8.7.2012 | 00:02
Rangt eftir Urpilainen haft og ranghermið farið í hvern fjölmiðilinn á fætur öðrum.
Sú frétt sem Andsinnar voru yfir sig kátir með hér fyrir 1-2 dögum og höfð var eftir finnska fjármálaráðherranum Urpilainen hefur reynst vera bara ranghermi. Urpilainen sagði ekkert í líkingu við það sem AFP túlkaði fyrst uppúr finnsku blaði og svo komust bresku fjölmiðlarnir í það og svo koll af kolli. Allt bara bull og vitleysa. Hún sagði allt annað en haft var eftir henni og búið var til úr orðum hennar.
,,Urpilainen misquotes on euro spread like wildfire
Comments erroneously attributed to Finance Minister Jutta Urpilainen on Friday about a possible Finnish exit from the eurozone have spread around the world.
On Friday afternoon, the French news agency AFP cited an interview with Urpilainen published by the Finnish business paper Kauppalehti that morning. The wire service reported that ,,Finland would consider leaving the eurozone rather than paying the debts of other countries in the currency bloc, Finnish Finance Minister Jutta Urpilainen said."
In fact, Urpilainen said nothing of the kind in the interview. Rather she stressed that Finland is committed to euro membership and that ,,this is the message we must continue to convey".
AFP also attributed the following statement to Urpilainen: ,,Finland will not hang itself to the euro at any cost and we are prepared for all scenarios".
There was a similar statement at the beginning of the article: ,,Still, Finland will not hang itself on the euro at any cost and all situations are being prepared for". However, this was an observation by the reporter, not a quote from Urpilainen.
At the end of the article was this rather neutral statement: ,,According to Urpilainen, the government has a direct responsibility to draw up various scenarios and future paths."
AFP corrects story
...
http://yle.fi/uutiset/urpilainen_misquotes_on_euro_spread_like_wildfire/6209783
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2012 | 13:40
Grænlenska hvalamálið.
Sú frétt barst á dögunum að EU hefði bannað hvalveiðar í Grænlandi. Öll var fréttin í skötulíki frekar en hvala og hvorki fugl né fiskur beisiklí.
Málið snýr þanni að Grænland hafi samþykki fyrir um 210 hvölum á grundvelli svokallaðra frumbyggjaveiða.
Rannsóknir og athugun hafði sýnt að á Grænlandi var hvalkjöt selt í verslunum og veitingarhúsum til túrista og þar af leiðandi erfitt að sjá eitthvað frumbyggjalegt við nefndar veiðar, að minnsta kosti að hluta til.
Nú nú. þá fara þeir fram með það á fundi Alþjóða Hvalveiðiráðsins að fá aukinn kvóta! 10 hvali aukalega.
Skiljanlega voru menn ekkert ánægðir með það þegar vitað var hvernig framferðið væri. Voru ekkert frumbyggjaveiðar heldur notað í verslunarskyni.
Mörg lönd og þar á meðal Evrópuríki, hvöttu Grænlendinga eða Dani sem fara með þeirra mál, til þess að draga aukninguna til baka og fara fram með sama kvóta og var. þvi var neitað og tillagan tekin þannig til atkvæðagreiðslu og var felld sem vonlegt var.
þannig má segja, að því er virðist, að Grænland sé tæknilega án kvóta eftir þetta kvótaár en miðað við hvernig málið liggur er beinlínis villandi og rangt að segja að greitt hafi verið atkvæði gegn hvalveiðum Grænlendinga eða að þær hafi verið bannaðar. það var aukningin sem menn voru ekki ánægðir með og það skiljanlega.
Niðurstaðan er eingöngu vegna þess að Grænland og Danir vildu ekki bakka með aukninguna og geta Grænlendingar sjálfum sér um kennt. Ljóst er samt að það lá fyrir samþykki fyrir óbreittum kvóta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2012 | 00:19
Athyglisverð mynd á RUV síðasta Miðvikudag.
