12.3.2014 | 00:04
Um 65% þjóðarinnar vilja klára Aðildarsamning við Sambandið samkvæmt skoðanakönnunum.
Þetta er alveg sláandi. Svo standa andsinnarnir með þjóðrembingssvipuna líkt og einhverjir harðstjórar og segjast vera sjálfskipaðir talsmenn þjóðarinnar. Það eru tvær skoðanakannanir sem sýna tvímælalaust og afdráttarlaust vilja kjósenda til að Aðildarsamningur sé kláraður.
Bæði könnun sem fréttablaðið gerði: http://www.visir.is/tveir-af-thremur-vilja-ljuka-esb-vidraedum/article/2014703019913 og svo könnun sem MMR gerði en sú könnun er þó sérkennilega orðuð en það er að vísu viðloðandi það fyrirtæki að orða spurningar sérkennilega: http://www.mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/379-meirihluti-vill-halda-adhildarvidhraedhum-vidh-evropusambandidh-opnum
Hjá MMR er jafnvel enn meir afgerandi niðurstaða. Og nei, það þýðir ekkert að segja ,,fréttablaðið bla bla" o.s.frv. því könnun Fbl. er alveg framkvæmd á hefðbundin hátt og kannanir sem það blað gerir hafa ekkert reynst verri að meðaltali en þær sem aðrir gera.
Það sem er svo mest áberandi við afstöðuna hjá MMR er þessi munur á milli höfuðborgar og landsbyggðar. Furðulegur og umhugsunarverður munur á afstöðu manna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2014 | 18:59
Þetta er barasta rangt hjá honum með svokallaða gengisvísitölu.
Þessi blessaða gengisvísitala er beisiklí sú sama nánast frá hruni og líka síðust 12 eða 14 mánuði eða hvað menn vilja nefna í það og það skiptið. Mér virðist vera mikil blekking í orðum manna og kvenna sem tala núna uppá síðkastið um ,,ógurlega stykingu" svokallaðrar krónu. Þetta er blekking til peppa upp þjóðrembing. Enda, gjaldeyrishöft? Einhver heyrt um það?? Það eru gjaldeyrishöft hérna og þau nokkuð stöng. Og virðast vera að herðast ef eitthvað er.
http://www.m5.is/?gluggi=gjaldmidill&gjaldmidill=22
![]() |
Ábyrgð þessa fólks er mikil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.3.2014 | 16:59
Fregnir af Evrópu: Fleiri en 20 sérstök fiskveiðistjórnarsvæði innan ESB. Íslensk löggjöf yrði lögð til grundvallar
,,Reyndir samningamenn sem Evrópubloggið hefur rætt við eiga erfitt með að skilja staðhæfingar lögfræðiprófessors og háskólakennara á Akureyri sem hvorugir hafa tekið þátt í aðildarviðræðum eða alþjóðasamningum svo vitað sé um það hvað sé hægt að semja um og hvað ekki í viðræðum við Evrópusambandið.
Þessu er enn haldið fram þrátt fyrir að Björg Thorarensen, prófessor, sem ólíkt kollegum sínum var þátttakandi í viðræðunum og varaformaður samninganefndar, hafi lýst þeim miklu möguleikum sem séu á þvi að fá sérstöðu Íslands viðurkennda í aðildarviðræðum, meðal annars á sviði sjávarútvegs- og fiskveiða."
...
http://evropublogg.is/?p=682
Heldur aukast nú vandræði andsinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2014 | 23:13
Maðurinn sem samdi um varanlegar undanþágur við ESB.
Harmageddon ræðir við Per Ekström fv. ráðuneytisstjóra á Álandseyjum sem samdi við ESB um varanlegar undanþágur Álandseyja. Hann býr hérna útí bæ og talar reiprennandi íslensku.
http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP25179
Vandræðalegt fyrir andsinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2014 | 18:47
Í Danmörku er heilbrigðisþjónusta ókeypis og almenningur fær kaup frá samfélaginu fyrir að mennta sig.
Eg hed að sama kerfi sé í Færeyjum og Grænlandi.
Hvernig stendur á því, að hér uppi í fásinni er almenningur látinn liggja hjá garði eins og á Miðöldum ef hann veikist og afhverju þarf fólk að setja sig í skuldafjötra ef það vill mennta sig? (ofannefnt á ekki við framsjallaelítuna sem vonlegt er enda syndir hún í gullinu og fjármunum)
Ef allt er svona genatískt frábært hér af prumpuþjóðrembingi og öfgagenum til hægri og vinstri ofan á allar ,,auðlindirnar" - afhverju er þá þessi munur í viðhorfi til almennings í samfélaginu milli þessara landa?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
,,að viðbættum brezka fiskiflotanum, ef tekst að þvæla Bretlandi í Efnahagsbandalagið! Og atvinnurekendur í þessum löndum fá þá sama rétt og Norðmenn sjálfir til þess að stunda atvinnurekstur í Noregi, setja þar fyrirtæki á stofn og flytja þangað erlenda verkamenn í tugþúsunda eða hundraða þúsunda tali. (...) Hvaða úrslitakosti hafa Íslenzku ráðherrarnir og sérfræðingar þeirra fengið. varðandi það að gera einnig landhelgi Íslands að almenningsgagni tugmilljónþjóða og fiskiflota þeirra? Er Emil Jónsson kannski enn að betla um gálgafrest fyrir Ísland og íslenzku landhelgina, nokkurra ára gálgafrest? Eða eru skilyrði Efnahagsbandalagsins um þetta ef til vill eitt þeirra leyndarmála, sem ráðherrarnir hvísla að Hermanni og Eysteini, en dulið er. öllum þorra þjóðarinnar þangað til búið er að beygja og múta nógu mörgum til að berja innlimun Islands í Efnahagsbandalagið gegnum Alþingi á einum eða tveimur dögum?" (þjóðviljinn 1962)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217476&pageId=2796808&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Vitleysingar á heimsmælikvarða. En að öðru leiti, almennt séð, - eru sláandi líkindi við ,,málflutning" andsinna í nútímanum. Alveg sláandi. Alveg sömu megin vitleysis línurnar og málflutningurinn og þjóðrembungssvipan á loft ásamt svikabrigslum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2014 | 19:57
Lífið er ljúft í ESB.
