27.5.2012 | 19:09
Afhverju eru íslendingar svo miklir þjóðrembingar?
þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör og þessari spurningu er eigi auðvelt að svara í stutu máli. þarna spila eflaust nokkrir samfléttandi þættir inní. Einangrun og fásinni er einn þáttur sem dæmi.
Annar þáttur sem mætti nefna er söguskoðun sem íslendingum var innrætt nánast allar götur á 20.öld. Hún gekk útá það að íslendingar væru frábærari en annað fólk og allt illt stafaði af útlendingum. Án útlendinga = Eilíf hamingja og sæla hjá frábæru íslendingunum.
þó mikil endurskoðun og þróun hafi orðið í sögurannsóknum og gömlu sögutúlkuninni, þjóðrembingstúlkuninni, hafi verið hafnað fyrir talsvert löngu af öllum fræðimönnum - þá er eins og það skili sér seint og illa til innbyggjara. það eitt og sér er umhugsunarvert. Hvað það skilar sér seint og illa til innbyggjara að það sé fyrir löngu búið að afsanna þjóðrembingssöguskoðuninna. það sér maður aftur og aftur að það er eins og fæstir hafi frétt af því.
Sem dæmi um einn þátt rangrar sögutúlkunnar er það atriði að margir trúa því að innbyggjarar hérna hafi alltaf verið rosa mikið maður á móti Konungi. það er alranngt. Alrangt. það voru sennilega fáir sem höfu eins mikið dálæti á Konungi sínum og íslendingar í gegnum aldirnar. Íslendingar voru miklir konungssinnar. þeir litu á hann sem pabba. þeir elskuðu mjög sinn konung í gegnum aldirnar.
þetta atriði, hve innbyggjarar voru miklir konungsinnar, gæti skýrt það afhverju svo margir núna vilja láta forseta fá alræðisvald og skrifa honum alltaf bænaskrár sínkt og heilagt. þeir eru enn soldið aftur í öldum hugarfarslega. þetta er mjög skiljanlegt sögulega séð. þeir eru enn með einvaldan konung í huga og skilja ekki almennilega þingræði og fulltrúarlýðræði. Held það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Héðinn Valdemarsson, stórhöfðingi, skrifaði grein í Nýtt Land um Sjálfstæðismálið svokallaða 1941. þar ber margt á góma eins og gengur en sú umræða að slíta ætti sambandi við Danmörk komst fljótt á skrið eftir að stríðið braust út. það sem er m.a. merkilegra atriða í greininni er að Héðinn bendir á að Konungur hafði í raun ekki neitunarvald samkvæmt stjórnarskrá Íslands. það er eins og innbyggjar hérna hafi ekki allir gert sér grein fyrir því. En þegar horft er til baka og skoðað af fjarlægðaryfirsýn - þá er þetta sugljóslega algjörlega rétt hjá honum. Konungurinn hafði ekki neitunarvald vegna atriðanna er hann bendir skarplega á:
,,Rétt er því að gera sér grein fyrir því, á hverju það byggist, að íslendingar óski eftir lýðveldi. Þingbundin konungsstjórn hefur víða gefizt svipað og lýðræðisstjórn. Lýðveldin hafa venjulega risið upp sem andstæða einræðisstjórnar konunga eða annarra, en er konungsstjórnin hefur orðið þingbundin, hefur valdið raunverulega verið í höndum ráðuneytis, sem lotið hefur þingræði, og konungurinn ekki getað framkvæmt stjórnarathafnir án samþykkis ráðuneytisins, heldur verið skuldbundinn að staðfesta gerðir þess. Það er því eins og hver önnur haugavitleysa, er Þjóðviljinn, sem annars vill halda sambandinu óbreyttu nú, þvert ofan í stefnuskrá Sósíalistaflokksins, talar um að það þyrfti að afnema ,,neitunarvald konungs" því að það er ekki til samkvæmt okkar stjórnarskrá."
(Nýtt Land. 14.3. 1941, bls. 2.)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2012 | 20:23
Var Ísland tilbúið undir sjálfstæði?
það vekur athygli umræðan uppá síðkastið um einráðan forseta. Að sú umræða gengur í stuttu máli útá það að forseti eigi að vera einráður og eigi að vera ,,málsvari þjóðarinnar" eins og það er oft kallað. Allir aðrir eru þá ekki ,,málsvarar þjóðarinnar" býst eg við.
það er alveg ótrúlega undarlegt að sjá svona málflutning 2012. þetta er alveg sláandi líkt því þegar fólk setti allt sitt traust á konung hér fyrr á öldum. Einhver svona barnsleg einfeldni. Konungur (forseti) er pabbinn og þjóðin er börnin.
þetta virkar nánast eins og innbyggjarar hérna séu alls ekki tilbúnir undir það að í þessu landi sé þingræði og fulltrúarlýðræði eins og í öllum öðrum vestrænum ríkjum. Talverður hluti innbyggjarar virðast enn hugarfarslega aftur í öldum stjórnskipunarlega séð. Vilja fá sinn einvalda konung og senda til hans bænaskrár.
Jafnframt er eins og talsverður hluti innbyggjara treysti sér ekki í það að lándið sé sjálfstætt og fullvalda lýðræðisríki sem verði að eiga samstarf og samninga við aðrar þjóðir á lýðræðisgrundvelli.
Margt bendir til þess að Ísland hafi alls ekki verið tilbúið til þess árið 1944 að segja skilið við Danmörk sem sinn umsjónaraðila. það hafi skort vissan grunnskilning á eðli ríkis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2012 | 19:11
Spænska framlagið ber af þetta árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.5.2012 | 15:39
Stjórnarskrá Íslands útskýrð.
