23.4.2013 | 14:25
Það fór þannig sem margir ætluðu að Framsóknarmenn geta með engu móti útskýrt hvernig óréttlát flöt niðurfelling húsnæðisskulda eigi að fara fram.
Nema að Ríkið borgi á endanum brúsann. þ.e. almenningur í landinu hérna. Það er bókstaflega ekki nokkur leið að sjá hvernig Framsókn ætlar að gera þetta öðruvísi en almenningur borgi. Enda geta þeir ekki rökstutt upplegg sitt.
Þá ætti fólk núna að snúa sér að loforðum Sjallaflokks um skattaafslátt sem fari inná höfuðstólinn. þar er verið að tala um gríðarlegar upphæðir sem tekið verður af ríkissjóði. Og hvað verður þá um velferðakerfið í landinu hérna? Framsókn hefur reyndar þetta loforð lika! Framsókn er líka með loforð Sjalla um skattaafslátt sem fari í afborgun húsnæðislána.
![]() |
Segir heimilin fá leiðréttingu strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2013 | 23:49
Framsóknarflokkurinn ,,svarar" spurningum um hvernig þeir ætla að draga 400 milljarða upp úr hatti vondra útlendinga - engin svör. Ekkert sem hönd er á festandi.
Þetta er náttúrulega með hreinum ólíkindum og ósköpum. Td. bara hægt að líta á fyrsta svar - Haa??
,,1. Snýst leið Framsóknar bara um krónueignir kröfuhafa í þrotabúunum, það er reiðufé og virði Arion banka og Íslandsbanka? Ef svarið er já er þá ekki ljóst að 300 milljarðarnir sem Stefán talar um verða ekki notaðir tvisvar, það er (A) til þess að fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og til að liðka fyrir afnámi gjaldeyrishafta annarsvegar og svo (B) hins vegar til að lækka lánaskuldir heimilanna um 20%?
Svar: Í lið (A) koma fram ósamrýmanleg markmið: ,,fækka krónum í umferð, lækka skuldir ríkisins og liðka fyrir afnámi hafta". Það er ekki hægt að taka krónur úr umferð með því að lækka skuldir ríkisins. Það er augljóst að ef ríkið notar krónur til að greiða skuldir sínar, þá fá einhverjir þær krónur til afnota og þær eru þá aftur komnar í umferð. Nema viðtakendur krónanna geti greitt upp einhverjar skuldir við banka og geri það. Í lið (B) er hægt að ná fram lækkun skulda heimila og að fækka krónum um leið. Að því leiti sem krónur væru notaðar til að greiða niður skuldir heimila við banka þá myndi peningamagn lækka sem því næmi."
http://frostis.is/10-spurningum-ossurar-um-framsoknarleidina-svarad/
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2013 | 21:12
Íslendingar ætla að kjósa sig aftur í tímann, að því er virðist.
Ef fram fer sem horfir og íslendingar kjósa Framsjalla til valda hérna, að þá þýðir það bara að snúið verði aftur til helmingaskiptafyrirkomuagsins sem var hérna við líði. Og það þýðir líka afturhvarf og hugarfarslega stöðnun.
Framsjallar eru ekki að bjóða uppá neitt nema þetta sama gamla. Engin framþróun heldur afturför í raun.
Orsökin fyrir þessum pólitísku furðulegheitum íslendinga er langtíma propaganda Framsjallafjölmiðla og brúnstakka þeirra sem djöflast hafa látlaust síðan þeir voru settir út fyrir garð.
það er ljóst að það skiptir miklu fyrir valdablokkir að baki Framsjöllum að þeir komist sem fyrst að þjóðarkjötkatlinum og geti farið að moka feitu bitunum uppá sinn disk á kostnað almennings.
