Er eitthvað að frétta af afnámi gjaldeyrishafta?

Þetta átti nú að vara einfalt mál samkvæmt loforðaflaumi hörmungarflokkanna þeirra framsjalla.  Hvað er að frétta af þessu máli?

Svar:  Það er ekkert að frétta.  Elítuflokkarnir eru á rassinum í þessu máli sem og öðrum.   Hafa logið að þjóð sinni ítrekað á meðan þeir seilast í vasa almennings og flytja fjármuni til kostunaraðila sinna.

Fyrirlitlegra stjórnvald og aumingjalegra er tæplega hægt að finna og eingöngu öfgasinnaðir ofbeldis hægrimenn og fábjánar styðja þetta lið. 


Framsjallar láta þjóðina greiða eigin heilaþvott.

Það verður eigi annað sagt en fv. ríkisskattstjóri veiti elítunni duglega ráðningu í pistli:

,,Skuldsetning getur hækkað vegna viðskipta með kvóta milli útgerða, lántöku til að borga út arð eða stofnunar dótturfélaga t.d. ef útgerðir ákveða að kaupa fjölmiðil til að sannfæra þjóðina um eigið ágæti. Kostnaðurinn yrði borinn að hluta með lækkun veiðigjalda og þjóðin greiddi eigin heilaþvott."

http://herdubreid.is/afnam-veidigjalda/


Það sem þetta í raun þýðir er - að afleiðingar af óábyrgri hegðan framsóknarmanna, hluta sjalla, forseta og almennra þjóðrembinga er hægt og bítandi að valda skaðakostnaði.

Allt og sumt.  Þetta eru afleiðingarnar m.a.  Efnislega er fréttin í raun um að sagt var við Arion:  Vertu úti.  Og Íslandsbanki var sagður áhættufjárfesting af S&P.  Þetta eru m.a. afleiðingarnar af hegðan framsóknarmanna, hluta sjalla, forseta og almennra þjóðrembinga undanfarin ár.  Óbætanlegur skaði fyrir landið og lýðinn.   Gríðarlegur skaði sem alls ekki sér fyrir endann á og virðist ætla að verða botnlaus andskotans hít.
mbl.is Frestar skuldabréfaútgáfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband