13.10.2015 | 14:22
Það er Spillungaöld.
Spillungar vaða uppi, að megninu til framsjallabandalag efsta lags samfélgs en svo seytlar þetta lengst niður eftir öllu og undirstöðurnar ekkert nema þurrafúi. En þetta vill meirihluti kjósenda og innbyggja. Mér finnst spillingin góð, segja þeir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2015 | 15:45
Forsætisráðherra framsóknarmanna neyðir þjóðina til að kaupa handa sér Mercedes Benz S-Class.
,,Forsætisráðuneytið hefur gengið frá kaupum á nýjum ráðherrabíl fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Ráðherrann fær Mercedes Benz S-Class en listaverð bílsins er um 22 milljónir."
http://www.visir.is/sigmundur-faer-22-milljona-radherrabil/article/2015151019950
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2015 | 22:50
Stefna framsjallar á annað hrun?
Það er engu líkara. Stjórn þessa manna á ríkisfjármálum er með fádæmum lausbeisluð, þessir og þessir gæðingar vaða í sjóði almennings og moka svoleiðis undir rassinn á sér. Á sama tíma færir ríkisstjórnin fjármuni frá hinum verr stæðu til hinna betur settu almennt. Jafnhliða setja þeir gæluverkefni í forgang og eru að skapa gríðarlegan undirliggjandi þrýsting efnahagslega. Þeir hafa ekkert fjármálavit þessir menn. Stefnir sennilega í fallið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2015 | 20:23
Jóhanna langbesti forsætisráðherrann (Staðfest).
,,Flestir telja Jóhönnu Sigurðardóttur hafa staðið sig best síðustu sex forsætisráðherra. Þetta er niðurstaða Gallup-könnunar sem unnin var fyrir nýjan þátt Gísla Marteins Jónssonar" http://www.ruv.is/frett/johanna-stadid-sig-best-forsaetisradherra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2015 | 15:28
Stone-throwers gegn ísraelska hernum á Vesturbakka.
Það er í sjálfu sér alveg umhugsunarvert hve miklum usla steinakastarar geta valdið. Ísraelski herinn er í vandræðum gegn þeim. Oft nota steinakastar líka teygjubyssur með eða slöngvuvaða. Nú er ísraelsstjórn búin að samþykkja ný lög sem heimila harðar aðgerðir hersins gegn steinakösturum. Löng fangelsisvist auk þess sem leyft er núna að skjóta þá barasta á færi, að ég held. Þetta er auðvitað dæmt til að enda með ósköpum hjá ísraelum. Aðallega unglingar sem eru steinakastarar og jafnvel börn. En steinakastararnir hafa stundum valdið talsverðum usla td. þegar þeir komast að vegum eða hraðbrautum að landránsbyggðum og ná þá að koma að óvörum og kasta á bíla og farartæki. Það er auðvitað alveg fáránlegt að sjá þetta á myndbandi. Þ.e. steinakastara gegn fullkomnum her. Alveg súrrealískt. (Og þetta er bara smá sýnishorn)
Átök við Al-Aqsa moskuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2015 | 12:03
Yitzhak Rabin fimmti forsætisráðherra Ísraels 1976: Landnemahugmyndafræðin er krabbamein sem leiðir til aðskilnaðarstefnu.
,,In 1976 interview, Rabin likens settler ideologues to ,,cancer", warns of ,,apartheid" Never before heard comments show a prime minister frustrated with ,,one of the most acute dangers" facing Israel". http://www.timesofisrael.com/in-1976-interview-rabin-likens-settlements-to-cancer-warns-of-apartheid/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 23:11
Þýskaland gegn Brazil 2014, tímamótaleikurinn mikli.
Þetta var í undanúrslitum HM og flestir bjuggust við jöfnum og spennandi leik. Brazil á heimavelli og hafði svo sem ekki sýnt neinar rósir í keppninni aldrei þessu vant en höfðu gert það sem þurfti að gera. Varnarleikur þeirra hafði verið með ágætum. Höfðu leikið þennan nútíma S-Ameríska varnarleik, agaðann og einbeittann.
Þegar leikurinn síðan byrjar fékk maður strax á tilfinninguna að eitthvað merkilegt gæti gerst. Brazil breytti útaf frá fyrri leikjum í keppninni, voru með vörnina framarlega og virtust ætla að setja þjóðverja undir pressu. Strategían sennilega að reyna að setja þá úr jafnvægi, koma á óvart o.s.frv., vel studdir á heimavelli.
