9.5.2012 | 10:03
Grikklandsmálið.
Grikkland hefur verið mikið í umræðunni uppá síðkastið sem kunnugt er. Oft hefur gætt mikils misskilnings í umræðu þar að lútand hérna uppi. Sumir tala hérna uppi eins og málið snúist um að EU vilji þetta og hitt í Grikklandi en Grikkir vilji það ekki og langi óskapleg að hætta í EU og ekki síst hætta með Evru o.s.frv. þetta er af og frá. Málið liggur allt öðruvísi.
Málið liggur þannig að almenn trú er í Grikklandi að eitt heljarmikið samsæri sé í gangi gegn grikkjum. Eitt voða mikið konspírasí. Og það er ekkert á Evrópskum skalla - nei það er á glóbal mælikvarða! Alheimssamsæri. Að trúan er, að nokkrir svikarar hafi rottað sig saman og plottað eitt samsæri um að koma með IMF inní Evrópu og Grikkland.
Nú svo sem kannast maður alveg við ofannefnda umræðu héðan að heiman. En hérna heima náði þetta tal aldrei neinu flugi því raunsæismenn og konur jörðuðu lýðskrumssinna með skynsamlegum rökum og maður heyrir varla þetta rugltal lengur nema hjá öfgasinnuðum bullukollum. þruglumræðan hérna fór í það far að snúast um eitt afmarkað atriði, algjört aukaatriði sem engu skipti og algjört ekki-mál í heildardæminu. þ.e. Icesaveskuldina og einverjir bullukollsöfgamenn töluðu sig uppí allskyns samsæri þar að lútandi og þarf ekki að lýsa eða rifja upp. Og þó gífurlegur skaði hafi orðið af fíflagangnum þar, þá er skaðinn fyrst og fremst til langs tíma litið en hverfist ekki um grunnatriði eins og í Grikklandi.
Staðan er alltöðruvísi í Grikklandi. þar snýr umræðan í heild að IMF og aðhalds og jafnvægisaðgerðum sem þarf alltaf að grípa til í efnahagssamdrætti. IMF er = Rosa samsæri í umræðunni. Og þá er það þannig að það var bara allt í gúddý. Síðan plotta svikarar eitt samsæri = IMF kemur. þannig er umræðan í grunninn. Undir þetta hafa flestir pólitískir flokkar tekið og kynnt undir ruglinu. Meðal annars Nýtt Lýðræði.
Síðan í framhaldi er því almennt trúað að ekki sé hægt að láta Grikki fara úr Evrusamstarfinu. það sé bara ekki hægt. Og nb. menn taki vel eftir að Grikkir vilja alls ekki úr Evrusamstarfi eða EU. Nei nei, þeir vilja vera þar. Í umræðunni þá er búið að snúa málum þannig að Grikkland geti alveg haldið útgjöldum ríkisins í toppi - og hætt að borga af lánum ríkisins. það sé bara ekkert mál. Slíkt tal var grundvöllur árangurs SYRZA flokks.
þannig er þetta í stuttri samantekt. Ljóst er að bullið er svo yfirgengilegt og histerían svo mikil - að erfitt kann að reynast að sansa fólk - nema að það fari þá leið er lýðskrumarar hafa talið fólki trú um. þ.e. Halda allri eyðslu í toppi og hætta að borga og sjái svo til hvað gerist.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
það virðist niðurstaðan eftir daginn í dag.
það sem vekur athygli eru digurbarkarlegar yfirlýsingar Tsipras og, má segja, tal útí hött.
það virðist því ganga eftir það er mann grunaði að Bandalag rótæka vinstris, Syriza flokkur, sé undirlagður yfirgengilegu lýðskrumi á háu stigi.
það sem helst ber tíðinda eftir daginn er að Nýtt Lýðræði og PASOK hafa hundskammað Tsipras vegna framgangs hans og sagt hann tefla Grikklandi í voða og taka óásættanlega áhættu varðandi stöðu landsins í Evrusambandinu. Sagt er að Tsipras hafi í hyggju að skrifa bréf til helstu stofnanna EU til að útlista hugmyndir sínar og jafnframt segja þeim hvað hann telji að úrslit kosninganna þýði. Tsipras ætlar að ræða málin við þá PSOK menn og ND á morgun. Nánast allir telja að ekkert komi útúr þeim viðræðum.
