6.5.2015 | 14:43
Hvenær koma 800 milljarðarnir hans sdg?
,,Leysa þarf aflandsmál áður en útgönguskattur er settur.
Útgönguskattur kemur varla til greina sem tæki til að losa fjármagnshöftin fyrr en aflandskrónuvandinn hefur veruð leystur og útgreiðslur úr slitabúum lokið, að mati hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Hersis Sigurgeirssonar. Nú stendur yfir blaðamannafundur þar sem þeir kynna skýrslu sem þeir unnu fyrir slitastjórn Glitnis."
...
http://www.visir.is/leysa-tharf-aflandsmal-adur-en-utgonguskattur-er-settur/article/2015150509483
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2015 | 16:34
Það er ekkert mál að afnema höftin.
Aðalmálið er og það sem um er deilt, er hvort Ísland græði 800 milljarða á því eða 1000 milljarða. Um það er deilt. Það er eins og allir átti sig ekki á þessu. Þetta byggist allt á einu skoti sem framsóknarmenn ætla að hleypa af úr afsagaðri gamalli haglabyssu. Það er að vísu eitthvað deilt um innan framsóknar hvort frosti eða sdg eigi að vera skotmaðurinn en það verður bara leyst innanflokks.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2015 | 14:42
Bjánapólitík framsjalla skilar sér í miklu fylgi til Pírata.
Það hvernig framsjallar hafa hatast útí Jafnaðarprinsip undanfarin ár og djöflast eins og bjánar á SF og að hluta VG og BF, - það skilar sér einfaldlega í að fólk snýr sér að Pírötum. Að mörgu leiti alveg fyrirsjáanlegt.
Nú standa framsjallar og þjóðrembingsbullukollar eins og hverjir aðrir bjánar með allt niðrum sig í djúpum skít. Og það er bara gott á þá. Eigi vorkenni ég þeim allavega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2015 | 17:34
Lóan hegðar sér grunsamlega.
Sérkennileg hegðan lóunnar síðustu daga hefur vakið athygli. Hún hagar sér grunsamlega. Er öll í hnipri einhvernvegin, með hausinn niður í bringu og líkt og gjóir útundan sér. Virðist líka vera talsvert mikið af henni og í hópum. Eina raunhæfa skýringin er lítið fæði en eg hefði ætlað að hún gæti reddað því í fjörunni. Hún er vön að fara í fjöruna ef skortur er á æti. Hún virðist heldur ekkert svöng. Virkar frekar bústin og pattaraleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)