The Mean World Syndrome sem sjá má sýnishorn af hér:
http://www.youtube.com/watch?v=msfu8YCCc8Q
Að myndin var margslungin en meðal annars kom fram að rannsóknir sýna (því BNA menn rannsaka allan fjárann) að þeir sem horfa mikið á BNA sjóvarp eru líklegri til að telja glæpi og ofbeldi mun algengara en það raunverulega er heldur en þeir sem lítið horfa á sjónvarp. Jafnframt álíta þeir sem mikið horfa, að ofbeldi fari sívaxandi og ennfremur eru þeir líklegri til að segja umhverfið vera hættulegt. (En ofbeldi í BNA hefur í raun farið minnandi samkv. opinberri statístik.)
þarna ber að hafa í huga að BNA sjónvarpsefni er gegnsýrt af ofbeldi og glæpaumfjöllun og fréttir til að mynda snúast mikið um það með ýmsum hætti. Samkv. þessu virðist mega draga þá ályktun að sjónvarpsáhorf hafi áhrif á afstöðu fólks til umhverfis eða heimsins og þá á óbeinan hátt í ofannefndu tilfelli. þetta leiðir til að fólk verður hræddara og varara um sig og útskýrir að einhverju leiti vilja BNA manna til byssueignar.
Annað sem tekið var fyrir í myndinni var hvernig farið er að gera ofbeldið fyndið í hollywoodmyndum og hvernig ofbeldi er normalíserað. Og ennfremur hvernig tilhneiging er að bendla vissa hópa sérstaklega við ofbeldi ss. Suður-Ameríska innflytjendur sem eru yfirleitt sýndir sem glæpa og ofbeldismenn og það á líka við muslima og hvernig þessar staðalímyndir og framsetning sjónvarpsins gefur ranga mynd af því hvernig raunveruleikinn er og bjögunin flyst smám saman yfir til áhorfandans.
Í heildina séð sýndi myndin eða leiddi í ljós, hve própaganda getur verið áhrifaríkt. Sérstaklega til lengri tíma litið. Eins og nefnt er í ofanrituðum texta, þá hefur sjónvarpið og efni og framsetning þar áhrif með óbeinum hætti til lengri tíma litið. Með því að hafa ákveðið efni í sjónvarpi og ákveðna framsetningu - mótar það afstöðu þeirra er á horfa og býr til ranga mynd af raunveruleikanum. þetta er allt mjög merkilegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2012 | 17:14
Öfgarnir á Íslandi.
það er soldi barasta mikið áberandi hve innbyggjarar eru orðnir öfgakenndir. það nægir td. að rétt líta á Sjallablogginn á mogganum til að sjá allt vaðandi í öfgum. Vaðandi. það er eitthvað skrítið við þetta. Eitthvað óraunverulegt.
Almennt snúa öfgarnir mikið að útlendingum eða því sem erlent er og þá er stategían einhvernveginn að svindla og pretta á útlendingum og aldrei að semja. Aldri að semja. Aldrei nokkurntíman. Slíkt háttalag er kallað í öfgaheimi ,,að standa í lappirnar".
Nú nú. þá kemur að því næsta, að sú tilhneiging er greinilega í gangi, að völdum sé best komið á afmörkuðum stað og allra helst bara hjá einum manni. Samhliða eru lýðræðislega uppbyggðar stofnanir húmbúkk og óþarfi. Um ,,mikilvæg mál" á þjóðin að skera úr um með jái eða neii. etc. etc.
það sem fólk veit ekki eða fattar ekki í öfgaástandi sínu og fáfræði er - að það er fasistalykt af þessu. Fasistakeimur. Blint ofstæki. þetta er merkilegt. það er eitthvað súrrealískt og stjórnlaust við þessa tilhneigingu sem er mjög áberandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2012 | 16:52
Hvað á að gera ef gengið er fram á hvítabjörn?
Ef fólk er á ferð og gengur skyndilega fram á bjarndýr þá á að bregðast þannig við:
Halda ró sinni. Færa sig rólega úr augsýn bjarnarins. Athuga vindátt og reyna að staðsetja sig þannig að vindurinn komi frá verustað bjarnarins en ekki öfugt. Vegna þess að björnin treysir afar mikið á lykt. þegar komið er úr augsýn bjarnarins skal gengið af svæðinu og jafnframt reynt að taka mið af vindátt í brottförunni.
