Færsluflokkur: Bloggar
27.7.2012 | 22:35
Litríkur Borgarstjóri
Flytur ræðu. Eftir að Heðin Mortensen, borgarstjóri í þórshöfn og Jafnaðarmaður, setti samkomuna þá kom Borgarstjóri Reykjavíkur á pall í ljósrauðum klæðnaði og flutti ræðu af i-pad. Ræðunni hafði áður verið dreyft til áheyrenda á færeysku.
Kynnirinn Tróndur Vatnhamar var léttur á þvi og sagði eitthvað á þá leið, að eitt af loforðum Borgarstjóra í Rvk. hefði verið að fá ísbjörn í dýragarðinn - og það væri kannski hugmynd fyrir Heðin Moertensen að nota nú þegar kosningar væru framundan hjá honum í Færeyjum. http://aktuelt.fo/grein/borgarstjori_reykjavikar_gestarodari2

![]() |
Vel heppnuð gleðiganga í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
á uppsprengdu verði sem er samt allt of lágt?
Jú, það er til þess að veðsetja í kínverskum bönkum mörghundruð prósent og hirða ágóðann. Síðan fer allt í vitleysu og þá eignast Kína jörðina eða leigurétt.
Er það ekki svona sirka sem þetta virkar eða.
Og svo í framhaldinu geta þeir kínastjórnendur byggt risahöfn og risaolíuhöfn á þórshöfn og eignast Norðurpólinn. Svona var þetta já.
Jahá. það er nefnilega það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2012 | 12:34
Maður af sænsku bergi brotnu kaupir margar jarðir á Vestfjörðum.
http://www.bb.is/Pages/26?NewsID=176209
Geisp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2012 | 21:19
Sérkennileg umræða um skipulagshugmyndir á Norð-Austurlandi
uppá íslenska lagið.
Nú hafa einhverjir uppgvötað það, afar skyndilega að því er virðist, að hugmyndir eru uppi á Norð-Austurlandi að svæðið geti hugsanlega hagnast af því ef svokölluð Norðruleið opnast og ennfremur eru menn að hugsa um ef olía finnst útí hafi.
það virðist koma flatt uppá alla að umræða hefur átt sér stað þar á svæðinu og ennfremur að sumar hugmyndir eru stórtækar.
Nú nú. Einna helst skilst manni að fólk telji að einn maður standi að þeim hugmyndum og umræðum. Aleinn maður. Sem heitir Halldór Jóhannsson. (Jú, og hugsanlega standi maður af kínversku bergi brotnu líka að hugmyndunum.)
Hverskonar umræða er þetta? Hvaða tal er þetta? Hefur fólk heyrt talað um Langanesbyggð? No?! Ok. það er Sveitarfélag þarna á svæðinu með Oddvita og Sveitarstjóra og alles. Sveitarstjórnarfulltrúm etc. það má meir að segja finna upplýsingar um þetta svæði á netinu sko:
http://www.langanesbyggd.is/category.php?catID=38&sub=2
Sveitarstjórn:
Reimar Sigurjónsson, Felli, 681 Þórshöfn reim@simnet.is
Siggeir Stefánsson, Langanesvegi 26, 680 Þórshöfn siggeir@isfelag.is
Sigurður Ragnar Kristinsson, Fjarðarvegi 45, 680 Þórshöfn, mailto:siggikr@snerpa.is
Gunnólfur Lárusson, Lækjarvegi 3, 680 Þórshöfn sveitarstjori@langanesbyggd.is
Indriði Þóroddsson Bæjarási 8, 685 Bakkafirði bakkafjardarhofn@simnet.is
Ævar Rafn Marinósson, Tunguseli, 681 Þórshöfn tsel@magnavik.is
Steinunn Leósdóttir, Bakkavegi 5, 680 Þórshöfn, steinaleos@simnet.is
Varamenn:
Björn Guðmundur Björnsson
Dagrún Þórisdóttir
Hilma Steinarsdóttir
Kristín Heimisdóttir
Ólöf K. Arnmundsdóttir
Oddviti:
Siggeir Stefánsson, Langanesvegi 26, Þórshöfn siggeir@isfelag.is
Varoddviti:
Ævar Rafn Marinósson tsel@magnavik.is
Sveitarstjóri:
Gunnólfur Lárusson sveitarstjori@langanesbyggd.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.7.2012 | 20:31
Íslendingar eiga sennilega eftir að standa sig óvenju illa
![]() |
Forsetinn í ólympíuþorpinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2012 | 18:08
Furðulegt viðtal
![]() |
Sigur lýðræðislegrar byltingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
25.7.2012 | 16:03
þeir Huang feðgar eru umhverfisverndarsinnar.
Huang Nubo og Huang Sichen ræða umhverfismál.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2012 | 13:49
Alltaf augljóst.
![]() |
Íslendingar ekki veikgeðja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.7.2012 | 00:04
Var landnám helgað með eldi á Íslandi?
