Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
1.10.2008 | 17:23
Góði Guð
http://www.youtube.com/watch?v=Abo_U09wmE8
I really want to see you
Really want to be with you
Really want to see you lord
But it takes so long, my lord
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 13:35
Hann fór til fjalls
Allir þekkja náttúrulega Fjallræðu Jesú enda er hún mikilvæg í NT. Upprunalega merkingin á orðinu sem er þýtt sem fjall þarf, skilst mér, ekkert endilega að merkja hátt fjall heldur alveg eins fjalllent svæði eða jafnvel hæð.
Mattheus 5.7 segir svo frá eftir að hafa rætt um að Jesú hafi orðið þekktur fyrir verk sín og mannfjöldi hafi safnast að honum víða til að leita til hans:
"Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði..."
Lúkas 6.12 hefur svo svipaða frásögn að ekki er hægt að líta öðruvísi á en verið sé að leggja út af sama þema og Mattheus. En Lukas segir frá með dáldið öðrum hætti af atburðum og er ræðan haldin á flöt, þó fjall komi mikið við sögu:
"En svo bar við um þessar mundir, að hann fór til fjalls að biðjast fyrir og var alla nóttina á bæn til Guðs. Og er dagur rann kallaði hann til sín lærisveina sína, valdi tólf úr þeirra hópi og nefndi postula.... Hann gekk ofan með þeim og nam staðar á sléttri flöt. Þar var stór hópur lærisveina hans og mikill fjöldi fólks úr allri Júdeu, frá Jerúsalem og sjávarbyggðum Týrusar og Sídonar..."
Aðalatriði. Hjá Mt.: Jesú fer uppá fjall. Sest. Lærisveinar koma til hans (og þarna virðist sem um nánustu lærisveina sé að ræða. Ekki mikill mannfjöldi)
Lukas: Jesú fer til fjalls að biðja. Kallar til sín lærisveina. Gengur niður og nemur staðar á flöt. (þar er mikill mannfjöldi)
Það þarf ekki að spyrja að því að seinna fór mannfólkið að spekúlera í hvaða fjall hafi verið um að ræða. Mér skilst að hefðbundið sé að líta á Mt.Eremos sem umræddan stað http://www.bibleplaces.com/mtbeatitudes.htm Fyrir Austan væri þetta ekki kallað fjall.
Nú, hvað er málið ? Jú, það að í frásögn NT er ekkert verið að tala um jarðneskt fjall heldur andlegt. Fjall er nefnt til sögunnar til að undirstika andlegt mikilvægi textans sem eftir kemur. Fjallið er tákn þess að Jesú sækir hátt útá ójarðnesk svið til að undirbúa boðskapinn. Klífur í átt til Guðs.
Sálin fer í andlega fjallgöngu.
Greina má að Lukas hnykkir á mikilvægi þessa atriðis er hann segir að Jesú (og nánustu lærisveinar) hafi haldið ofan af fjallinu til að flytja jarðarbúum boðskapinn. Klifu andlegt fjall til að ná í Guðlegan boðskap og hélu svo niður til að segja mönnunum frá. Alveg kristaltært.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2008 | 18:05
Viðtal við muslima af íslensku bergi brotnu
í þættinum Flakk á rás 1 í umsjón Lísu Páls.
Sérstaklega athyglisvert viðtalið við stúlkuna í seinni hluta þáttarins.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4417886
Einnig er fjallað um moskuna sem mun senn rísa á Ísl. Rætt við borgarfulltrúa og talsmann muslima í landinu.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 15:01
Ímyndaðu þér að mannvera svífi
í herbergi. Ekkert áreiti. Myrkur, ekkert hljóð, engin snerting. Enginn vitneskja um líkamann. Nákvæmlega ekkert áreiti. Zero.
Segjum að manneskjan hafi verið sköpuð svona. Myndi hún vera fær um að hugsa ? Og þá hvað ? Myndi fljótandi manneskjan gera sér grein fyrir nokkrum hlut ?
Svar: Já. Hún myndi gera sér grein fyrir eigin verund. Ergo, sjálfið er ekki byggt á tengslum við efnslega hluti og sálin er óháð bústað sínum.
