Augljóst er að færeyingar meta það svo að þeim sé sýndur mikill heiður með heimssókn Damanaki. Nú er jafnframt talað um að Damanaki hafi lagt fram heljarmikið uppskot varðandi makrílinn. Umræðan er þannig, að svo er að skilja sem tilboðið sé betra en áður hefur verið á borðinu. Jafnframt er svo að sjá á ráðamönnum færeyja, að þeir séu nokkuð ánægðir með tilboðið þó þeir haldi spilunum þétt að sér. Ennfremur vekur athygli að samkvæmt færeyskum fjölmiðlum virðist síldin hanga saman við umrætt tilboð. En sem kunnugt er hentar það alls ekki færeyingum fjárhagslega að efna til deilna um síldina og efasamt að dómsmálaþvarg skili þeim nokkru.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2013 | 19:46
Ríkisstjórn elítunnar ræðst með hrægammsklóm á sjúka til að snapa pjéning til að setja vel stæða einstaklinga og LÍÚ á bætur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2013 | 11:46
En hefur stefna framsóknarflokksinns reynst íslendingum vel á síðari árum?
![]() |
Sigmundur hrósar Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2013 | 01:47
Táknmálstúlkurinn á minningarathöfn Nelson Mandela.
Hann vakti heimsathygli og kom m.a. í fréttum hér á landi í gær. Nú eru málin eitthvað tekin að skýrast. Maðurinn heitir Thamsanqa Jantjie og segist vera fær táknmálstúlkur en hafi fengið andlegt áfall á sviðinu og séð ofsjónir og hann þjáist af geðklofaveiki.
Eitthvað setja sumir spurningarmerki við skýringarnar og ennfremur sem efast er um í S-Afríku að maðurinn kunni táknmál - nema þá að eitthvað litlu leiti. Reyndar kemur fram í fjölmiðlum í S-Afríku að þetta sé talsvert þekkt vandamál þar í landi, að fólk sem kunni nokkur tákn sé fengið til að túlka á ýmsum samkomum vegna þess að þeir sem sjái um samkomurnar þekki ekki nógu vel til táknmáls. Einnig er nefnd til sögunnar spilling. Þ.e. að ákveðinni upphæð eigi að eyða í táknmálstúlk og þá sé ráðinn amatör fyrir mun minni upphæð - og einhver stingi mismuninum í eigin vasa.
Það sem styður það að umræddur túlkur áMandela samkomunni sé ekki sérlega fær í táknmáli er að til eru video af honum að túlka á öðrum samkomum og m.a á samkomu ANC og Zuma forseta í fyrra - þar sem hann virðist alls ekki mjög fær í táknmáli. Og reyndar var kvartað yfir honum þá af fulltrúum heyrnarlausra án nokkurra viðbragða. Ekki hefur tekist að ná samtali við fyrirtækið sem sá um að ráða táknmálstúlk fyrir Mandela samkomuna og sagt er í sumum fjölmiðlum í S-Afríku að svo virðist sem það sé horfið.
S-Afríkustjórn hefur nú viðurkennt að mistök hafi átt sér stað. En telja samt ekki að S-Afríka hafi orðið fyrir sérstakri niðurlægingu sem vissir aðilar þar í landi vilja meina.
Því málið verður náttúrulega pólitískt. Það eru kosningar á næsta leiti og Zuma forseti hefur sætt ásökunum um spillingu og hann og ANC svona representa dáldið S-Afríku yfirvöld. Andstæðingar Zuma vilja notfæra sér þessa uppákomu.
Í BNA er mjög algengt að velt sé upp fletinum um öryggi helstu ráðamanna heimsins svo sem Obama og vilja meina að alvarlegur brestur hafi augljóslega verið í öryggiseftirliti S-Afríku stjórnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2013 | 19:45
Guðlaugur sjalli sýnir af sér sjokkerandi framkomu á RUV. Hagaði sér eins og hann væri á Sjallastöðinni ÍNN þar sem hann hefur frjálsar hendur með hálfvitablaður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2013 | 14:33
Illgirni framsóknarmanna.
