17.5.2012 | 23:02
Nýtt Lýðræði eykur fylgi sitt samkvæmt nýrri könnun í Grikklandi.
Eins og sjá má í síðasta bloggi stendur baráttan í komandi júníkosningum aðallega um það, hvort Syriza eða Nýtt Lýðræði verður stærsti flokkurinn. þó er það eigi alveg nákvæmt. þ.e.a.s. að það nægir eiginlega ekki að ND verði stærstur. ND þarf að verða það stór að það tryggi það að hann og PASOK geti myndað stjórn. Og það myndi tryggja aframhaldadi veru Grikklands í EU og Evru og þokkalega skynsemi og raunsæi í stjórn landsins. það nægir hinsvegar líklega Syrzia að verði stærstir til að triggera ruglástand. Og þá skiptir ekki máli hve hátt hann skorar. Aðeins að hann verði stærstur.
það vekur því eftirtekt í dag birting nýrrar könnunar þar sem Nýtt Lýðræði er í fyrsta sinn ofar en Syrzia. Í könnunum eftir kosningarnar 6. mai hefur Syrzia alltaf verið ofar. Syrzia bætir vissulega við sig frá síðustu kosningum en það dugar ekkert meðan ND bætir líka svo mikið við sig og það er það sem skiptir aðalmáli í könnuninni. Að Nýtt Lýðræði bætir talsverðu við sig og ND og PASOK myndu hafa meirihluta.
Talið er í Grikklandi að Dora fv. Utanríkisráðherra og leiðtogi Lýðræðisbandalagsflokksins sé alveg við það að ganga aftur í ND en hún var rekin úr flokknum eins og frægt varð á sínum tíma fyrir að styðja fjárlög PASOKS. þróunin eftir það sínir að hún hafði rétt fyrir sér. Talið er að það muni styrkja ND talsvert ef Dora gengur aftur í flokkinn.
http://greece.greekreporter.com/2012/05/17/poll-shows-greece-electing-pro-bailout-government/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.5.2012 | 14:36
Um hvað snúast næstu kosningar í Grikklandi?
Í stuttu máli snúast þær um hver verður stærsti flokkurinn. Vegna þess að kerfið er þannig í Grikklandi að stærsti flokkurinn fær 50 þingmenn í bónus. Nýtt Lýðræði var stærsti flokkurinn 6. maí og Syriza næststærsti. Árangur Syriza var mun betri en flestir reiknuðu með. þegar úrslitin 6 mai lágu fyrir - lá jafnframt fyrir sá möguleiki að Syriza gæti orðið stærsti flokkurinn og fengi þar með 50 menn í bónus. þá þegar var í raun ljóst að allar stjórnarmyndunarviðræður yrðu árangurslausar því handan við hornið gæti legið möguleiki fyrir Syriza og leiðtoga þeirra Tsipras að verða í algjörri oddastöðu.
Nú, baráttan núna fram að kosningum í júní stendur því fyrst og fremst á milli ND og Syriza. þ.e. hvor verður stærsti flokkurinn. Fyrirfram er Tsipras í sterkari stöðu í því hlaupi. Vegna þess einfaldlega að 6.mai dreifðust atkvæði á ýmis lýðskrumsflokksbrot sem eiga að mörgu leiti samhljóm með Syriza. þeir kjósendur eru því líklegir til að setja atkvæði sitt á þann flokk næst í stratigísku skyni. Skoðanakannanir sína það líka. Jafnframt virðast menn færa sig frá Kommúnistafl. yfir á Syriza sem hefur í skoðanakönnunum eftir 6.mai mælst stærsti flokkurinn. þó mjótt sé yfirleitt á mununum á milli hans og ND.