Sól og sumarylur. En hér uppi í fásinni trekkur og kolsvört ásjóna andsinna í hvívetna, myrkvuð á allan hátt. Þetta eru auðvitað engin ný tíðindi enda lýsti Múmínpabbi þessu vel fyrir Jóni Gnarr sem ræddi við hann ESB mál í opinberri heimssókn fyrir nokkrum árum. Múmínpabbi sagði að það væri miklu betra eftir að Múmíndalur gekk í ESB ásamt Finnlandi: ,,Ég átti gott samtal við múmínpabba. Hann sagði mér að lífið í Múmíndal væri mun betra eftir að Finnar gengu í ESB. Hann hvatti Íslendinga til að gerast aðili að ESB."
http://www.mbl.is/folk/frettir/2010/08/04/muminpabbi_hvetur_islendinga_til_ad_gerast_adilar_a/
![]() |
Óvenjuleg hitabylgja í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.3.2014 | 13:53
Þjóðviljinn 1962: Sovétríkin eru að byggja upp paradísarþjóðfélag.
,,Á næsta áratug 19611970 munu Ráðstjórnarríkin fara fram úr Bandaríkjunum, háþróaðasta auðvaldslandinu, á sviði framleiðslu á hvern íbúa. Fyrirhuguð er mikil aukning á landbúnaðarframleiðslu og miklar kjarabætur. Erfiðisvinna sem slík mun smátt og smátt hverfa. Ráðstjórnarríkin verða land stytzta vinnudags í heimi. Húsnæðismálin verða leyst i öllum aðalatriðum. Í lok þessa áratugs munu allar fjölskyldur Ráðstjórnarríkjanna hafa fengið íbúðir með nýtízku þægindum, og öll nýgift hjón munu fá sína íbúð."
(þjóðviljinn 1962)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217312&pageId=2794827&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Talandi um óraunsæi í þjóðfélagsumræðu og tal sem stenst illa tímans tönn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2014 | 02:21
Varist innlimunaráróðurinn.
,,Innlimunarmennirnir eru óþreytandi við iðju sína. Viðleitni þeirra á þessu stigi beinist helzt að því, að gera aðild Íslands að Efnahagsbandalaginu sem sakleysislegasta. Og ekki nóg með það, þeir slá alltaf úr og í, allt sé óvíst um þátttöku íslands, hvort af henni verði og hvernig hún verði. Og segja má að flestir sótraftar séu á sjó dregnir þegar farið er að senda hina svonefndu ,,Frjálsu menningu" út af örkinni í þessu skyni, en það er sem kunnugt er einn hræsnisfyllsti og vesalasti félagsskapur á öllu landinu. En bak við þetta áróðursgutl eru svo valdamenn stjórnarflokkanna, menn eins og Gunnar Thóroddsen og handgengnir menn honum í nazistadeild Sjálfstæðisflokksins og ,,hagfræðingar" Alþýðuflokksins og aðrir toppkratar, sem ekki hafa farið dult með þá ætlun sína að íslandi skuli þvælt í Efnahagsbandalagið og sjálfstæði landsins þar með afsalað. Það er þeirra vilji og þeirra ætlan, innlimun íslands í hið nýja Stór-Þýzkaland, það er þeirra framtíðarsýn fyrir íslenzku þjóðina, og að þeim þokkalegu áformum er nú unnið leynt og ljóst í samvinnu við erlenda valdamenn, íslenzkir ráðherrar og ,,sérfræðingar" á þveitingi til Bonn til að taka þar við fyrirmælum, í viðbót við hin bandarísku."
(þjóðviljinn 1962)
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=217312&pageId=2794827&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2014 | 19:21
Vér stöndum andspænis ægilegustu hættu, sem vér höfum mætt sem þjóð, frá því íslendingar urðu til.
,,Innlimun vor í Efnahagsbandalagið: ,,jafnrétti" ríkustu auðhringa heims við oss fátæka til fjárfestingar hér, ,,jafrétti" 300 milljóna manna við oss fámenna til búsetu hér, getur táknað endalok íslenzkrar þjóðar. Hún gæti þá horfið sem dropi í þjóðahajið. Einn dýrmætasti og fegursti gimsteinn heimsmenningarinnar, - íslenzk menning, íslenzkt þjóðerni, - sykki þá í hyldýpi sögunnar. Eftir yrði minningin ein - einnig um þá kynslóð þjóðar, sem brást á úrslitastund. Frá því land byggðist, hzfur engin kynslóð borið svo örlagaríka ábyrgð sem vor. Árið 1962 verður örlagastund hennar og þjóðarinnar, - afstaðan til einhvers konar inngöngu í Efnahagsbandalagið prófsteinninn á ættjarðarást hennar og ábyrgðartilfinningu gagnvart komandi kynslóðum og Islandi."
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=282957&pageId=4095795&lang=is&q=Efnahagsbandalagi%F0
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)