5.5.2013 | 11:35
Pukurstjórnin.
![]() |
Fóru saman út úr bænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hefur verið merkilegt að fylgjast með spunanum og leikritinu sem Framsókn setti á svið eftir að þeir fengu svokallað umboð í sínar hendur. Augljóslega var megintilgangur spunans að stilla öllum hinum flokkunum upp við vegg. Láta svona í veðrinu vaka að allir vildu í stjórn með Framsókn í þeim tilgangi að gera Sjalla auðveldri í taumi varðandi stjórnarmyndun.
Því það er ekkert launungarmál að Sjallaflokkur er óska samstarfsaðili Framsóknar enda málefnaágreiningur þeirra á milli nánast enginn. Málefni beggja miða að því að auka hag velstæðra á kostnað hinna verr settu í þjóðfélaginu sem hægri flokkum er títt. Sjallaflokkur er svona hefðbundinn hægriflokkur með samt talsverða breidd og nokkra arma en Framsókn popúlískur hægriflokkur í ætt við Dansk Folkeparti.
Í gær mátti sjá ákveðin snúningspunkt þar sem Sjallar snupruðu Framsókn. Furðulegt útspil Framsóknar þar sem Sigurður greyið Ingi var sendur á spunarokkinn með einhvern graut sem fáir botnuðu í.
Þá gerðist það að Bjarni Ben loggaði sig inná facebook og bókstaflega snupraði Sigmund Davíð.
Í dag er Sigmundur svo ljúfur eins og lamb og virkar hálf skömmustulegur.
Þetta bendir allt eindregið til þess að Sjallar hafi náð yfirhöndinni. Þetta bendir líka til að Sigmundur verði ekki forsætisráðherra.
Sjallar munu líklega verða í mikilvægustu ráðherraembættunum en Framsókn mun fá ýmsa bitlinga - en það líkar þeim yfirleitt vel. Framsókn líkar vel ef þeir fá frítt spil við þjóðarkjötketilinn. Þá rennur munnvatnið bókstaflega úr Framsóknargininu.
Stefnir því í kunnuglegt mynstur. Same old, same old.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2013 | 00:09
Það merkilegasta við ummæli Framsóknarformanns er að nú þarf allt í einu ,,traustan meirihluta".
Traustan meirihluta til hvaða verka? Hvað ætlar Framsókn að keyra í gegnum þingið með ofbeldi?
Minnugum er enn í fersku minni vinnubrögð þeirra Framsjalla hérna fyrir örfáum árum þegar þeir keyrðu hrunið ofan í kok þjóðarinnar.
Sporin hræða. Og þessvegna fer hrollur um mann þegar formaðurinn mikli framsóknar er allt í einu farinn að tala um ,,traustan meirihluta". Nístingskaldur hrollur.
![]() |
Byggja viðræður á stefnu Framsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2013 | 17:18
Stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2013 | 14:07
Það verður að prófa að biðja þau SJS og Jóhönnu um að halda áfram um stjórnartaumanna.
Og athuga hvort þau fáist til þess. Sem er alls óvíst eftir framkomuna sem þau hafa mátt þola frá Framsjöllum og nokkurum hluta þjóðarinnar sem kolféll og kokgleypti propaganda framsjallafjölmiðla.
Langbesti kosturinn væri að þau hédu áfram um stjórnartaumanna. það kemur svo berlega í ljós núna. Sjallar og sérstaklega Framsókn lofuðu einhverri vitleysu barasta út í bláinn - og eru núna ráða- og vitlausir og vita ekkert hvað þeir eiga að gera.
![]() |
Báðir lofa skattaafslætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2013 | 22:12
Allir helztu menn landsins að þjóna Sturlu Sighvatssyni.
,,Grund, Eyjafirði. Frá fréttaritara. Hingað kom fyrir skömmu Sturla Sighvatsson að finna föður sinn. Dvaldi hann hér um stund en reið síðan heim til Sauðafells. Sighvatur tók vel við Sturlu syni sínum er hann kom hingað og var margtalaður um bardagann í Bæ en þó gætti nokkuð meinlegrar gamansemi í tali Sighvats. Er hér utdráttur úr tali þeirra feðga eftir því er bezt verður vitað.
Sighvatur spyr Sturlu: ,,Hefir þar enn bardagi hjá yður verið, frændi?" ,,Svo létum vér" kvað Sturla. ,,Skammt hefur það él verið", segir Sighvatur. ,,Eigi þótti oss allskammt" segir Sturla. ,,Allmjög þykist þú nú upp hafa gengið," segir Sighvatur, ,,það er svo auðséð". ,,Hvi mun eigi svo þó?" kvað Sturla brosandi ,,en ekki ekki hefi ég þó orð á gert".