Við þessu þarf ND eitthvert svar. þar ber helst að nefna möguleika á að lokka til sín önnur mið-hægri og hægriöfl og er þar aðallega litið til Sjálfstæðisflokksins en margir í honum eru upprunalega úr ND. Svo virðist hinsvegar sem staða ND sé mun þrengri og erfiðari að þessu leiti en Syrzia. ND þarf helst að sannfæra kjósendur með málefnalegum rökum en það getur orðið afar erfitt í lýðskrumsástandinu sem er í Grikklandi þessa mánuði.
ND sakar Tsipras um að stefna Grikklandi í voða og taka óásættanlega áhættu varðandi stöðu landsins í Evrunni og EU. Svar Tsiprasar við því er einfalt. Hann segir bara að honum sé alveg nákvæmlega sama hvað hver segi. Von sé sterkari en ótti.
![]() |
Bráðabirgðastjórn tekin við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2012 | 00:49
Evran haggast ekki.
Eins og sjá má hér:
http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/eurofxref-graph-usd.en.html
þarna sést að frá sirka 2005 - þá barasta haggast Evran ekki. Eða það er hægur stígandi uppávið með ákv. toppi þarna 2008. Að öðru leiti haggast hún ekki blessunin.
Svo koma fréttir hérna uppi í fásinninu: Evran lægst gagnv. US Dollar síðan janúar 2012. Eh só? þetta er ótrúlega barnalegur fréttaflutningur. Og villandi.
Fréttaefnið er í raun að Evran skuli ekki haggast þrátt fyrir kjánalæti spaugarans Tsiprasar í Grikklandi sem er bara sona að gamni sínu að spila póker með landið sitt ásamt öðrum öfga og ofsaöflum svo sem nasistum og sovétkommúnistum.
ECB er kominn í varnarstöðu gagnvart vissum grískum bönkum og íhugar að hætta að lána þeim vegna fíflagangs öfgamanna. Samt haggast Evran ekkert. Ef Grikkland verður rekið úr Evrunni - þá mun það nákvæmlega engin áhrif hafa til lengri tíma. það er augljóst. Eitthvað 2-3 mánaða jöfnunartímabið en til lengri tíma er augljóst að það breitir engu fyrir Evruna.
Best væri núna að reka barsta Grikki úr Evrunni. Jú jú mætti hugsanlega gefa þeim loka séns - en stareyndin er, því miður, að umræðan í Grikklandi er svo óraunsæ og útá túni að efasamt er að allir hafi húmor fyrir vitleysunni í þeim mikið lengur. Jafnframt er ljóst, að öfgamenn í Grikklandi eru að lesa kolvitlaust í stöðuna. þetta liggur allt fyrir og það er engin dramatik í þessu.
![]() |
Fjárfestar flýja evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2012 | 18:20
Alkóa fer að telja fólk - og telur vitlaust!
það var mikið hlegið á dögunum á austanverðu landinu að talningaræfingum Alkóa. Alkóa fór að telja austfirðinga og talningin fór öll í handaskolum. Velta menn nú fyrir sé hvort Alkóa hafi flogið yfir í þyrlu og talið úr lofti líkt og gert er með hreindýr og giskað svo á heildarfjöldan sirka bát. Austurglugganum segist svo frá:
,,Niðurstöður úr sjálfbærniverkefninu, sem er í eigu Alcoa og Landsvirkjunar en er í umsjá Þekkingarseturs Þingeyinga, voru kynntar á fundi í Reykjavík í morgun. Þær eru einnig aðgengilegar á vef verkefnisins. Þá var sagt frá þeim í kvöldfréttum RÚV undir þeirri yfirskrift að íbúum á Austfjörðum/Austurlandi hefði fjölgað um tvö þúsund manns á tæpum tíu árum.
Á sjalfbaerni.is kemur fram að íbúar á Austurlandi hafi árið 2002 verið 7087 talsins en 9080 í fyrra sem myndi þýða viðsnúning upp á 1993 íbúa. Notast er við mannfjöldatölur Hagstofunnar sem miðast við 1. desember hvort ár og miðast svæðið „mið-Austurland“ við sveitarfélögin: Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp, Fjarðabyggð og Breiðdalshrepp.