það sem vekur líka eftirtekt er, að fáir virðast vilja styðja við bakið á Syrzia flokki til að leiða stjórn. Eins og áður hefur verið rakið virðast Kommúnistar vilja vera alveg stikk frí og að manni skilst Sjálfstæðisflokkurinn líka. það er þá bara Demokratikk Left sem ljáir máls á að bakka hann upp.
Tsipras hefur verið að ræða við flokka sem voru við það að ná mönnum inná þing til að fá þó einhvern stuðning (En tæp 20% atkvæða féllu niður þannig séð. þ.e. atkvæði fóru á fjölda flokka sem náðu ekki yfir 3%). Meir að segja þær viðræður virðast ekki ganga. Græni flokkurinn hafnaði stuðningi við SYRZIA og taldi að ekki væri nægilega traustur grunnur undir plönum sem Tsipras lagði fram.
Flestir telja því að nýjar kosningar verði niðurstaðan úr þessari hringavitleysu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 16:03
Alexis Tsipras SYRIZA flokki leggur fram 5 skilyrði stjórnar.
1. Hætt verði við niðurskurð lífeyrisgreiðslna. 2. Staðið verði við samninga verkamanna. 3. Endurskoðun á kosningakerfinu og opinberri stöðu þingmanna varðandi lögsókn. 4. Rannsókn á grískum bönkum. 5.Koma á fót alþjóðlegri nefnd til að rannsaka fjárlagahalla grikkja með greiðslustöðvun ríkisins þar til niðurstöður nefndar liggja fyrir.
,,The immediate cancellation of all impending measures that will impoverish Greeks further, such as cuts to pensions and salaries.
The immediate cancellation of all impending measures that undermine fundamental workers' rights, such as the abolition of collective labor agreements.
The immediate abolition of a law granting MPs immunity from prosecution, reform of the electoral law and a general overhaul of the political system.
An investigation into Greek banks, and the immediate publication of the audit performed on the Greek banking sector by BlackRock.
The setting up of an international auditing committee to investigate the causes of Greece's public deficit, with a moratorium on all debt servicing until the findings of the audit are published.
Um þetta ætlar hann að mynda stjórn. Að mörgu leiti athyglisvert. Sérstaklega síðasta skilyrðið. Talið er að Demokratik Left sé til í stjórn með Tsipras. Sá fékk 6%. Talið er Kommúnistar muni ekki vilja í stjórn. Nasistum er ekki boðið. Sjálfstæðisflokkurinn útá túni. það virðist því ljóst að eina leiðin til meirihlutamyndunar yrði aðild ND.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2012 | 12:03
Kommúnistaflokkur Grikklands vill ekki í stjórn.
En ætlar að undirbúa sig fyrir nýjar kosningar. (Og nb. þetta er ekki SYRIZA flokkurinn sem er bandalag ýmissa vinstri róttæklinga sem vann stórsigur). Gríski Kommúnistaflokkurinn fékk um 9% atkvæða. Flokkurinn neitaði að koma til viðræðna við Samaras í ND í gær. Nasistaflokknum var ekki boðið. Talið er líklegt að Kommúnistaflokkurinn neiti líka að ræða við SYRIZA sem nú fer með stjórnarmyndunarumboðið. Vandséð þykir hvernig Alexis Tsipras ætlar að mynda stjórn og hvað þá vinstri stjórn þegar þetta er viðhorfið. þeir neita bara að ræða það a koma nálægt stjórn þessir gæjar! Sjálfstæðir Grikkjaflokkurinn neitaði líka, að mér skilst. Aðalritari Kommúnistaflokksins KKE er Aleka Papariga. Hún hefur verið Aðalritari dáldið lengi og var ma. fyrsta konan í Grikklandi til að leiða stjórnmálaflokk.:

Og þetta er merki flokksins (Eg er ekki að djóka)

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2012 | 10:51
Nokkrir dropar.
Taka ber eftir hvernig Moggi setur þetta upp í fyrirsögninni. ,,Ísland ríkast allra landa af ferskvatni".
þetta er ekki rétt. þetta er: Miðað við höfðatölu.
Hérna eru hvað? Eitthvað 300.000 hræður. Skerið er staðsett norðarlega á hnetti og þar er talsvert vatn eins og gefur að skilja ef menn kunna eitthvað í landafræði sem fáirinnbyggjar virðast vita hvaða fræðigrein er.
Samt er vatnið sem finnst hér ekkert þess eðlis, magnslega séð, að skipti máli glóbalt. Við erum ekkert að tala hérna um eitthvað sjittlód af vatni sko.
Mogginn er því með uppsetningunni að kynda undir þjóðrembingsofstæki eins og vanalega því sem kunnugt er er talsverður hluti innbyggjara ófær um að lesa sér til gagns og kann aðeins að lesa fyrirsagnir.
Faktið er að þetta vatn hérna er fúddnót í heildarsamhenginu.
![]() |
Ísland ríkast allra landa að ferskvatni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
8.5.2012 | 00:26
Leiðtogi grískra nasista flytur ræðu
eftir kosningarnar. Manden er komplet gal i hoveded augljóslega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2012 | 14:21
Merk tímamót.
þau tíðindi gerðust í síðustu viku að Forseti Lýðveldisins ræddi Stjórnarskrána við einhvern Baldur. þessu hefur verið haldið leyndu í nokkra daga þar til Mbl.is. skúbbar nefndum merku tíðindum. Ljóst er að allur heimurinn mun nú hlusta og eru þetta ótvíraæð skilaboð til vondra útlendinga.
![]() |
Ólafur Ragnar og Baldur ræddu stjórnarskrána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.5.2012 | 10:19
Meginmál Nasistaflokksins eru innflytjendur og úlendingar.
þeir telja að öll vandamál Grikklands verði leyst með því að taka hart á innflytjendum og tala um vonda útlendinga. Kunnulegt konsept allstaðar með öfgahægri flokka. þessu virðast sumir fagna hér. Við erum að tala um flokk sem ræðst gegn innflytjendum. það er svona lið sem hefur vaðið um götur í Grikklandi undanfarin misseri og menn hafa fagnað hér uppi í fásinninu. það er algjör misskilningur að halda að einhver lánasáttmáli við EU/IMF sé eitthvað atriði þarna. það eru allir flokkar í landinu á móti niðurskurði og aðhaldsaðgerðum og þessi flokkur sker sig ekkert úr því viðvíkjandi. Svona voru þeir Nasistarnir í gær og þetta minnir nú á eitthvað:

![]() |
Nýnasistar fengu menn á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.5.2012 | 22:10
Nýjustu tölur frá Grikklandi.
þá er ekki að orðlengja það að þær eru mjög í línu við fyrstu tölurnar sem birtust og sjá má hér:
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1238392/
það sem hefur samt gerst er á hefur liðið talningu er, að LAOS. Græni Flokkur og Bandalag Jafnaðarmanna eru alveg við það að komast í og yfir 3%. Ef það gerist þýðir það að þeir fá menn inná þing með tilheyrandi róteringum á þingsætum. Gætu orðið því meiri róteringar ef allir þrír kæmust yfir 3% eins og gefur að skilja.
Nú, varðandi þennan flokk Syrisia sem virðist ætla að verða 2. stærsti flokkurinn - að þá er það i raun margir flokkar. Losaralegt bandalag fjölda flokka. það má sjá hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Coalition_of_the_Radical_Left
þetta er einhver hrærigrautur sem algjörega er fyrirséð að mun ekki geta stjórnað sjálfum sér hvað þá einhverju öðru.
Mun sennilegra er að ND og Pasok verði að axla ábyrgð og leiða stjórn sameiginlega með hugsanlega þeim öðrum er vilja skynsama raunsæisleið.
![]() |
Vill mynda vinstristjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2012 | 19:19
7 flokkar ná manni á þing.
ND Nýtt Lýðræði með 20% - 109 menn
Bandalag rótæka vinstri: 16% - 50 menn.
Pasok jafnaðarmenn: 14% - 42 menn.
Sjálfstæðir Grikkir: 10% - 32 menn.
Kommúnistaflokkurinn: 9% - 26 menn.
Nasistaflokkurinn: 7% - 22 menn.
Vinstri Demókratar: 6% - 19 menn.
þetta er ágiskun sem byggð var á útgöngukönnun. þarna geta verið þó nokkuð mikil skekkjumörk og prósentur og mannafjöldi fljótur að hreifast til þegar farið er að telja verulega uppúr kjörkössunum.
það sem vekur strax athygli er að Bandalag róttæka vinstris er um jafnstórt og Jafnaðarmenn og að Nasistaflokkur fær menn á þing. Ennfremur vekur athygli ef Sjálfstæðir Grikkir fá 10% en það er mestanpart klofningur útúr Nýju Lýðræði eftir að þingmaður þar var rekinn úr flokknum.
Nýtt lýðræði og Jafnaðarmenn gætu haldið naumum meirihluta samkvæmt þessu.
![]() |
Fylgi stóru flokkanna hrynur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)