14.4.2013 | 14:47
Álitsgjafi í umræðuþætti: Ríkisstjórnin jók skatta á þá sem mestu höfðu tekjurnar - sósíalismi andskotans!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 13:21
Það er óvenju mikið bull og skrum í pólitískri umræðu í aðdraganda kosninga 2013 miðað við margar síðastliðnar kosningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2013 | 11:10
Framsóknarmenn við fasteignasala 2003: Fjölskyldurnar í landinu með 60 milljarða í yfirdrátt í bönkum. Nú skulum við bara gefa í!
,,Á fundi Framsóknarflokksins í gær með fasteignasölum og forráðamönnum Íbúðalánasjóðs voru kynntar hugmyndir um það að gera fólki kleift að taka 90% húsnæðislán. Talsmenn flokksins sögðu að fjölskyldurnar í landinu væru með samtals 60 milljarða í yfirdrátt í bönkum landsins og væru að borga himinháa vexti af honum. Segja talsmenn flokksins að með nýja húsnæðislánakerfinu, sem verður komið í gagnið að fullu árið 2007, hafi fjölskyldurnar meira á milli handanna og þurfi síður að nýta sér yfirdráttarheimildir bankanna."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=251386&pageId=3469883&lang=is&q=90%20h%FAsn%E6%F0isl%E1n
LOL.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2013 | 02:40
Ísland 2003: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (...) varar við hugmyndum um að auka húsnæðislán upp í 90%. Framsókn: ,,Þetta eru varkárir menn".
,,Í skýrslu sendinefndarinnar segir að það hvíli fyrst og fremst á ríkisfjármálum og annarri stefnu stjórnvalda að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Í því samhengi er varað við því að hugmyndir stjórnvalda um útlánaaukningu Íbúðalánasjóðs verði að veruleika. Það er sagt geta grafið undan lausafjárstýringu Seðlabankans. ,,Þetta eru varkárir menn og leggja áherslu á að þetta verði innan strangra marka," segir ÁrniMagnússon félagsmálaráðherra..."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=263655&pageId=3703300&lang=is&q=%DEetta%20eru%20vark%E1rir%20menn%20%FEetta
LOL. það er mikið ólíkindum skaðinn sem framsóknarmenn hafa unnið landi og lýð. En því skal eigi gleyma að þeir Sjallar voru með þeim framsóknarmönnum í þessari vitleysu eins og annarri á einræðistímabili þeirra. Sjallar geta ekkert firrt sig ábyrgð af þessum hagstjórnarmistökum - sem nánast allar stofnanir innanlands sem utan vöruðu stranglega við! Nema einhverjar framsóknarstofnanir.
![]() |
Syndir framsóknarmanna eru stórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2013 | 22:46
Hvað varð um Framsóknarflokkinn og 400 milljarðana?
Það er ljóst að raunveruleikaþátturinn ,,Launsátursdrama Sjalla" hefur gjörsamlega skyggt á kómedíu þeirra framsóknarmanna, ,,Náð í 400 milljarða af vondum útlendingum með kylfum og haglabyssu".
Það er alveg ljóst. Framsóknarflokkurinn virðist hafa týnst soldið. Framsóknarmenn verða eiginlega að bæta í. Koma með eitthvað nýtt til að skáka þessu rauveruleikadrama þeirra Sjalla.
Hugsanlega gætu þeir komið með seríu tvö sem gæti heitað: ,,Náð í 500 milljarða frá vondum útlendingum með kylfum og haglabyssu". það má alveg hugsa sér eitthvað slíkt.
Eitthvað verða þeir sennilega að gera því líklega fær Sjallaflokkur einhverja sveiflu til sín útá dramað og sú sveifla kemur frá Framsóknarflokki ef ekkert verður að gert.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2013 | 17:50
Liðsstjóri launsátursmanna víkur.
Þetta er svona álíka og að Svarthöfði Dufgusson hefði vikið á sínum tíma en Sturla Sighvatsson bara klappaður upp.
,,Friðrik Friðriksson hefur sagt af sér sem formaður kosningastjórnar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi." (visir.is)
![]() |
Ber fullt traust til Bjarna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2013 | 12:38
Launsátrið mistókst gjörsamlega.
Atlaga ákveðins arms Sjalla að formanni flokksinns fer sennilega í sögubækurnar sem misheppnaðasta launsátur ever. Þó má segja sem svo að vörnin við fyrirsátinu hafi verið býsna snjöll og óvenjuleg eða nýstárleg.
Upplegg launsátursmanna var í sjálfu sér ekki al-galið. Þeir földu sig þarna í gildraginu við grjóturðina og létu glytta í rýtingana og vopnin og hugsunin var að formaðurinn neyddist til undanhalds.