,,12. Kongen har med de i denne grundlov fastsatte indskrænkninger den højeste myndighed over alle rigets anliggender og udøver den gennem ministrene.
12.(Forklaring)
Det lyder næsten, som om dronningen bestemmer alt. Men i virkeligheden er det ikke sådan, for grund-loven indeholder store begrænsninger for, hvad hun kan bestemme. Dronningen udøver sin magt gennem ministrene i en regering; hun har ikke nogen selvstændig magt. Det er beskrevet i gr. 13 og gr. 14.
...
19. (Forklaring)
Dronningen udøver sin magt gennem ministrene. Hun kan ikke stilles til ansvar for, hvad regeringen foretager sig (gr. 12, gr. 13 og gr. 14). Derfor skal ordet ,,kongen" læses som ,,regeringen".
http://www.ft.dk/Dokumenter/Publikationer/Grundloven/Min%20grundlov/Kapitel%2003%20Regeringen.aspx
,,Derfor skal ordet ,,kongen" læses som ,,regeringen"."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2012 | 16:59
EU Commission skilar greinargerð í Skuldarmálinu. Ísland brotlegt.
,,Framkvæmdastjórnin leggur áherslu á að innstæðutryggingareglurnar séu hluti af stærri heild úrræða sem miða að því að koma í veg fyrir hrun banka og skaðlegar afleiðingar þess. Bent er á tengsl á milli reglna um bankaeftirlit og innstæðutryggingar og hvernig þessar reglur þurfi að vera samræmdar og mynda öryggisnet alls staðar á hinum innri markaði óháð því hvort um útibú í öðrum löndum eða heimalandi viðkomandi banka er að ræða.
- Alltaf hafi verið ljóst að í mjög víðtækum bankakrísum þyrftu stjórnvöld að grípa inn í innstæðutryggingar og það væri ekkert í tilskipuninni sem bannaði slíka aðstoð.
- Framkvæmdastjórnin heldur því fram að orðalag tilskipunarinnar sé skýrt og að það sé enginn vafi á því að íslenska ríkið hafi brotið gegn árangursskyldu (obligation of result) með því að innstæðueigendur fengu ekki greitt innan þess frests sem tilskipunin kveður á um. Kerfið væri þýðingarlaust ef stjórnvöldum nægði að setja upp tóma tryggingasjóði."
http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7077
Heldur aukast nú vandræðin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 22:44
Danska Stjórnarskráin.
12. grein
Konungur hefur, með þeim takmörkunum sem stjórnarskrá þessi setur, æðsta vald á málefnum ríkisins og lætur ráðherra framkvæma vald sitt.
14. grein
Konungur tilnefnir forsætisráðherra og aðra ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður fjölda ráðherra og skiptir með þeim verkum.
21. gr.
Konungur getur látið leggja fyrir þjóðþingið frumvörp til laga og annarra samþykkta.
32. gr.
2. mgr. Konungur getur hvenær sem er, boðað til kosninga með þeim afleiðingum að umboð þingmanna falla niður þegar kosningar hafa farið fram.
http://stjornarskrain.blog.is/blog/stjornarskrain/entry/1091988/
það er Konungsræði í Damörku. Hann hefur þetta allt í hendi sér konungurinn, eða drottningin. Rekur og ræður menn sitt á hvað. það er bara misskilningur og myta að það sé þingræði í Danmörku.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 16:16
Afhverju fara ekki þessir snillingar
fram á að öll skjöl séu opinber? Td. upplegg Netherlands og UK. Skil það ekki. þetta á allt að vera opinbert.
En varðandi yfrlýsingu Noregs, sem er opinber, þá kemur fram að þeir taka ekki afstöðu í máli Íslands.
Ennfremur er misskilningur í gangi hérna uppi. Upplegg ESA fyrir EFTA Dómsstól er ekkert að fá fram ,,ríkisábyrgð á innistæðum". Uppleggið er að Ríkjum beri skylda til að sjá svo um að þessi skuldbinding, greiðsla lágmarkstryggingar, sé uppfyllt. Hvernig Ríkið uppfyllir það er því í sjálfsvald sett.
þessvegna mun EFTA Dómsstóll fallast á upplegg ESA. Ísland skuldbundið til að greiða lágmarkstryggingu. Algjörlega fyrirséð.
![]() |
Málflutningur hefst 18. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2012 | 15:47
Framsjallar tala við tóman sal.
Framsjallar tilkyntu núna í dag að þeir ætluðu að halda áfram sínu tali við tóman sal fram undir verslunarmannahelgi.
Ekki náðist í salinn til að kanna viðbrögð hans en áður hefur komið fram að honum leiðist blaður þeirra framsjalla og frægt varð á dögunum er salurinn lét sig hverfa. Svo leiðinlegt var tal framsjalla. Höfðu allir fullan skilning á brotthvarfi salarins og kölluðu vonlegt.
![]() |
Verður þingað fram í júlí? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2012 | 18:37
Forseti hefur ekkert þessi völd.
Kristján X konungur vor hafði meiri skilning á þingræði en margir kjánainnbyggjarar hérna árið 2012. það segir sína sögu um fávisku innbyggjara hérna sumra, að halda það að forseti geti rofið þing uppúr þurru án atbeina ráðherra - að mann rekur í rogastans. þetta fólk sem skrifar svona veit bókstaflega ekki neitt.
Hint: þingræði? Einhver??
![]() |
Krafist þingrofs og kosninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)