8.4.2014 | 18:37
Um stuðning við landbúnað við aðild Íslands að ESB.
Nokkurs hringlanda hefur gætt varðandi umræðu manna á meðal varðandi landbúnaðarstuðning við aðild landsins að ESB. Samt er það ekkert svo flókið. Má skipta í 3 meginflokka:
1. Hefðbundinn stuðningur. Sem er þá svipað bara uppbyggt og stuðningur á Ísland núna. Við aðild kemur stuðningurinn úr sameiginlegum sjóðum ESB.
2. Harðbýlisstuðningur. (Less Favoured Areas LFA). Umtalsverður hluti svæða í Evrópu hefur þessa skilgreiningu að fullu eða að hluta. Aðildarríki hafa rétt á að sækja um slíkan stuðning að vissum skilyrðum uppfylltum. Hvernig styrkjum er svo úthlutað fer að einhverju leiti eftir vilja aðildarríkja.
3. Norrænn styrkur. Sá styrkur kom til við aðild Finna og Svíþjóðar sem fengu varanlega heimild í aðildarsamningi um innanlandsstuðning við landbúnað norðan 62 breiddargráðu.
Í prinsippinu er norræni stuðningurinn þess eðlis að styrkir til landbúnaðar í heildina fara tæplega undir stuðningi sem nú er til staðar.
Þetta er ekkert svo flókið - en merkilegt hve íslendingar geta ruglað með þetta.
Það hefur líka verið reiknað sirka út hvaða áhrif þetta hefur á íslenskan landbúnað. Má skipta í þrennt:
1. Sauðfjárbændur koma líklega betur út við aðild miðað við núverandi ástand.
2. Kúabændur koma sennilega út á svipuðu leveli og núna.
3. Kjúklinga og svínarækt gæti að sumu leiti komið verr út miðað við núverandi stöðu - en samt er það að mörgu að hyggja og ekki endilega ein lína þar. Er náttúrulega mikið til verksmiðjurækt á Íslandi í dag og ólík hefðbundnum sauðfjár- eða kúabúskap oftast nær.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.4.2014 | 12:08
Andstæðingar Evrópusambandsins eiga engin svör við vandaðri skýrslu Alþjóðastofnunnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2014 | 23:05
Það er ljóst að andstæðingum Evrópusambandsins er mjög brugðið eftir útkomu vandaðrar skýrslu sem núllar allan málflutning anti-ESB sinna.
Það er ljóst að málflutningur Andsinna í mörg, mörg ár er núll. Það var ekki eitt atriði rétt hjá þeim varðandi Evrópusambandið og/eða aðild Íslands þar að. Allt rangt.
Hinsvegar ber skýrsla Alþjóðastofnunar í megin línum saman við minn málflutning. Allt rétt sem eg sagði um Sambandið og eðli aðildar Íslands þar að.
Hvernig getur heil stofnun eins og heimssýnarsamtökin með mikið fjármagn á bakvið sig og skipulegt kerfi o.s.frv. haft rangt fyrir sér varðandi umrætt efni í öllum málum? Og þá er gott að hafa til hliðsjónar að eg, almúgamaðurinn sem leitaði upplýsinga á netinu, hafði rétt fyrir mér?
Ja, reikni hver sem vill - en umtalsverðar líkur eru á að heimssýn hafi vísvitandi verið að ljúga. Vísvitandi. Nema að menn vilji meina að liðið þar sé svo helv. heimskt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2014 | 16:50
Ef afstaðan til hvalveiða á að ráðast af hagsmunum landsins - þá er nú veiðum fljóthætt.
![]() |
Afstaðan ræðst ekki af umvöndunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2014 | 11:28
Andstæðingar Sambandsins í vondum málum. Út er komin skýrsla sem hrekur allt þeirra propaganda.
,,Núgildandi sjávarútvegsstefna birtist í reglugerð nr. 1380/2013170 sem öðlaðist gildi 1. janúar í ár. Stefnan byggir á sömu grunnviðmiðum og íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, þ.e. sjálfbærni, varúðarnálgun (e. precautionary approach) og vistkerfisnálgun (e. ecosystem approach). Helstu nýjungar frá fyrri stefnu (sem í gildi var 2003-2013) er heildstæðari sýn á lífríki hafsins í stað áætlana sem taka mið af einstökum stofnum. Brottkast verður bannað í áföngum á árunum 2015-2019. Skrásetning veiða verður bætt. Aðildarríkin eiga að tryggja að geta (fjöldi og stærð skipa) haldist í hendur við veiðiheimildir. Auka á rannsóknir um fiskistofna, fiskveiðiflota og áhrif fiskveiða. Neytendavernd er aukin. Samtök framleiðenda spila stærra hlutverk í heildarrekstri, eftirliti og stjórnun."
http://ams.hi.is/wp-content/uploads/2014/03/Uttekt-AMS-um-adildarvidraedur-Islands-vid-ESB.pdf
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2014 | 12:26
Skilur einhver hvernig framsjallar ætla að afnema gjaldeyrishöft og gera upp eignir erlendra aðila hér?