Þá mælti Sighvatur: ,,Bú muntu nú ætla að efna, frændi, er mér sagt, að þú hafir af höndum látið Reykholt. Sér þú nú og ofsjónum yfir flestum bústöðum, - eða hvar skaltu staðfestu fá, þá er þér þykir sæmileg." ,,Þig læt ég nú allt að gera" segir Sturla. ,,Ekki er um fleiri að leita en tvo", segir Sighvatur, ,,þegar frá eru teknir biskupsstólarnir. Er þar annarr Oddastaður, en annar Möðruvellir í Hörgárdal. Þeir eru bústaðir beztir og munu þér þykja einskis til miklir".
,,Þessir líka mér báðir vel" segir Sturla, ,,en eigi ætla ég þá lausa liggja fyrir". ,,Margs þarf búið við, frændi," segir Sighvatur. ,,Ráðsmann þyrftir þú og ráðskonu. Þessir menn skyldi vera birgir og kunna góða fjárhagi. Þessa menn sé ég gerla. Það er Hálfdán, mágur þinn á Keldum og Steinvör, systir þín."
Þá svarar Sturla: ,,Þessa er víst vel til fengið". ,,Þá þarftu, frændi, smalamann að ráða í fyrra lagi," segir Sighvatur. ,,Hann skyldi vera lítill og léttur á baki, kvensamur og liggja löngum á kvíagarði. Þann mann sé ég gerla. Það er Björn Sæmundsson. En fylgdarmenn skal ég fá þér, þá er gangi út og inn eftir þér. Það skulu vera bræður þínir, Þórður krókur og Markús." Sturla kvað bræðrum sínum það vel mundu fara.
,,Margs þarf búið við frændi," segir Sighvatur. ,,Þá menn þyrftir þú og, sem hefði veiðifarir og væru nokkuð laghentir, kynnu að gera að skipum og öðru því, er búið þarf við. Þessa menn sé ég gerla. Það eru þeir frændur þínir, Staðar-Böðvar og Þorleifur í Görðum". Sturla lét sér fátt um finnast og lézt þó ætla, að þeir væru báðir vel hagir."
,,Svo er og, frændi", segir Sighvatur. - ,,Þá menn þarftu er vel kunna hrossa að geyma og hafa ætlan á, hvað í hverja ferð skal hafa. Þessa menn sé ég gerla. Það er Loftur biskupsson og Böðvar í Bæ." ,,Engi von er mér til þess," segir Sturla, ,,að allir menn þjóni til mín, og er slíkt þarflausutal."
,,Nú er fátt um mannaskipanir eftir, það er þykir allmikla nauðsyn til bera", sagði Sighvatur, ,,en þá menn þarftu, er hafi aðdráttu og fari í kaupstefnur og til skipa, skilvísa og skjóta í viðbragði og kunna vel fyrir mönnum að sjá og til ferða að skipa. Þessa menn sé ég gerla. Það er Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi."
Þá spratt Sturla upp og gekk út. En er hann kom inn, brá Sighvatur á gaman við Sturlu - og tóku þá annað tal.
Sturla dvaldist þar þá eigi lengi og reið heim til Sauðafells.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3660099
![]() |
Framhaldið ekki ákveðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2013 | 09:55
Ég hef séð svona fúaspýtuborð erlendis.
![]() |
Eitt elsta og virðulegasta borðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2013 | 00:33
Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor: Mestar líkur á samstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna
Þetta er sennilegast rétt mat hjá honum. Atferli formanns framsóknar síðust dægrin virkar sem leiksýning mestanpart og aðallega gert til að halda fjölmiðum uppteknum - á meðan eru menn á fullu að ræða saman í rólegheitum útí bæ.
Þetta virkar samt soldið mikið þannig að Sjallar hafi sett Framsókn stól fyrir dyrnar með þetta mál sitt sem ekki er hægt að framkvæma nema hugsanlega og etv. í framtíðinni en líklega aldrei með þeim hætti er Framsóknarmenn lofuðu.
Í öllum venjulegum tilfellum setti þetta pressu á formann Framsóknar. þ.e.a.s. að hafa lofað þessu útí bláinn inní framtíðina - og vita ekkert hvernig eigi svo að efna það.
En nei! Honum virðist vera alveg sama. Hann virðist bara vera að leika sér.
Langsennilegast er því samstjórn með Sjöllum og þá geta þeir fóðrað þetta einhvernveginn í andskotanum með própaganda gegnum áróðursfjölmiðla sína - því ljóst er að margt fólk kaupir áróðurinn úr þeirra própagandarörum sem síðustu 4 ár sanna vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2013 | 18:47
Dæmigert fyrir vinnubrögð Framsjalla. Leynd og pukur.
![]() |
Formenn hittust á leynifundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2013 | 11:32
Sigmundur Davíð ofmetnast og ætlar að stjórna einn í samráði við Kónginn hérna útá Nesi.
![]() |
Sigmundur fundar með Katrínu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)