Varast í fyrstu allar snöggar hreifingar og ekki ráðlegt að taka strax til fótanna í panikk í augsýn bjarnarins - nema þá að vera viss um að maður komist í öruggt skjól á tilætluðum tíma. Vegna þess að snöggar hreifingar og flótti getur æst upp björninn - og hann farið að hlaupa á eftir. það er bara eðli slíkra dýra. Sjá einhvern hlaupa - björn eltir. Samt ber að hafa í huga að frekar ólíklegt er að bjarndýr ráðist að manni nema eitthvað óvænt komi uppá. Birninum bregði eða hann telji sér ógnað á einhvern hátt.
Ef björninn reynist árásargjarn og gerir sig líklegann til að ráðast á viðkomandi - þá er ólíklegt að hlaup bjargi einhverju (nema maður sé öruggur um skjól skamt undan). Samt eru þó til nokkur ráð. Fara uppá stein og úr yfirhöfn og sveifla henni í kringum sig og öskra. Gera sig breiðann. þá gæti birninum virtst sem mun stærra dýr væri á ferð en maður og ekki treyst sér til atlögu. Birnir sjá ekkert vel. Jafnframt getur verið ráð að gera hávaða með því að slá saman hlutum ef þeir eru við hendina.
![]() |
Viðbragðsteymi kallað saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2012 | 00:15
þetta er rétt hjá Pele.
Brasilíska liðið var auðvitað miklu betra. þetta var óstöðvandi lið á HM 1970. Skoruðu mikið af mörkum og þó benda megi á að vörnin hafi verið svona og svona - að þá var eins og þeir gætu alltaf bætt við mörkum og skorað og skorað, nánast að vild.
það voru mun fleiri snillingar í Brasilíska liðinu en hjá Spáni núna eins og Pele bendir réttilega á. þar voru margir menn sem gátu sólað fram og til baka. þ.e. að varnarlega varð alltaf að fara afar varlega gegn Brasilíu 1970. Vegna þess að margir þar innanborðs gátu auveldlega tekið menn á, sem kallast, og galopnað vörn andstæðinganna. En þeir höfðu flinka og nákvæma langskotsmenn líka. Ennfremur beittu þeir löngum sendingum og snyrtilegum úrvinslum úr þeim jafnhliða - svo þeir sem öttu kappi við Brazil 1970 voru eigi öfundsverðir. Sóknarleikur Brazil var svo fjölbreittur. það verður svo aldrei of oft undirstrikað að Pele var miklu betri fótboltamaður en Maradonna. Pele var svona fullkominn fótboltamaður og stöðugur. þó Maradonna hafi alveg átt sína spretti - þá var Pele miklu mun stabílli og jafnbetri að öllu leiti.
![]() |
Pele: Lið Braslíu 1970 betra en Spánn í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2012 | 20:24
LÍÚ ætlar í mál við Noreg fyrir Alþjóðlegum dómsstóli. Heimtar að fá að ryksuga Noregsmið.
LÍÚ ,,... krefjist þess að dregin verði miðlína milli efnahagslögsögu Svalbarða og Noregs við Bjarnarey, syðsta útvörð Svalbarðaeyjaklasans. (...) ... með því að stefna Norðmönnum fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag vegna túlkunar þeirra á Svalbarðasamningnum. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins og viðtali við Friðrik J Arngrímsson framkvæmdastjóra LÍÚ..."
http://www.liu.is/forsida/
Wadda fokk! Hahahaha. þvílíkir leppalúðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2012 | 13:44
Barnalegur Ögmundur svo af ber
og að þessi maður skuli kalla sig ,,Innanríkisráðherra" og talandi eins og afglapi í öllum málum og rest klúðrar hann big tæm að því er virðist vegna óvitaháttar.
Best gæti eg trúað að Ögmundur, Mykjudreifarinn, Sjallaklíkan, forsetagarmurinn, Ragettumaðurinn og LÍÚ vildu einmitt að Ísland tapaði málinu því þá gætu þeir sagt: Vondir útlenskir dómstólar! Og peppað upp kjánaþjóðrembing þar um kring og haldið áfrm að reyra innbyggjara á klafa sérhagsmunaklíka og látið svipuna ríða á þeim. Gæti best trúað því. Og reyndar var það staðfest við mig einum einangrunarsinnanum hér á dögunum. Að hann óskaði þess að Ísland tapaði svo hægt væri að beita ofanlýstum aðferðum.
