25.11.2013 | 11:55
Aron skoraði seinna markið og átti þátt í fyrra markinu.
Aron Jóhannsson er tvímælalaust athyglisverðasti boltasparkari sem komið hefur frá Íslandi á seinni árum. Staðsetningarnar og hlaupin hjá manninum eru frábær og krafturinn ásamt yfirvegun afgerandi. Sést vel í fyrra markinu. AZ nær boltanum eftir pressu á miðjunni. Sending uppí hornið, Aron hleypur 100% rétt, stefnir beint í svæðið á milli varnamannanna fyrir miðju, þeir neyðast til að þétta sig og loka miðjusvæðinu fyrir Aron, þá færir hann sig að nærstöng á hárréttu augnabliki og þar hefur skapast svæði, sending fyrir inn í lausa svæðið, Aron hefur sett á þvílíka pressu og ógnun með hlaupi sínu og hreyfingum, varnarmaður neyðist til að teygja fótinn og tikka boltanum frá í nauðvörn, beint fyrir fætur Matthias Johannsson sem kemur á ferðinni - og mark! Snilld.
http://livefootballvideo.com/highlights/netherlands/eredivisie/az-alkmaar-vs-roda-jc
![]() |
Aron í liði umferðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2013 | 23:58
Framsóknarmenn með gjörsamlega allt niður á hælunum.
Bloggar | Breytt 25.11.2013 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.11.2013 | 16:43
Kamban: Bann Göbbels við gagnrýni er þrekvirki.
Talsvert hefur undanfarið verið fjallað um Guðmund Kamban, íslenskan rithöfund sem hélt til Danmerkur snemma í byrjun 20.aldar eins og fleiri og haslaði sér þar völl á tímabili. Umræðan fer oft að snúast um sviplegan dauða hans þar sem hann var skotinn af dönskum frelsisliða í lok seinna stríðs.
Oft er umsögn þannig eins og umræddur maður hafi engin tengsl haft við nasistana og ekki verið hallur undir þá o.s.frv. og afskipti dönsku frelsisliðanna hafi verið af engu tilefni.
Það er hinsvegar ekki rétt. Augljóst er af fyrirliggjandi gögnum að tengsl hans við nasista í þýskalandi og seinna Danmörku voru talsverð.
Í stuttu máli var það þannig að halla fór undan fæti fyrir Kamban í Danmörku á 4.áratugnum og fór hann þá til Þýskalands í ríki nasista og virðist þar hafa haft það ágætt. Þegar Göbbels setti lögin um bann við gagnrýni fagnaði Kamban því sérstaklega og sagði samkvæmt endursögn Mogga:
,,Bannið við gagnrýni sem dr. Göbbels (þýski útbreiðslumálaráðherrann) hefir sett, er þrekvirki, sem allur heimurinn á að líkindum eftir að eftirlíkja". Þannig ljet Guðmundur Kamban um mælt við Berlingske Tidende" í gær. Kamban er í heimsókn í Khöfn, en hefir undanfarið dvalið í Þýskalandi. ,,Bannið við gagnrýni er einasta leiðin til þess að draga fram á sjónarsviðið skapandi listamenn, og koma á þeim friði, sem til þarf, til þess að koma í veg fyrir að listin deyi", heldur Kamban áfram. Hann segir ennfremuir: ,,Þýskir listamenn eru innilega þakklátir fyrir þetta bann".
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=104060&pageId=1232399&lang=is&q=Kamban%20G%F6bbels
Bannið sem Göbbels kom á var sirka svona: ,,Þar sem árið 1936 hefur liðið án nokkurra fullnægjandi framfara í listgagnrýni, þá banna ég hér með iðkun listgagnrýni eins og hún hefur verið stunduð hingað til. Héðan í frá munu fréttir af listum koma í stað listgagnrýni. Á tímabili gyðinglegra yfirráða í listum eyðilögðu gagnrýnendur hugmyndina um gagnrýni og tóku á sig hlutverk dómara lista. Listgagnrýnandinn mun nú víkja fyrir menningarritstjóranum... Í framtíðinni verður aðeins þeim menningarritstjórum leyft að fjalla um listir sem nálgast verkefni sitt með hreint hjarta og fullvissu [um réttmæti] þjóðernissósíalismans."
http://www.musik.is/Pistlar/sen_that_sem_ekki_drepur_okkur.html
Og halda menn virkilega að þeir sem studdu svona tal eins og sjá má hjá Göbbels - hafi ekki verið hallir undir sjónarmið nasista með einum eða öðrum hætti? Sésrstaklega ef haft er í huga hve afgerandi stuðningur Kamban var í orðum.
Nú, Kamban fer síðan aftur til Danmerkur og þá er altalað að hann sé orðinn nasisti eða hallur undir þeirra sjónarmið. Nasistar hernema svo Danmörku og eftir það er Kamban augljóslega í náðinni hjá hernámsyfirvöldum og fer reglulega í Dagmarshúsið til að ná í greiðslur. En það var fylgst vel með því hverjir fóru í Dagmarshúið og almennt álitið að það væru þeir er hallir væru undir hernámsyfirvöld. Hernámsyfirvöld reyndu síðan að þvinga dani til að ráða Kamban í danska útvarpið.