Nei. Það skilur það enginn. Ummæli framsjalla eða toppanna hjá svokallaðri ríkisstjórn framsjalla um nefnt efni - þau eru svo skringileg, mótsagnakennd og án heildarmyndar, að það verður að segjast að maður spekúlerar í hvort þeir sjálfir viti hvað þeir eru að segja. Hvort þeir bara bulli ekki eitthvað sem þeim dettur í hug í það og það skiptið.
Að mínu mati á þjóðin heimtingu á að fá að sjá planið. Talið um að það sé svo leyndó vegna þess að verið sé að fela fyrir vondum útlendingum - það er í raun barnalegt upplegg og ekki bjóðandi hugsandi fólki. Hva - að leyndóið sé að framsjallar ætli að stela peningum og vondir útlendingar megi ekki vita af því eða? Er fólk 5 ára!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2014 | 23:43
Framsjallar eru klikk.
Allt sem stjórn framsjalla hefur tekið sér fyrir hendur eftir að þeir lugu sig að kjötkötlunum hefur miðast að því að hygla hinum betur stæðu á kostnað hinna verr stæðu. Samtímis hafa þeir böðlast á samhjálp og tækjum ríkis sem notuð eru til að byggja upp ákveðin velferðargrunn sem Jafnaðarmenn komu á.
Í heildina miðar framferði og stefna sjalla á að hafa tvo meginhópa í landi. Elítuna og almenning. Og framsjallar nota ríkisvaldið til að seilast í vasa almennings og moka síðan fjármunum undir elíturassa.
Þetta liggur allt fyrir og er sagnfræðileg staðreynd.
Elítan, um 5%, kýs náttúrulega framsjalla og önnur 5% halda að þeir séu í elítunni og kjósa framsjalla þessvegna. Eðlilegt fylgi þessa hörmungarflokka væri því sirka 10%.
Þeir sem kjósa framsjalla utan ofannefnda hljóta því að vera annað tveggja fábjánar eða hreinlega óvinir almennings.
Það vekur vissulega athygli td. hve heimssýnarmenn eru miklir óvinir almennings. Það er eins og þeir hati þjóðina og hatrið hjá sumum heimsýnarmanna á sinni eigin þjóð virðist mikið og ofsafengið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.4.2014 | 19:26
You ain't seen nothing yet taka 2.
,,Þær tölur sem birst hafa í skoðanakönnunum vekja okkur bjartsýni um að flokkurinn okkar geti innleyst stóra kosningasigra víða um landið. Á höfuðborgarsvæðinu mælist stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mikill og á lykilstöðum um landið hefur hann afburðastöðu miðað við önnur framboð. Við getum verið mjög ánægð með það en höfum ávallt hugfast að baráttan er rétt að hefjast (...) You aint seen nothing yet!" http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/04/05/bjarni-bjartsynn/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2014 | 14:16
Hvaða sýrurugl er eiginlega í gangi á ríkisstjórninni?
Er þetta súrmaturinn eða? Hva - maður á bara vara orð yfir framkomu ríkisstjórnarinnar við þjóðina. Hvað hefur þjóðin gert framsjöllum?? Jafnframt er augljóst að þjóðinni er ekki sagt satt um stöðu mála. það sem frá ríkisstjórn kemur eru einhver spunaþvæla bara í öllum málum ásamt þvaðri í besta falli. Svo eru menn alveg steinhissa á því að sjórinn hérna súrni. Eigi er eg hissa. Ríkisstjórnin er súrari en LÍÚ.
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25062
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skrautleg heimsókn á samkomu andstæðinga Evrópusambandsins. Þetta segir alveg ákveðna sögu. Það er ekki hægt annað en hlægja að þessu. Hver furðufuglinn af öðrum, íhaldsskunkar og almennir bullukollar ásamt fyrrverandi sovétdýrkendum.
,,Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu stóðu nýverið fyrir alþjóðlegri ráðstefnu undir heitinu Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn."
Harmageddon skellti sér auðvitað á staðinn en samkoman var haldin á fallegum laugardegi á Hótel Sögu og var öllum opin meðan húsrúm leyfði.
Ráðstefnustjóri var Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Heimssýnar.
Í myndbandinu hér að ofan má sjá afraksturinn af því þegar Harmageddon heyrði hljóðið í nokkrum af forsvarsmönnum baráttunnar gegn aðild Íslands að ESB."
http://www.visir.is/-eg-geri-tha-krofu-ad-thu-hleypir-mer-hedan-ut!-/article/2014140409680
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)