það veldur vissulega vonbrigðum að pólitísk greind íslendinga sé ekki meiri en þetta. Gerir það nefnilega. Veldur vonbrigðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2013 | 22:41
Ætli framsóknarflokkurinn eða bakmenn þeirra hafi keypt stöð 2 og bylgjuna fyrir kosningarnar 2013?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.4.2013 | 16:08
Ísland er að borga Icesaveskuldina upp í topp. Þetta virðist flækjast fyrir mörgum. Vitleysisþjóðaratkvæðagreiðslurnar og bjánatal framsóknar skiptu engu.
Ísland er að borga skuldina upp í topp Með eignum og í gegnum Nýja Landsbankann sem er í ríkiseigu. Ekki aðeins lágmarkið heldur uppí topp. Afhverju flækist það svo fyrir fjölmiðlum að segja fólki það?
Jafnframt er hreinn barnaskapur að halda að það yrði yfirhöfuð leyft að stefna viðskiptahagsmunum landsins við vinaþjóðirnar B&H í voða með einhverjum fíflagangi eins og bjánatali framsóknar. Um þetta var því samið á bakvið tjöldin 2009-2010. Með skuldarbréfum frá nýja banka til þess gamla.
Eftir það snerist samningur milli ríkjana aðeins um að Ísland fengi ákveðinn siðferðisstimpil sér til hagsbóta. Framsóknarvitleysingar sem lítið kunna og lítið geta og indefensskúrkarnir ásamt forsetagarmi komu í veg fyrir það með tilheyrandi stórtjóni fyrir land og lýð og borga menn þann skaðakostnað framsóknar á næstu árum.
Þetta er ekkert flókið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.4.2013 | 12:28
Hvað kosta kosningaloforð Sjallaflokks og Framsóknar?
Nú lofa bæði Sjallar og Framsókn að þegar þeir verða teknir við hérna í maí, að þá eigi ríkið að borga húsnæðisskuldir vel stæðra eignamanna í Rvk. Þeir leggja það þannig upp að viðkomandi eigi að fá skattaafslátt sem fari í afborgun húsnæðisskulda. Man ekki alveg töluna í augnablikinu en um er að ræða tugi þúsunda á mánuði í skattaafslátt.
Þetta verða þá tekjur sem ríkið verður af. Hvar ætla þeir að skera niður á móti? Og hve mikið þarf að skera niður. Hvað kostar þetta?
Alveg undarlegt að sjá ekki nokkurn fjölmiðil spyrja slíkra einfaldra spurninga. Fjölmiðlar á íslandi eru meira og minna handónýtir. Enda allir í eigu og/eða undir áhrifavaldi þeirra Framsjalla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2013 | 22:45
Framsóknarmenn á hrægammaveiðum.
Framsóknarmenn á hrægammaveiðum.

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2013 | 18:14
Á að færa vöruverð aftur til 2007?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2013 | 13:15
Stefna Framsóknar og Sjalla sú sama í húsnæðisskuldamálum.
Þeir hafa báðir það kosningaloforð að gegn því að borga húsnæðisskuldir þá fái fólk skattaafslátt sem renni síðan beint inná höfuðstólinn.
Hvort útrekningar liggja fyrir um hvað þetta kostar og hvaða áhrif það hefur á útgjöld ríkissjóðs og hve mikið þarf að skera niður velferðakerfið og/eða auka álögur liggur ekki fyrir, að eg tel. Ennfremur liggur ekki fyrir nákvæm útfærsla á efninu svo eg viti til. þessi hugmynd kom þó fram á þingi 2012, minnir mig.
![]() |
Kröfuhafar taki á sig afskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2013 | 00:51
Góð grein Hallgríms Helga um pólitísk efni frá Íslandi.
,,At the moment, the biggest political party in Iceland, is the good old Farmers Party, Fremskridtspartiet, the former hotbed of criminal corruption, criminal provinciality and criminal stupidity."
http://www.dv.is/blogg/hallgrimur-helgason/2013/4/19/grein-i-weekendavisen/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)