Af ofansögðu er þegar ljóst að tengsl Kamban við nasismann voru umtalsverð og bara afneitun hér uppi að neita að sjá hið augljósa.
Þegar af ofannefndum sökum hefði Kamban átt að vera að fullu ljóst að eftir að allt hryndi þá mundi hann lenda í yfirheyrslum og yrði að skýra mál sitt. Það hefði ekki átt að koma neinum á óvart að frelsisliðar hefðu mann eins og Kamban á sínum lista.
Hvað nákvæmlega síðan gerðist í endalokunum er ekki að fullu ljóst en svo virðist sem Kamban hafi neitað að hlýða frelsisliðum og ætlað bara að láta eins og ekkert væri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2013 | 12:35
Framsóknarmenn boða upprisu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.11.2013 | 16:57
Framsóknarruglandi stofnar til stórhættu.
![]() |
Spegilsléttur sjór og mikil veiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2013 | 11:07
Boltaspark á Balkanskaga.
Raunsætt mat hefði verið að Ísland þurfti algjöran toppleik til að sigra í gær og mótherjinn afar slæman leik. En hérna uppi var þessu snúið á haus uppá íslenska lagið. Það var nánast forsmsatriði að vinna króata í umræðunni svokölluðu hér uppi í fásinni.
Staðreyndin er, að Króatar eru bæði með betri einstaklinga, mun meiri breidd og þ.a.l. sterkari liðsheild. Sterkara lið en Ísland. Þetta er bara kalt mat.
Ofannefnt breitir því þó ekki að lakari lið geta alveg sigrað sterkari lið í fótbolta sem dæmin sanna. Það var samt ekkert í fyrri leiknum sem gaf tilefni til sérstakrar bjartsýni.
Það sem skipti síðan svo miklu máli var að króatar eru miklu mun reyndari en íslenska liðið. Flestallir í liðinu eru þrautreyndir landsleikjamenn.
Það skeði svo eins Kári Árnason lýsir ágætlega á fotbolti.is, að króatar: ,, lágu á íslendingum eins og mara" frá byrjun leiks.
Þrautreyndir og þaulæfðir í landsleikjum og vissu algjörlega hvað þyrfti að gera og lásu rétt í allt sem íslenska liðið reyndi að framkvæma.
Þar með náðu þeir yfirþyrmandi stöðuyfirburðum sem Ísland átti engin svör við og gat ekkert brotið upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einungis sjö prósent kröfuhafa í þrotabú Glitnis keyptu kröfur þegar verðið var í lágmarki, og greiddu fyrir þær að meðaltali 14 prósent af upprunalegri upphæð. Núverandi kröfuhafar hafa, að jafnaði, eignast kröfurnar með rúmlega helmings afslætti.
Slitastjórn Glitnis fékk ráðgjafarfyrirtækið Moelis & Company til að greina viðskipti með kröfur í þrotabú Glitnis frá hruni. Meirihluti kröfuhafa keypti kröfur á síðustu fjórum árum. Í þeim hópi eru margir vogunarsjóðir. Meðalkaupverð þeirra er 28 prósent af upphaflegu verði. 29 prósent kröfuhafa hafa átt kröfur sínar frá því fyrir hrun og greiddu því nánast fullt verð, eða 97 prósent fyrir þær.Einungis sjö prósent kröfuhafa keyptu kröfurnar á fyrstu mánuðum eftir hrun, þegar verðið hrundi. Moelis & Company meta að meðalverð þessara krafna sé 14 prósent af upphaflegu verði.
Kristján Óskarsson er framkvæmdastjóri Glitnis. Þetta er allt saman miklu hærra heldur en hefur verið í umræðunni á Íslandi. Það má segja að meðaltalsverð allra kröfuhafa í búinu sé 47%.
Því hefur verið haldið fram í umræðu hér á landi að erlendir vogunarsjóðir hafi keypt skuldabréf gömlu bankanna á miklum afslætti, eða á um 6 prósent af upprunalegri upphæð. Kristján segir þennan ríkjandi misskilning hugsanlega stafa af því að einhverjir þeirra hafi fengið kröfur á hagstæðu verði strax eftir hrun."
http://www.ruv.is/frett/krofuhafar-greiddu-haerra-verd
Ekki vildi eg vera í þeim hópi sem hefur núna árum saman verið að ljúga þessu að íslensku þjóðinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2013 | 12:21
Hlýnun Jarðar af mannavöldum leiðir til veðurhamfara.
Sennilega hefur mátt sjá sýnishorn af slíku undanfarin misseri ss. í BNA og nú síðast Filippseyjum. Afneitarar þurfa nú að herða sig og henda upp nokkrum pistlum um að kalt sé á Kolbeinsey og um klofin Vatnajökul og álíka vitleysisþvælu.
,,Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa."
http://www.visir.is/vedurhamfarir-bratt-daglegt-braud/article/2013131119014
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2013 | 22:50
Trúðurinn trompast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)