19.2.2015 | 10:07
Hvað á almenningur mikinn skaðabótarétt á framsóknarmenn?
Það er vel lýðum ljóst hve mikið tjón framsóknarflokkurinn hefur bakað almenningi. Nægir að nefna bankann þeirra og svo fíaskóið þegar þeir lágu á hnjánum árum saman fyrir framan alþjóðlegt stórfyrirtæki, gott ef ekki hrægamma, og gáfu eftir rétt þjóðarinnar og höfðu af almenningi stórfé, tug milljarða á tug milljarða ofan.
Saga framsóknarmanna hin seinni ár er saga skaða og tjóns fyrir land og lýð.
![]() |
Almenningur fái sama rétt og ríkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2015 | 12:37
Ekkert bólar á afsökunarbeiðni framsóknarmanna til þjóðarinnar. Kunna ekki að skammast sín óbermin þau arna.
,,Pæling dagsins: Þarf Sigmundur ekki að biðja fólk afsökunar?
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var spurður út í ásakanir Víglundar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni nokkrum klukkustundum eftir að Víglundur hafði sent frá sér gögnin, sama morgun og umboðsmaður Alþingis kynnti niðurstöður frumkvæðisathugunar á samskiptum Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, og Stefáns Eiríkssonar, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, í tengslum við rannsókn lögreglu á lekamálinu svokallaða, í beinni sjónvarpsútsendingu af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Sigmundur tók undir ásakanir Víglundar, sagði þær grafalvarlegar og að mikilvægt væri að málið yrði rannsakað. Ef til vill voru viðbrögð forsætisráðherra eilítið misráðin, því með því að taka undir málstað Víglundar gaf hann ásökunum á hendur fjölda embættismanna og starfsmanna ráðuneyta og ríkisstofnanna, um óheilindi í starfi og beinlínis lögbrot, byr undir báða vængi.
Í nýrri skýrslu Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hann kynnti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í dag, er fullyrðingum Víglundar vísað á bug. Í raun og veru er niðurstaða skýrslunnar að ekki standi steinn yfir steini í málflutningi Víglundar. Pæling Kjarnans er því þessi: Þarf ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að útskýra málflutning sinn úr Bítinu morguninn eftir að Víglundur sendi gögnin? Eiga stjórnmála- og embættismennirnir sem ásakaðir voru um lögbrot ekki rétt á því? Þar Sigmundur Davíð kannski að biðja fjölda fólks afsökunar?
http://kjarninn.is/2015/02/paeling-dagsins-tharf-sigmundur-ekki-ad-bidja-folk-afsokunar/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.2.2015 | 10:45
Grikkir hafa komið sér í vond mál. Allir orðnir þreyttir á þeim.
Eftirfarandi mynd segir mikið. Handtak Varoufakis fjármálaráðherra grikkja og Dijsselbloom fjármálaráðherra Hollands og formanns Euro hópsins.
Eitt af því undarlega við upplegg grikkja, er að þeir halda að þeir getið hótað með úrgöngu úr Evruhópinum.
Málið er að það er engin hótun núna. Það var það kannski 2011 en ekki núna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2015 | 15:21
Kom forseti sumra íslendinga að Al-Thani fléttunni?
Trúa menn því að Al-Thani, Thani sem var bróðir Emírsins þáverandi, hafi farið að taka þátt í slíku bara fyrir orð framsóknarmanna? Eg trúi því ekki.
Það er einn sem hefur alltaf verið að sporterast til Katar. Það er forseti sumra. Blaðrandi þar eins og eg veit ekki hvað.
Gæinn er alltaf í Katar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2015 | 10:55
Evrópureisa Syriza-bræðra misheppnuð.
Það virðist flestra manna mál, að yfirreið þeirra Tsiprasar, Varoufakis og fleiri topp-aðila úr Syriza-bandalaginu um Evrópu hafi verið misheppnuð og afleitri strategíu hafi verið beitt.
Sumir velta sérlega vöngum yfir framgöngu Varoufakis sem er leikjafræðingur og hefur skrifað mikið um ,,Game theory".
Einn umsagnaraðilinn sagði að það væri ekki að sjá að Varoufakis væri menntaður í þessu eða að þá hefði menntunin ekki skilað sér í strategíu hans.
Strategía Varoufakis í reisunni um Evrópu hafi verið líkt og maður sem væri sífellt með byssu á lofti en allt tal hans og orka til þeirra sem hann hitti miðaði að því, að sannfæra þá um að hann myndi ekki skjóta.
Er soldið til í þessu.
Það er allavega ljóst að Syrzia-bræður hafa fengið fáa nýja fylgendur eða stuðning almennings með framgöngu sinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2015 | 23:00
Síðasta aftaka á Íslandi og lag Bubba þar um.