![]() |
Ekki fjallað um fébætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2012 | 23:18
Vandamálin við beint lýðræði.
Maður hefur tekið eftir því á síðustu misserum, að sú stemming eða trú hefur myndast að svokallað beint lýðræði sé lausn allra mála og á stundum skilst manni að þjóðaratkvæðagreiðslur séu = eilíf hamingja og sæla hér á jörðu. Ennfremur má greina á stundum að fólk heldur að þetta sé eitthvað nýtt eða að íslendingar séu að finna upp einhverja snilli.
Mikill misskilningur í gangi. Beint lýðræði (e. direct democracy) eða þjóðaratkvæðagreiðslur (e. referendum eða plebiscite) er auðvitað alþekkt og hefur verið langa lengi sem eitt tilbrigði við lýðræði.
það er ennfremur vel þekkt og dokkjúmentaerað vandamálið við þetta tilbrigði lýðræðis. Og vegna vandkvæðanna við nefnt tilbrigði hafa flestir eða nánast allir valið fulltrúarlýðræði með ýmsum útfærslum og þar hefur verið vinsælt að fylgja samákvörðunarferli (e.codecision). þetta kemur, án efa, flatt upp á margan innbyggjarann. þar sem lýðræði í hans huga er aðallega og jafnvel fyrst og fremst að ,,meirihlutinn ráði".
Ok. en með vandamálin við svokallað beint lýðræði, þá hafa fræðimenn stundum útlagt þau þannig, í mjög stuttu máli, að í spurningum þar sem svara á Já eða Nei - þá er auðvelt að peppa upp stemmingu sem höfðar aðallega til tilfinninga og eðli og efni mál sem spurt er um er einhversstaðar víðs fjarri og ákvarðanataka byggist síst af öllu á yfirvegaðri þekkingu og mati o.s.frv. það er náttúrulega aldrei gott að taka ákvarðanir á þessum forsendum og flestir ættu að fatta það undireins. Allra síst fyrir ríki.
Jafnframt býður beint lýðræði lýðskrumi og popúlisma heim á hlað. Heim á hlað. Sumir vilja vísa til þess að í uppgangi fasismans í Evrópu á 3.og 4 áratugnum - þá voru fasistarnir einmitt uppteknir af þjóðaratkvæðagreiðslum. þeir voru fylgjandi þessu tilbrigði af lýðræði. þetta kemur algjörlega flatt uppá alla sem eg segi frá þessu. þeir trúa mér ekki. Í þýskalandi voru haldnar nokkrar kjánaþjóðaratkvæðagreiðslur undir forystu Nasista.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2012 | 21:48
Um gang samræðna forseta við þjóð sína.
Í stuttu máli gengur hún ekki svo vel. þar ber fyrst að nefna ofsa og öfgar helstu stuðningsmanna forsetans. þetta er eitthvað svona blint ofstæki og líkt og hatur á allri þekkingu, skynsemi og yfirvegun. þannig eru viðbrögð stuðningsmanna forsetans við samræðutilburðum foringjans: Ofsi, öfgar og tilraun til þöggunnar. Sem minnir á það sem kannanir sýndu að lítt eða ekki mentaðir kysu frekar ÓRG.
Hitt er svo annað, að í sumum tilfellum er afskaplega erfitt að skilja hvert Foringi vor er að fara. Sem dæmi hóf hann eina sekúndu eftir kosningar miklar ,,samræður" um Nýju Stjórnarskrána. Og þá er svo að skilja að hann vilji banna hana. Banna nýja Stjórnarskrá. Hvernig nákvæmlega hann ætlar að gera það - kemur tæplega fram. það er ógerningur að átt sig á hvert hinn mikli foringi er að fara eða hvað nákvæmlega hann meinar.
Stuðningsmenn Foringjans vilja meina, að manni skilst, að þetta sé nú ekki vandamáið því að einhver dulin viska búi í þessum ,,samræðum" sem venjulegu fólki sé ekki ætlað að skilja.
Eg veit það ekki, eg segi fyrir minn hatt að eg er hugsi yfir þessum ,,samræðum" só far. Verð að segja það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)