:43
Sambandsflokkurinn bætir við sig
í kosningunum í Færeyjum. þegar talsvert magn atkvæða hefur verið talið í þingkosningunum er fóru fram í dag. þó ber að líta til þess að kerfið er nokkuð flókið og aðallega er fulltalið á smærri stöðum. Sambandsflokkurinn hefur samkv. núvernadi stöðu bætt við sig tveimur mönnum. Nýji flokkurinn Framsókn virðist ætla að ná tveimur mönnum inn. Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkurinn tapa einum manni. Fólkaflokkurinn gæti haldið sínu. Jafnaðarflokkurinn gæti hugsanlega bætt einum við sig.
Hinnsvegar er það sem hefur vakið mesta athygli að þjóðveldisflokkur Högna Hoydals tapar og að því er virðist umtalsverðu. 2-3 mönnum sennilega.
Til þess er tekið í Færeyjum að þjóðveldisflokkurinn hafi aðeins fengið 16 atkvæði á Kunoy í heimastað fyrrverandi fomanns flokksinns Heina O. Heinesen en fékk þar 35 atkv. í kosningum 2008.
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2011/10/29/ring-byrjan-hj-tj-veldi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 15:43
Kosið í Færeyjum.
Pólitík í Færeyjum er frekar flókin. Að þar er hefð fyrir tveim megin áherslupólum. Vinstri - Hægri og Samband - Sjálfstæði.
Þetta er dáldið merkilegt. Og sko sambandsinnar og sjálfstæðis geta verið bæði til hægri/vinsti - og öfugt. Oft fá nokkrir flokkar umtalsvert fylgi og því er hefð fyrir samningum milli pólitískra afla. Enginn flokkur fær allt sitt fram og oft verður að gefa umtalsvert eftir. 33 einstaklingar eru á þingi.
Síðast var kosið 2008. Síðan hafa verið tvær þriggja flokka stjórnir. Og eiginlega þrjár því núna í sumar hafa tveir flokkarnir úr síðust stjórn verið í minnihlutastjórn eftir að Fólkaflokkurinn hvarf úr samstarfinu eða var rekinn úr stjórninni vegna flókinna ástæðna.
Samkvæmt nýjustu könnunum bætir Sambandsflokkurinn manni við sig og nýr flokkur, Framsókn, nær inn manni. Fólkaflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn missa mann.
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2011/10/28/fesk-veljarakanning-frams-kn-kemur-inn
Ef þetta gengur eftir þá virðast Sambandsinnar hafa styrkt sig örlítið - og þó, Framsókn er separat flokkur, að eg tel. þannig að þetta verður mikið óbreytt líklega. Aðrir flokkar, Jafnaðarflokkurinn, Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkurinn halda sínu. Miðnámsflokkurinn sem er Stúdentaflokkur fær nánast ekkert fylgi frekar en síðast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)