23.8.2013 | 11:43
Aðildarumsókn að Sambandinu er í fullu gildi.
Þetta hef ég margsagt fólki. Núverandi ríkisstjórn er með Aðildarumsókn að Sambandinu í gangi.
Sumir innbyggjar hérna hafa látið blekkjast af skrumi og villuljósum þeirra framsjalla og töldu sér trú um að Aðildarumsókn væri ekki lengur í gildi. Það er bara rangt og utanríkisráðherra Kaupfélags Skagfirðinga staðfestir það loksins þegar á er gengið og honum stillt upp við vegg. Þá loksins stundi hann sannleikanum uppúr sér.
![]() |
Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
21.8.2013 | 13:17
Icesaveskuld landsins gæti farið fyrir dómstóla.
,,Milljarða kröfur breskra og hollenskra yfirvalda á Tryggingasjóð innistæðueigenda gætu endað fyrir íslenskum dómstólum. Krafan er gerð vegna vaxta og kostnaðar sem varð til þegar yfirvöld í þessum löndum greiddu lágmarkstryggingu vegna Icesave reikninga gamla landsbankans.
Breski tryggingasjóðurinn og Hollenski seðlabankinn ákváðu veturinn 2008 að greiða innstæðueigendum Icesave reikninganna í þessum löndum lágmarkstryggingu, og gerðu síðan kröfu á hendur íslenskum yfirvöldum um endurgreiðslu - um þetta snerist Icesave deilan og samningarnir tveir sem báðir voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu. Deilan endaði síðan fyrir EFTA-dómstólnum þar sem niðurstaðan var að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á vaxtagreiðslum.
Tryggingasjóðurinn ber hins vegar ábyrgð - og á hann gera Bretar og Hollendingar nú kröfu, segir Guðrún Þorleifsdóttir, formaður stjórnar sjóðsins. ,,Það er annars vegar krafa um greiðslu kostnaðar vegna útgreiðslunnar sem þeir lögðu og í öðru lagi greiðsla vaxta vegna innstæðna."
Stjórn tryggingasjóðsins komst að þeirri niðurstöðu árið 2011 að þeir peningar sem voru til staðar í sjóðnum þegar bankarnir féllu - um sextán milljarðar króna - væru til greiðslu til Breta og Hollendinga. En stjórnin setti ákveðin skilyrði. ,,Þeir yrðu að framselja alla kröfuna til sjóðsins. Það vildu þeir ekki fallast á - töldu ekki réttmæta kröfu. Af þeim sökum varð aldrei af því að féð yrði greitt út," segir Guðrún.
Kröfurnar sem Bretar og Hollendingar gera nema milljörðum króna - en Guðrún segir að greiðslan verði hins vegar aldrei hærri en sú upphæð sem er til staðar í tryggingasjóðnum - það falli því ekki á ríkissjóð að standa undir þessum kröfum. Deilan er óleyst og eins og fram kemur í nýjustu ársskýrslu tryggingasjóðsins, gæti hún endað fyrir dómstólum." http://www.ruv.is/frett/icesave-krafa-gaeti-farid-fyrir-domstola
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2013 | 15:30
Fáránlegur málatilbúnaður færeyinga á hendur ESB.
ESB er auðvitað í fullum rétti með að velja það hvort þeir vilji kaupa vörur af viðkomandi eður ei.
Það hefur aldrei nokkurntíman verið hluti af þjóðarrétti að krefjast þess að aðrir kaupi af þeim vörur.
![]() |
Bann ESB tekur gildi eftir viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.8.2013 | 23:29
Íslenski torfbærinn svokallaði hefur sennilegast litið soldið mikið út eins og torfbæir inúíta.
Uppúr 1800, minnir mig, fer íslenski torfbærinn að líta út eins og yfirleitt er haft í huga þegar minnst er á íslenska torfbæinn í dag. En fyrir þann tíma og lengi eftir það reyndar, þá hafa bústaðir íslendinga líklegast litið oftast út líkt og þessi inuitabær frá Alaska:

![]() |
Fallegt fólk í fallegu samfélagi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það fréttist frá Færeyjum að Elítustjórnin styðji rányrkjuveiðar færeyinga á síld fullkomlega. Takið þetta bara allt færeyingar segja framsjallar. Ljóst er að landið og lýðurinn verða af fleiri fleiri tugum milljarða við það að Framsjallar standa ekki í lappirnar og afhenda færeyingum alla síldina.
,,Landsstýrið fær fullan stuðul frá íslendsku stjórnin, nú landsstýrið dregur ES fyri altjóða gerðarrætt..."
http://kvf.fo/Archive_Articles/2013/08/16/island-studlar-foroyum
![]() |
Flýta haustfundi um síldina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2013 | 18:35
Pjúúú. Niður með hagræðingahópinn!
Að þessi elítudrengir skuli voga sér að halda frammi þessum hlægilega ,,hagræðingahóp" sínum sem samanstendur af 4 gussum á hrauni.
Framsjallastjórnin hefur misst allan trúverðugleika og verður sennilega hent útum gluggann bráðlega sem hverjum öðrum hundum og skítseiðum.
Ömurlega vanhæf ríkisstjórn.
![]() |
Almenningur komi með hugmyndir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2013 | 15:45
Formaður fjárlaganefndar segir IPA styrki ,,illa fengið fé".
Djöfull er þetta vírd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.8.2013 | 12:30
Málflutningur Andsinna í molum.
![]() |
Viðsnúningur á evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2013 | 23:40
Ásgeir Trausti vinsæll í Færeyjum.
Svó virðist allavega vera og það hefur verið sagt í mín eyru. Að hann væri barasta vinsæll meðal yngra fólks í Færeyjum. Hann þykir syngja svo flott.
![]() |
Samdi texta fyrir Ásgeir Trausta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2013 | 19:11
Framsjallar ráðast á heimilin í landinu hérna.
,,Vaxtabætur lækka um helming".
http://www.ruv.is/frett/vaxtabaetur-laekka-um-helming
Þetta kallar maður að ganga í gapastokk elítunnar og vera svo hýddur þar með þjóðrembingsvendi.
Það að meirihluti innbyggjara kjósi þessi óbermi til einvalda, það getur aðeins orsakast af hreinum fábjánahætti umtalsverðs hluta þjóðarinnar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)