Snilld. (Að mínu áliti)
Innspírað af hugsanatilraun Ibn Seena (eða eiginlega bara endursögn á tilraun hans) sem er hér nokkurn vegin á ensku: (Og ég er alveg sammála honum)
Imagine, a man floating in a room with zero sensory input, no sound, no gravity, no sensation of any kind, floating in complete darkness, no sensation even of his own body because no part of his body touches any other part say the man was created this way, would he be capable of thought? Can the human mind have thoughts without any external sensory input? If so, what would this man be thinking? Would the floating man have awareness of anything?"
Avicenna answers: "Yes, even though the man has no awareness of his environment, or anything external to himself, he would at least be aware of his own existence."
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 23:01
Og hann hengdu þeir á tré
segir stundum í NT, ma. í Postulasögunni.
Deilt hefur verið um hvort Guðspjöllin segi Jesú hafa dáið á krossi eða einföldum stólpa.
Að mínu mati er aðalatriðið þarna trétengingin. Eins og svo iðulega í Biblíunni er það ekki bókstafurinn sem sem skiptir höfuðmáli, heldur hin táknræna eða hulda merking.
Hvort sem ber að skilja orðin sem Guðspjöllin nota sem kross eða staur breytir ekki þeirri staðreynd að samlíkingin við tré er svo nærtæk að það verður ekki horft framhjá henni.
Nú, og so what kann einhver að spyrja. Jú, málið er að tré kemur við sögu með einum eða örðum hætti oft og iðulega í hinum ýmsu trúarbrögðum eða afbrigðum þeirra. Sem dæmi öðlaðist Búdda visku undir tré, Óðinn öðlaðist visku með að hanga á tré, tré hefur merkingu í Hinduisma, td. tengt Krisnah o.s.frv.
Tréð hefur trúarlega merkingu frá því að sögur hófust.
Í mjög stuttu máli má einfaldlega segja að tréð sé tákn um tengsl Himins og Jarðar. Hins jarðneska og hins andlega. Með rætur í móður Jörð en teygir sig upp til himins, upp til Guðs. Sannkallað "Lífsins tré"
Hvað er þá krossfestingasaga NT að segja sem skiptir svo miklu máli ? Jú, til að frelsa andann verður að krossfesta holdið. Þe. til að fanga og nálgast hinn andleg og sálarlega veruleika verður að hafna eða sigrast á efninu.
Deyja frá hinu efnislega hjómi og vakna til hins andlega raunveruleika.
Þetta er að vísu ekkert voðalega frumlegt en stundum nú til dags er eins og fólk sjái ekki alltaf þennan kristaltæra boðskap í krossfestingasögunni en spekúleri mest í hvort sagan sé sönn eða skáldskapur. Eg vil nú ekki segja að það sé aukaatriði en allavega er það ekki eina hliðin á málinu.
Á bak við yfirborðið er annar heimur.
Á bak við þessa hurð er annað herbergi og önnur hurð o.fs.frv.
Trúmál og siðferði | Breytt 24.9.2008 kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.9.2008 | 19:17
Vatíkanið: Sköpunarsagan er allegoría
og Kaþólska kirkjan tekur hana ekki bókstaflega. Telja vel líklegt að Guð hafi notað þróun í sköpun. Why not.
http://www.msnbc.msn.com/id/26747166/
Nú, þetta er svo sem ekkert nýtt því mig minnir að sjálfur Páfi hafi lýst yfir að þróun væri ágætis kenning strax um 1950. Efnið kom til umfjöllunar núna vegna þess að einhverjir voru að tala um að kirkjan skuldaði Darwin afsökun.
Vildi bara halda þessu til haga.
Það merkilega í þessu sambandi er samt að Vatíkanið bendir á að það eigi ekki að taka umrædda sköpunar sögu bókstaflega heldur skipti meira máli hin hulda merking.
Það nefnilega vita þeir ósköp vel að það er ekki alltaf bókstafurinn sem skiptir mestu máli er kemur að Bíblíunni.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)