22.10.2011 | 21:00
Afhverju þvinguð endurskipulagning skulda er ekki töfralausn
í tilfelli Gríska ríkisins. Nú heyrist oft í umræðunni að það eigi bara að afskrifa þetta og þetta hjá grikkjum og sona og allt verður bara djollý etc. Er ekki svo einfalt. Fyrrverandi bankastjóri gríska seðlabankans og fv. stjórnarmaður ECB, Lucas Papademos, skrifaði greiní ft. fyrir stuttu þar sem þetta er skýrt. Hafa margir átt erfitt með að skilja þetta en er í raun augljóst ef menn skoð málið aðeins.
http://www.greekcrisis.net/2011/10/forcing-greek-restructuring-is-not.html
Handhöfum grískra skuldarbréfa má skipta í þrjá flokka:
1. Grískir bankar og sjóðir svo sem eftirlauna og tryggingasjóðir o.þ.h. 30%.
2. Opinberar evrópskar og alþjóðlegar stofnanir svo sem IMF, ECB og fleiri 30%.
3. Bankar utan Grikklands og sjóðir ýmiskonar 40%.
Varðandi nr. eitt, þá munu allar afskriftir þar koma í bakið á Gríska ríkinu með einum eða öðrum hætti. Gríska ríkið mun þurfa einhvernvegin að koma til aðstoðar til að bakka upp allar niðurfellingar í þessum flokki.
Nr. tvö er þess eðlis að lagalega er ekkert hægt að afskrifa vegna sáttmála og tilheyrandi umgjarðar kringum viðkomandi opinberar stofnanir.
þá er það aðeins í tilfelli nr. þrjú þar sem afskriftir myndu hagnast Grikklandi beint. En hagnaðurinn yrði ekki eins mikill og oft er í umræðuni. Td. ef um helmingur í þeim flokki yrði niðurfelldur eða endurskipulagður - að þá yrði það ekkert stór hluti af heildarskuldum ríkisins. Auk þess sem ýmis vandamál myndu fylgja sem of flókið er að fara útí.
Að í raun yrði hugsanlega sáralítill,,gróði" fyrir Grikkland slíkum endurskipulagningum þó alltaf sé hugsanleg einhverskonar endurskipulagning með samningum o.s.frv. að einhverju leiti.
Byrjun greinar Papademos má sjá á link ofar en til að sjá alla á finincial times þarf að vera áskrifandi að ég tel.
Er Papademos hefur rakið vankanta við endurskipulagningu/afskiftir bendir hann á aðrar leiðir sem myndu verða áhrifaríkari til aðstoðar grískum efnahag. Hann nefnir að það þurfi innspýtingu til að koma hjólunum aftur í gang og ennfremur nefnir hann að sala eigna ríkisins sé nauðsynleg. þetta telur hann effektífara en afkriftir eða þvinguð endurskipulagning.
![]() |
Ekkert samkomulag í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 12:32
Allt er betra en íhaldið
er einn frægasta pólitíski frasinn á Íslandi. Hann var smíðaður af framsóknarmönnum. Fyrstur til að koma upp með þetta var Tryggvi Þórhallsson og gerði landsfrægt á tímabilinu 1924-1927 þegar stjórn Íhaldsmanna sat. þeir Jónas Jónsson og Tryggvi skrifuðu þá í Tímann og voru þar ráðandi og má segja þeir hafa haldið þar uppi fyrstu skipulögðu stjórnarandstöðunni á Íslandi.
Í framhaldinu og þegar tíminn leið, þá var þetta notað bæði af Hermanni Jónassyni og síðar Steingrími. Oft má sjá að orðtakið er kennt við Hermann en það er eldra eins og áður er rakið.
þetta sýnir auðvtað að Framsóknarflokurinn leit frá byrjun og lengi fram eftir 20.öld miklu fremur til vinstri varðandi samstarf og samleið í pólitík. Hann staðsetti sig svona einhversstaðar á miðjunni og leit miklu frekar til vinsti eftir samstarfi og samhljómi.
Á síðustu áratugum hefur þessi grunnafstaða framsóknarmanna gjörbreyst. Tekið U beygju. Síðustu ár og áratugi má segja að slagorð þeirra frammara sé, allt er verra en íhaldið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)