því hefur verið trúað lengi hér á landi á og kennt í skólastofnunum æðri sem lægri, að svokallað landnám í eldgamla daga hafi farið þannig fram á karlar gengu með eld - og konur leiddu kvígu! Svo mátti sá eiga það land er hann komst með að ganga um í einn dag eða svo. þessu hafa menn slegið fram sem einhverri staðreynd.
Samt er það ekki svo. Ef einhver er staðreyndin þessu viðvíkjandi er það sú - að heimildin er afar tortryggileg.
Svokölluð Landnámuskrif eru til í nokkrum útgáfum og meðal seinustu skrifana var það er Haukur Erlendsson, lögmaður, setti saman uppúr 1300. þessi saga er byggð á þeim skrifum og ekkert er minnst á umrætt í eldri skrifum svo sem Melabók sem af flestum er talin elst varðveittra Landnámuskrifa.
Haukur þessi segir, að Haraldur Hárfagri, af öllum mönnum, hafi sett þessar reglur og þá aðallega til að hamla stærð landnáma og koma á sáttum milli manna. (Nefnd upprunaleg textaklausa í Hauksbók er óljós og einhverjar deilur um hvað nákæmlega standi þar, þ.e. orðrétt. Og seinni afritarar hafa breitt orðaröð og skotið inn orðum til að gera skýrari.)
þetta er náttúrulega eins mikið útúr kú og hugsast getur - þó vissulega sé sagan góð og sæt. Skemtilegt að hafa þetta svona eftir á séð. En aðalvandinn við þetta upplegg Hauks er hve það er langsótt. Erfitt er að sjá hvernig Haraldur Hárfagri átti að geta sætt menn með þessum hætti sitjandi úti í Noregi og menn gátu haft sína hentisemi hér uppi.
Í framhaldinu ef menn kynnast betur Hauki og vita hvað hann starfaði - þá verður önnur skýring en vísindaleg sagnfræði miklu mun sennilegri. Sú skýring hefur hinsvegar þá leiðinlegu hlið að sannleiksgildi frásagna í Landnámu verður dregið í efa. Að minnsta kosti að hluta til.
Haukur var auðvitað á ritunartíma í þjónustu Noregskonungs og að því er sumir telja meir að segja í Ríkisráði Noregs. þessi litla klausa um landnámseldinn eða kvíguna sýnir konungsvald í góðu eða jákvæðu ljósi sem sættandi og hófsamt afl.
það að engin önnur þekkt Landnámugerð minnist á þetta merkilega atriði - beinir augum að stöðu Hauks sem embættismanns konungs. Lang sennilegast er að Haukur hafi skotið þessu inn bara uppúr sjálfum sér í própagandaskyni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.7.2012 | 15:01
Um Landnámabók (bækur).
Á íslandi í eldgamla daga var skrifað um svokallað landnám og þau skrif oft nefnd Landnámabók og lengi vel var álitið að þau væru vísindaleg sagnfræðirit um landnám hinns eða þessa gæjans af erlendu bergi brotnu. það er alrangt. Staðreyndin er að í raun eru margar Landnámubækur eða skrif og oft er umtalsverður munur á milli skrifanna.
Í stuttu máli er líklegast, að upphaflega hafi verið um að ræða Jarðarbók. Þ.e.lista með nöfnum helstu Jarða á Íslandi. þetta hafi síðan undið uppá sig og menn farið að spinna við grunninn með því að búa til landnámsmenn og tengja þá við heldriættir í Noregi og víðar. Fyrstu bækurnar löngu glataðar og þessvegna erfitt að átta sig á þróuninni eða hver rótin og grunnurinn var.
Ofanskrifað varpar auðvitað efaljósi á sagnfræðigildi Landnámubóka eins og þær þekkjast í dag. það má alveg sjá ákv. þróun í Landnámubókum sem nú þekkjast eða brotum sem varðveitast. Td. má sjá að sum Landnámin hafa tilhneygingu til að stækka eftir því sem tíminn líður. það væri þá í samræmi við þróunina á ritunartíma þar sem fáir höfðingjar náðu sífellt stærra svæði undir sin yfirráð.
Samkvæmt þessu, voru Landnámaskrif á seinni stigum þá til þess að styrkja eða undirstrika rétt höfðingjaætta til lands.
Ennfremur eru nokkrir afarósennilegir punktar sem lengi hafa verið hafðir fyrir satt á Íslandi og byggt á Landnámu. Td. að menn hafi helgað sér land með eldi. þessi saga kemur fram í al-síðustu Landnámaskrifum, svokallaðri Hauksbók sem er skrifuð á 14.öld. þar er sagt að Noregskonungur hafi sett þær reglur til að hamla gegn stærð landnáma. þetta er auðvitað eins ósennileg og grunsamleg klausa eins og hugsast getur. En sagan er beisiklí góð og oft er haft fyrir satt sem skemtilegra reynist, eftir atvikum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)