,,Tillaga minnihluta fjárlaganefndar, við fjáraukalagafrumvarp þessa árs, um að desemberuppbót til atvinnuleitenda standi, var felld í atkvæðagreiðslu í hádeginu." (RUV)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.12.2013 | 11:47
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við tillögum ríkisstjórnar framsjalla sem kynntar voru á leiksýningu í Hörpu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2013 | 18:51
Framsóknarmenn pönkast á atvinnulausum og reyna að seilast í vasa þeirra í leit að hverjum aur til að setja undir rass elítunnar svo sæti hennar verði mýkra.
Framsóknarmenn minna sífellt meira á sambland af hrægammi og hýenu.

,,Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra segir enn óljóst hvort atvinnulausir fá desemberuppbót fyrir jól eða ekki. Fjármunir séu ekki til fyrir greiðslunum og það sé í höndum Alþingis að ákveða hvort fjármunir fáist til að greiða uppbótina." (RUV)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.12.2013 | 12:07
Allstaðar fá tillögur ríkisstjórnarinnar falleinkun.
![]() |
Seðlabankinn gagnrýnir úttekt Analytica |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2013 | 23:47
Algjör falleinkun á lýðskrumsvitleysisloforði framsóknar sem þó stendur aðeins til að efna kannski brotabrotabrotabrot af.
Hvernig hefði það þá orðið ef framsóknarmenn hefðu efnt loforðið stóra og feita? Þeir hefðu barasta sökkt landinu á nó tæm! Svo voru menn hérna talandi um í nokkur ár, að barasta ekkert mál væri að framkvæma risaloforðið feita og stóra. Það stendur núna til að tjasla saman einhverju hrifli til málamynda og hefja ógurlegt própagandarugl í kringum það - og samt verða afleiðingarnar stóralvarlegar fyrir innbyggja!
Gengur allt eftir náttúrulega sem skynsamir menn mæltu fyrir kosningar að rugltal framsóknarmanna væri bara það. þ.e. rugltal. Það sannast svo núna sem vonlegt er enda var ekki erfitt að sjá út ruglið. Samt var eins og 1/4 innbyggja áttaði sig alls ekki og enganvegin á því!
Staðreyndin er að eftir hrun hefur verið svo sterk tilhneyging til að beygja sig fyrir sterkasta própagandanu og hoppa á vagninn og sumir reyna sínkt og heilagt að troða sér fremst í lýðskrumshópinn þar sem nefndur hópur er staddur í það eða hitt skiptið - án þess að menn hafi fengist til að skoða mál á nokkurn hátt yfirvegað eða af raunsæi. Það er bara ætt áfram og hrópaðir einfeldingslegir própagandafrasar í sífellu.
Síðan þegar á svo að fara að framkvæma þetta (sem þó er aðeins brotabrotabrotabrot af því sem lofað var eða sumir fyllyrtu að væri barasta ekkert mál að framvæma) - þá kikkar raunveruleikinn inn og að sjálfsögðu kemur fljótlega í ljós - að þarna er ekkert auðvelt að draga kanínu uppúr hatti þó sagt sé hókus pókus.
Það er líka merkilegt hve sumir eru enn fastir í lýðskruminu. Sumir eru enn að tala um ,,afskriftir" og það sé rosalega gott á vonda fjármálaveldið-. Það er ekkert það sem um ræðir samkvæmt þessum tillögum ríkisstjórnarinnar. Það er verið að tala um að ríkiskassinn borgi vonda fjármálaveldinu! Að almenningur borgi vonda fjármálaveldinu!
Síðan tala menn um bankaskatt. Ef þrotabúin eru tekin út fyrir sviga vegna flækjustigs og aðeins horft til nýju bankana (sem eiga þó að bera aðeins brot af þessum skatti) - að hvar halda menn þá að kostnaður af auknum skatti lendi? Vondu bönkunum? Eru menn fæddir í gær! Bankarnir taka þetta bara inn á vaxtamun og auknum þjónustugjöldum. Þ.e. enn og aftur, almenningur borgar.
Þjóðin borgar og borgar og borgar fyrir lýðskrumsvitleysu framsóknarmanna, kjánaþjóðrembinga og almennra lýðskrumskjána.
![]() |
Spá hækkun verðbólgu vegna leiðréttingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)