Samkvæmt útreikningi Agl.is, sem byggir á þessum sömu tölum á vef Hagstofunnar voru íbúarnir á svæðinu 8025 og viðsnúningurinn því ekki nema 1055 íbúar.
...
Séu þau tvö sveitarfélög sem út af standa á sambandssvæði sveitarfélaga á Austurlandi, Vopnafjörður og Djúpavogshreppur, tekin með í reikninginn nemur íbúafjölgun á Austurlandi frá 2002 til 2011 aðeins 795 íbúum."
http://www.austurglugginn.is/index.php/Frettir/Frettir/1000_ibuum_of_mikid_i_sjalfbaernimaelingu_
þetta vekur athygli. Nánast engin fjölgun.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2012 | 12:59
Noregur tekur ekki afstöðu í skuldarmáli Íslands.
Noregur hefur sent EFTA dómstólnum bréf þar sem kemur fram að Noregur taki ekki afstöðu í skuldarmáli því sem nú er komið fyrir EFTA dómsstólinn og nefnt hefur verið almennt Ólisave case.
þessvegna er að rangt náttúrulega sem birst hefur í íslenskum fjölmiðlum að Noregur ,,taki undir" málflutning Íslands. Alrangt. Er tekið vandlega fram í bréfi þeirra Norðmanna: ,,Norge tar ikke stilling til den konkrete saken mellom ESA og Island". Hvernig getur þetta farið framhjá íslenskum fjölmiðlum? þetta þýðir: Noregur tekur ekki afstöðu í málaferlum ESA og Íslands fyrir EFTA Dómsstólnum. það er það sem er fréttin.
http://www.regjeringen.no/nb/dep/ud/aktuelt/nyheter/2012/innlegg_icesave.html?id=682510
þetta er svo ítrekað í bréfinu sem er á ensku: Norska ríkisstjórnin ,,avails itself of the opportunity as provided for in article 20 in the statute of the efta court to present written observation in this case".
þeirra innlegg er bara almennt snakk um að hverju ríki sé í sjálfsvald sett hvernig innstæðukerfið er fjármagnað samkvæmt dírektífi 94/19. það eru engin tíðindi. Upplegg ESA er ekki á þessum grunni. þetta með ,,ríkisábyrgð á innstæðum" er barasta eitthvað sem var fundið hérna upp í fásinninu og fólki sumu talin trú að málið snerist um það. Algjör misskilningur og ESA hefur skýrt þetta allt út nákvæmlega og þarf eigi að endurtaka hér, býst eg við.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2012 | 11:18
Bíða verður næsta árs til að taka á rányrkjuveiðum LÍÚ á makríl.
![]() |
ESB hótar viðskiptabanni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
13.5.2012 | 22:48
75% forgangskröfur.
Að vísu finnst mér sem texti fréttarinnar hafi breist frá því sem fyrst var - en það meikar ekki diff svo sem.
Að eftir því sem mér sínist, að þá er það sem kalað er núna ,,kröfuhafar" í viðhengdri frétt og FT kallar almenna kröfuhafa - að eg get ekki betur séð en það séu forgangskröfuhafar samkv. ísl. Neyðarlögunum. Eg get ekki betur séð.
það kemur ma. fram í frétt FT, sínist mér, að stærsti kröfuhafinn sé Breska Innstæðutrygginagarkerfið. ,,The single biggest creditor is the FSCS, which is seeking to recoup most of the compensation already paid out to retail investors in KSF."
Eins og menn muna voru allar innstæður gerðar að forgangskröfum með Neyðarlögunum.