Að síðasta aftakan er þarna um 1830. Að verða 200 ár. Merkilegt hve Bubba tekst að draga fram aðalatriðin og hve í raun textinn er góður. Segir margt. Sýslumaðurinn Blöndal sá um framkvæmd, Breiðarbólspresturinn blessaði verkið og Natansbróðir var böðullinn. Öxin sem var notuð er ennþá til, minnir mig, og gott ef ekki hluti höggstokks líka. Taka ber eftir hvernig Bubbi opnar textann. Alveg hroðalega sterkt. Í einfaldleika sínum setur þessi texti atburðinn svo skýrt fram og þetta er svo rammað inn með sársauka og samúð, að telja verður afar vel gert. Taka ber eftir hvernig raunsæi er fléttað samanvið. Í heildina dregur þetta svo vel fram hörku, kulda og tilgangsleysi. Hann er býsna gott skáld hann Bubbi.:
Kalt blés norðanvindur, janúarmorgun
er Agnes og Friðrik lögðu af stað.
Kaldur stóð bændaskarinn þeim var vorkunn.
Skelfdir horfðu á axarinnar blað".
...
http://www.bubbi.is/index.php?option=com_content&task=view&id=4
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.2.2015 | 10:18
Áföllin ríða yfir Andsinna. Samið um frið í Ukrainu og Grikkir virðast vera að bakka frá öllum sínum stóryrðum.
Það er eins og Andsinnar og þjóðbelgingar hafi undanfarið vonast eftir full scale stríði þar austur frá og hoppuðu alveg hæð sína af kæti ítrekað í hvert skipti sem ófriðarfréttir bárust.
Nú virðist sátt hafa náðst. Nú verða Andsinnar daprir.
Eigi bætir ástand Andsinna, að svo virðist sem Grikkir séu að bakka frá öllum sínum helstu digurmælum. Aðallega sé deilt um 3-4 orð í komandi samkomulagi ESB og Grikklands.
Í gær birtist fréttaskýring á CNN þar sem farið var yfir afhverju nánast væri óhugsandi að Rússar, Kína eða US færu að beila Grikkland út.
Eg veðja á að enginn íslenskur fjölmiðill muni fjalla um það efni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.2.2015 | 18:16
Embættismönnum brugðið vegna yfirgangs sjalla.
,,Skattrannsóknarstjóra brá við orð Bjarna.
Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri, segir að sér hafi brugðið við orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fréttum RÚV á laugardaginn. Þar gagnrýndi Bjarni embættið harðlega vegna mögulegra kaupa á gögnum um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis."
...
http://www.ruv.is/frett/skattrannsoknarstjora-bra-vid-ord-bjarna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2015 | 12:15
Bullið í lýðskrumurunum í Grikklandi toppar sig.
Nú vilja þeir stórar skaðabætur frá þjóðverjum. Álíka vitlaust upplegg og ef Framsókn færi fram með það hér að danir skulduðu Íslandi hundruði milljarða á hundruði ofan og myndu þar styðjast við útreikninga Jón Sigurðssonar á 19.öld.
,,Athens (AFP) - Greek Prime Minister Alexis Tsipras said Sunday the country had a "moral obligation" to claim reparations from Germany for the damages wrought by the Nazis during World War II.
Greece had "a moral obligation to our people, to history, to all European peoples who fought and gave their blood against Nazism," he said in a key address to parliament.
Berlin has already sounded a firm "no" to requests for reparations nearly 70 years after the end of the war, but Tsipras and his radical left party have vowed to tackle the issue.
"Our historical obligation is to claim the occupation loan and reparations," the new PM said, referring to Germany's four-year occupation of Greece and a war-time loan which the Third Reich forced the Greek central bank to give it which ruined the country financially.
Tsipras's anti-austerity Syriza party claims Germany owes it around 162 billion euros ($183 billion) -- or around half the country's public debt, which stands at over 315 billion euros."
http://news.yahoo.com/greece-moral-obligation-claim-german-wwii-reparations-pm-192051560.html
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2015 | 14:13
Sjallaskandall.
Fá einstök mál hafa flett jafnrækilega af sjallaflokki og skattsvikamálið.
Kemur ekki fjármálaráðherra í sjónvarp, og skammast og rífst í þjóðinni og megininntak er að nú eigi allir að þegja bara.
Bjarni fjármálaráðherra er einfaldlega búinn að vera sem pólitíkus.
Það getur ekkert traust orðið á þessum manni eftir að hann opinberaði sig svona.
Í venjulegur ríkjum væri þegar búið að fara niður á þing og henda sjöllum út og síðan væri framsóknarmönnum sópa burt í restina sem hverju öðru rusli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)