En formaðurinn átti þá eitt vopn sem launsátursmenn reiknuðu ekki með. Hann dró tilfinningasverðið úr slíðrum. Á einu augabragði snerist staðan. Launsátursmenn voru neyddir úr felum og út á opið svæði - en það vildu þeir alls ekki og hlupu hver í sína átt eftir gilbotninum og bak við grjóthnullunga. Jafnhliða snerist almannarómur með formanninum.
Hitt er svo annað mál, að ef formaðurinn tekur ekki á þessu og þá þannig að hafi varanleg áhrif - þá stórefa ég að launsáturmenn séu af baki dottnir. Fyrsta sem þeir gera eftir þessa misheppnuðu för sína verður án efa að setja á fund þar sem nýtt plan er samið.
![]() |
Bjarni heldur áfram sem formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.4.2013 | 14:00
Eru launsátursmenn að missa tökin á atburðarrásinni? Náði Bjarni að víkja sér undan atlögunni og stendur nú stöðugur með gott tak á sverði og skildi?
Um þetta má velta vöngum. En ljóst er að viðtalið á RUV var að mörgu leiti afar óvenjulegt. Augljóst var að Bjarni hafði búið sig undir þessar spurningar í þættinum, að strax yrði farið að spyrja um þetta efni - og þar af leiðandi var hann líka búinn að undirbúa svörin ásamt sínum PR sérfræðingum.
það sem gerðist í svörunum var, að Bjarni sýndi þarna af sér alveg nýja hlið. Hann kom út sem ,,mannlegi" karakterinn, fullkomlega afslappaður og yfirvegaður, og höfðaði til tilfinninga fólks. Sem sjá má víða á svokölluðum samfélagssíðum á internetinu - að hafði sterk áhrif á margra.
þessvegna er eiginlega ekki spurningin um að hann náði að víkja sér undan sendingunni frá launsátursmönnum heldur er spurningin miklu fremur sú hvort hann hafi náð að grípa spjótið á lofti - og senda það rakleiðis til baka í átt að launsátursmönnum.
Það verður bara að koma í jós í rólegheitunum - en mitt mat er að ef Bjarni mundi núna láta kné fylgja kviði, þá gæti hann gert dáldinn skurk í liði launsátursmanna.
![]() |
Hefur aðeins þessa 1-2 daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er alveg kárt að það væru mistök. En Bjarni hefur líka gert ákveðin mistök í því að taka ekki á þessum innanbúðarófriði og aftursætisbílsstjórum sem hafa augljóslega gert honum erfitt fyrir síðan hann tók við. Það virkar soldið mikið þannig að ófriðurinn og aftursætisígripin komi ekki síst frá fv. formanni og fv. valdamönnum Sjallaflokks. Og hefur komið þannig út að stundum er eins og Bjarni hafi eina stefnu í dag og aðra á morgun. Mjög óvanalegt fyrir Sjallaflokk.
Kalt mat segir manni að Bjarni eru mun sterkari pólitískur karakter en Hanna Birna. Að vísu hefur aldrei almennilega reynt á það vegna ófriðarins og aftursætismanna. það hefur stundum verið erfitt að átta sig á hvort Bjarni er að tala útfrá því sem hann telur rétt eða hvort hann er að friða þennan eða hinn arminn í flokknum í það og það skiptið.
Jafnframt er óheppilegt fyrir Hönnu Birnu að koma inní formannssæti með þessum hætti.
![]() |
Ég útiloka ekkert |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2013 | 22:29
Allir frambjóðendur í sjónvarpssal. Kemur ekkert útúr því.
Það að svo mörg framoð eru gerir það að verkum að þegar allir frambjóðendur eru samankomnir í sjónvarpssal - þá verða umræður í raun marklausar. Öll þessi framboð eru þessvegna eyðandi fyrir lýðræðið. Jafnframt í samhengi þess að flest þessara nýju framboða hafa í raun ekkert fram að færa. Ekki neitt.
það eru að vísu helst Björt framtíð sem boðar skynsemi og yfirvegun og svo Píratar sem í grunninn gætu haft smá nýjan vinkil sem að sumu leiti er alveg umhugsunarverður.
Með Píratana per se, þá finnst mér hópurinn samt of sundurleitur til að það fúnkeri almennilega. Það er eiginlega Smári McCarthy sem ber soldið af hjá þeim. Allavega í orðræðu. Og framsetning hans er þess eðlis að maður hefur smá trú á honum. það á þó eftir að reyna betur á það.
Hinsvegar, í heildina, er sumt hjá pírötum hálf útópíulegt og maður er ekki að sjá að hópurinn í heild sé tilbúinn til að fara í ríkisstjórn eða þesháttar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)