Samt finnst manni eitthvað vanta í þetta. Er þá ekkert eftir handa almennum kröfuhöfum? þ.e.a.s. kröfuhöfum sem flokkast ekki sem innstæður. Í fljótu bragði mætti skilja sem svo. En eg er opinn fyrir öðrum hugmyndum. Samkv. þessu gæti það þá verið þetta sem Hreiðar Már meintiþegar hann sagði Kaupþing eiga 75% fyrir kröfum. En það kemur fram í FT að reiknað sé með að eftir nokkur ár náist um 90% endurheimtur, skilst mér.
![]() |
Nær 75% endurheimtur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2012 | 14:47
Frekar ótrúleg frétt.
Nú hef ég fylgst með öðru eyranu með þróuninni í Grikklandi og án þess að hafa athugað sérstaklega núna - þá finnst mér neðanlinkuð frétt frekar ótrúleg. Sérstaklega að Syriza ætli að fara í stjórn með PASOK og ND. Vegna þess að það síðasta sem fréttist var að Tsipras reitti leiðtoga Vinstra Lýræðisflokksins til reiði með einhverjum yfirlýsingum og Samaras formaður ND lét hafa eftir sér að hann hefði aldrei kynnst slíkri pólitískri nálgun og Tsipras beitti og bætti við að það væri ógerningur að átta sig á hvað hann væri yfirleitt að fara.
þessvegna væri fróðlegt að vita hvaðan moggi hefur þessi tíðindi núna að Tsipras sé barasta bjartsýnn á stjórn. það væri þá frekar og því myndi ég heldur trúa að Vinstri Lýðræðisflokkurinn kæmist að málamiðlun við PASOK og ND.
![]() |
Segir stjórn í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 11:19
Ólafur forseti ræðst að Ríkisútvarpinu.
Gæinn er að tala núna á Bylgjunni. þá er Ríkisútvarpið misnotað og ég veit ekki hvað og hvað.
Jafnframt segir hann að það hefði átt að flytja heilu flugvélafarmanna af fólki, þingmönnurm, ráðamönnum og öðru heldra fólki, út til Brussel til að skoða einhverja LÍÚ sýningu þar.
Allt eftir þessu. það er dregin fram stóra kanónan bara strax og kastað sprengjum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2012 | 00:20
Tsipras og alþjóðleg nefnd endurskoðenda.
Vakti athygli mína á dögunum að þegar Tsipras leiðtogi Vinstri rótækra setti fram 5 skilyrði stjórnar, að þá var þar á meðal, að komið yrði á fót alþjóðlegri nefnd til að rannsaka opinberar skuldir Grikklands.
Svo fór ég að skoða þetta betur, þ.e. hvað lægi að baki. því maður hélt nú að skuldir grikkja væru all-mikið rannsakaðar í bak og fyrir m.a. af IMF og sérfræðingum á þeirra vegum. þess má geta að íslandsvinurinn Paul Thomson var á vegum IMF í Grikklandi en er nú hættur, að eg tel.
Ok. en ég fór að reyna að grafast fyrir um hvað lægi að baki þessari kröfu eða hugmynd. Að þá komst eg að því að þetta er huge mál í Grikklandi eða mál sem talsvert hefur verið í umræðunni.
Að þá er það þannig, að það er nokkuð útbreidd trú þar í landi að Grikkland skuldi ekkert svona mikið eins og gengið er útfrá. það geti ekki bara ekki verið. Og þá er skýringin sú að það sé í gangi alheimssamsæri um að ljúga skuldum uppá grikki.
Fyrir þessu standa vondir útlendingar en einhverjir svikarar innanlands taka líka þátt í því.
þetta finnst mér frumleg hugmynd. Eg er alveg hissa að lýðskrumurunum hérna, ss. Lilju Mós, Simmanum og Ömmanum ásamt Hreifingunni, skuli ekki dúkka upp með þetta. Að Ísland skuldi ekkert svona mikið. það sé bara lygi. Ennfremur að það sé ekkert svona einhver ,,snjóhengja" eða krónueignir erlendra aðila. það sé bara feik. þetta er alveg brillíjant hugmynd. Finnst mér. Alveg brillíjant.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)