Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2016 | 23:05
Hefur einhver spurt Jóhannes nánasta aðstoðarmann fv. forsætisráðherra hvort hann hafi vitað um leynireikningana á Tortóla?
Eg hefði ætlað að fréttamenn mundu spurja að því. Það er þarna hópur á sínum tíma sem virkuðu frekar framsjallalegir flestir, svona bræðralag karla eitthvert og hvort fv. forsætisráðherra var barasta ekki hluti af karlaklúbbinum í byrjun. Og enginn vissi neitt? Ekki heldur aðstoðarmaður nr. uno? Common!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2016 | 10:21
Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin eigi að fara frá völdum.
,,Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi brugðist, hafi sett allt í uppnám og eigi að fara frá völdum. (...) ,,Ég tel að ríkisstjórn sem er verklaus, ósamstiga og nýtur ekki trausts hafi ekkert erindi lengur," segir Bjarni." http://www.mbl.is/frettir/innlent/2010/03/19/rikisstjornin_a_ad_segja_af_ser/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2016 | 13:02
Mótmælt í Downingsstræti.
,,Þúsundir eru saman komnir fyrir utan forsætisráðherrabústaðinn að Downingsstræti 10 í Lundúnum til að krefjast afsagnar Davids Cameron vegna tengsla hans við aflandsfélag í skattaskjóli. Boðað var til mótmælanna í vikunni, þar sem breskur almenningur var hvattur til að koma saman að íslenskri fyrirmynd." http://www.visir.is/krefjast-afsagnar-cameron/article/2016160408682
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og hent á öskuhauga sögunar. Þar eru þeir best geymdir. Þetta er svo algjört og tótallý opinberað hvernig framsjallaflokkur virkar. Þetta er svo mikil skömm og skaði fyrir land og lýð að það er varla hægt að lýsa því. Samt kóa einhverjir tveir hálfvitar enn með! Alveg með olíkindum. Svo vogar þetta hyski sér að koma enn fram og vera með dónaskap gagnvart heiðarlegu og heiðvirðu fólki. Það er jafnframt algjört siðleysi framsjalla sem opinberast. Þeir skammast sín ekkert. Þeir munu bara halda áfram að göslast hér um, stelandi og ljúgandi þar til þeim verður hent út á halanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2016 | 09:32
Allir innbyggjar verða nú að gera sér grein fyrir hvað hefur gerst. Hræsni framsjalla og þjóðrembinga hérna hefur afhjúpast.
Það er barasta alveg hrikalegt hvernig þeir hafa svikist aftan að eigin landi og þjóð. Það lið sem kóar hvað mest með aflandseyjaspillingu framsjalla og elítuauðmanna eru þeir hinir sömu og dirfast að ráðast að heiðarlegu fólki dag hvern og ásaka um að vera ekki nægilega miklir íslendingar eða þjóðvinir etc. Þessir menn eru, - ekki á nærbuxunum, - heldur bókstaflega með allt gjörsamlega niðrum sig. Og í þannig ástandi rífa þeir enn kjaft!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1/3 innbyggja styður spillinguna. Staðfest. Ástand eins og þetta, þar sem um 1/3 innbyggja styður brútalt spillingu, sjálftöku og eyðileggingu lands og kúgun alþýðu, - það hefur stundum verið orsök borgarastyrjaldar á svæðum eða löndum. Menn skyldu íhuga það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2016 | 11:54
Þegar í stað verður að setja á fót rannsóknarnefnd til að finna út hvort og þá hve miklu framsjallar hafa stolið frá þjóðinni.
Það er bara þannig. Svo virðist sem elíta framsjalla, fyrst og fremst, fleyti hér rjómann ofan af og stingi inná sig. Þessvegna eru allir innviðir laskaðir og samfélagskerfi að hruni komið. Alþjóðleg rannsóknarnefnd strax! (Og það er búið að reka Bjarna! Hann skilur það ekki. Hinum bjánanum var hent út á rassgatinu.)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2016 | 13:29
Framsjallar halda áfram að skaða landið.
Skaðinn fyrir land og lýð ef þessum hroðaframsjöllum er orðinn óskaplegur. Og þeir halda bara áfram að skaða og meiða. Allt skal víkja fyrir hagsmunum elítuframsjalla sem hér göslast um eins og algjör fífl með bókstaflega allt niðrum sig, ljúgandi, svíkjandi og stelandi. Landið er bara að liðast sundur undan spillingu framsjalla og hálfvitahætti. Það virðist enginn sómakær aðili vera um borð í listisnekkju framsjalla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2016 | 11:11
Jæja, framsjallar með allt niðrum sig.
Þeir þora ekki að horfast í augu við eigið land og þjóð heldur skjótast um í skúmaskotum á aflandseyjum með allt niðrum sig. Svo hafa þeir brúalt ofbeldisprópaganda sem kallað er hér uppi af framsjöllum ,,fjölmiðlar" til að berja á innbyggjum og djöflast á þeim sem segja satt og fletta ofan af spillingunni. Þvílík skömm. Þvílík smán. Allir þeir sem hafa varið þetta hyski eru meðsekir og verður ekki fyrirgefið svo auðveldlega, - sér í lagi þar sem þeir biðjast ekki einu sinni fyrirgefningar. Framsjallar rífa bara kjaft þangað til þeim verður stungið í grjótið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2016 | 19:56
Hvenær segir hann af sér?
Svo mæla flestir hér á landi í dag. Fólk bíður bara eftir því. Og þá fylgja kosningar væntanlega. Ljóst er að framferðið er óverjanlegt. Forsætisráðherra neitar að svara fyrir gjörðir sínar og er þar með að segja að um óverjanlegt sé að ræða. Hvernig afsögninni verður háttað, tímalengd og o.þ.h. verður eitthvað útfærsluatriði en líklega mun stjórnin fara frá. Það er þó alls ekki öruggt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)