Þessi strategía Brazil var dáldið brött. Og minnti á strategíu Argentínu gegn þjóðverjum á HM 2010 þegar Maradonna var þjálfari. Þjóðverjar rúlluðu þá yfir Argentínu 4 eða 5 núll og mörkin hefðu getað orðið fleiri. Maradonna fékk þá mikla gagnrýni á sig eftir leikinn og sumir sögðu hann hafa látið liðið leika barnalega taktík.
Vegna þess að mörg undanfarin ár hefur sýnt sig að það sem 21. aldar liði þjóðverja líkar best er að fá mótherjann uppá völlinn þannig að myndist stór svæði á bakvið. Sjálfir eru þeir með þéttan varnarpakka en sækja svo snöggt fram á mörgum mönnum og inní auðu svæðin. Það hafði oft sýnt sig að þetta mátti alls ekki bjóða þjóðverjum.
Nú nú. Leikurinn byrjar og Brazil bara virtist ætla stefna á blússandi sóknarleik. Viðvörunarbjöllur hringdu og þýskarar greinilega í toppformi, ekkert stressaðir, gríðar hraðir og mikil hreifing og færslur á liðinu, allur völlurinn notaður.
Það var eins og Brazilmenn yrðu hálf hissa og gerðu mistök á mistök ofan. Í raun færðu þeir þjóðverjum hluta markanna hálfpartinn að gjöf. Gerðu flest rangt, fóru alltof oft út úr stöðum sem mátti alls ekki gera ofaní leikaðferð þeirra.
Fyrst Brazil ætlaði að spila vörnina svo framarlega þá var krúsíalt að menn væru agaðir og héldu sínum stöðum og svæðum. Útkoman gat varla orðið önnur en að þýskarar sundurspiluðu lið Brazil aftur og aftur og það stóð ekki steinn yfir steini.
Það er alveg umhugsunarvert að svo reynt lið sem Brazil er og fær þjálfari, að þeir skildu hreinlega leggja í leikinn eins og þeir gerðu. Þeir hefðu þurft að mæta í leikinn af mikilli hógværð sem litla liðið, má segja.
Brazil hefði þurft að leika aftarlega, sérstaklega í byrjun, vera þéttir og alls ekki gefa þjóðverjum færi á að koma svo hratt á þá og fá svo stór svæði. Þannig hefðu þeir hugsanlega getað unnið sig inní leikinn hægt og bítandi með stuðningi áhorfenda eins og veikari lið gera oft gegn sterkari liðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 01:03
Það er ekki hægt að gera neitt því þá tryllast sjallar.
Um fátt hefur verið rætt meira á Íslandi undanfarin dægur en þegar sjallar gjörsamlega trylltust þegar fordæma átti landránsstefnu Ísraels og ólöglega starfsemi þeirra á hernumdum svæðum. Nei nei, Það mátti ekki sögðu þeir og eftir fylgdi þvílíka tryllingsskapurinn, að flestum íslendingum er brugðið. Subbustjórnmál sjalla hafa gengið fram af flestum og ljóst er að fáir munu fást til að kjósa þá á næstunni ódrukknir.
Borgarstjórn má ekki sópa þessu undir teppið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2015 | 12:44
Bubbi tekur af skarið. Setur ÚS í bann.
,,Bubbi Morthens hefur fetað í fótspor Ljótu hálfvitanna og tilkynnt að hann banni Útvarpi Sögu að spila lög sín, bæði þau sem hann hefur þegar hljóðritað og eins þau sem hann kunni að semja í framtíðinni. Þetta bann segir hann að gildi svo lengi sem stöðin ali á fordómum og mannhatri." (RUV)
Frábært. Bubba á Bessastaði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vegna þess einfaldlega, að það lá altaf fyrir að í framkvæmdinni yrðu það hinir verst stæðu sem borga hluta skulda hinna betur stæðu.
Það er eins og sumir skilji þetta ekki. Sumir virðast halda að vondu bankarnir láti þetta hverfa bara einhvernvegin.
Það er ekki svo. það eru aðallega hinir verst stæðu í þjóðfélaginu sem eru að borga lán efri millistéttar og elítu.
Það er alveg ótrúlegt að í umræðunni skuli þetta aðalatriði fara framhjá flestum.
Þetta ljóta framsóknarhneyksli sem sjalla vitleysingarnir eru meðsekir í er einhvert besta dæmið um árangur öfga própaganda.
Stanslaus andskotans áróður frá nánast brúnstökkum framsóknar.
Hinir verst stæðu í samfélagi sitja svo eftir með sárt ennið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)