15.3.2014 | 13:57
Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að frjálsar veiðar báta undir 11 metrum geti hugsanlega orðið varanlegar í Noregi.
,,Frifiske kan bli permanent.
Fiskeriminister Elisabeth Aspaker sier at ordningen med fritt fiske for båter under 11 meter kan bli en permanent ordning."
http://www.kystogfjord.no/nyheter/forsiden/Frifiske-kan-bli-permanent
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2014 | 01:01
Færeyingar og ESB semja um gagnkvæmar fiskveiðiheimildir.
Færeyska samninganefndin: Frá vinstri, Jógvan Jespersen, Ingibjørg Thomsen, Herluf Sigvaldsson formaður samninganefndar menntaður í Diplomacy og International Negotiations frá háskólanum í Lundi , Jóannes V. Hansen, Hanus Hansen, og Anna E. Hofgaard.

,,Føroyar og ES undirritaðu í gjár eina fiskivinnusemju í føroysku sendistovuni í London.
Semjan er galdandi fyri 2014 og hevur við sær, at Føroyar fáa atgongd at fiska 46.000 tons av føroysku makrelkvotuni í ES-sjógvi. Tað svarar til 30% av føroysku makrelkvotuni.
Eisini fáa Føroyar atgongd at fiska 25.000 tons av føroysku svartkjaftakvotuni í ES-sjógvi.
Somuleiðis fær ES atgongd at fiska 46.000 tons av sínari makrelkvotu og 25.000 tons av sínari svartkjaftakvotu í føroyskum sjógvi.
Harumframt er semja eisini gjørd um býtið av ymiskum fiskasløgum við ávísum broytingum í mun til fiskivinnuavtaluna frၠ2010." http://www.nordlysid.fo/foroyar+og+es+gjort+semju+um+fiskiraettindi.h
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2014 | 19:37
Ríkisstjórn framsjallaelítunnar í þvílíka ruglinu á heimsmælikvarða.
Rúin trausti ranglast þessi vesalings elítustjórn um velli með skaðakostnaðarhalann á eftir sér sem orðinn er gríðarlega stór og langur. Atferli þeirra allt er með þeim hætti að þeir gætu hreinlega farið landinu að voða. Ekki aðeins rústað því heldur kafsiglt því með óvita- og vitleysingahætti. Þeir búnir að komast uppá kannt við alla landsins nágranna.
Allstaðar forsmáðir og hvergi taldir húsum hæfir innanlands sem utan. Sem vonlegt er. Slíkt er háttalagið hjá þessari ofstækiselítu og sérhagsmunaklíkum.
Núna ætla þeir að fara að láta Tryggva Herberts, af öllum mönnum, fara að ausa 150 milljörðum aðallega til betur stæðra einstaklinga í samfélaginu. Til þessa ráðs grípa þeir í einhverju pati og ruglanda og vita ekkert hvernig þeir eiga að framkvæma eigin svikalygaloforð.
Almenningur og aðallega hinir verr stæðu, fátækir og sjúkir, borga svo framsjallabrúsann. Rétt eins og allan skaðakostnaðinnsem verður af framsjallaelítunni, sérhagsmunaklíkunum og almennum þjóðrembingsprumpurum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2014 | 14:18
Færeyingar sömdu við ESB um að fiska 45.000 tonn af makríl í ESB sjó. Geta veitt makríl allt árið. Stóraukið verðmæti afla.
,,Avtalan ger, at føroyingar kunnu fiska makrel alt árið og at virði av fiskinum hækkar.
Tað, sum skuldi vera ein fyrireikandi fundur um sínámillum fiskirættindi, endaði við einari avtala millum Føroyar og ES. Avtalan hevur við sær, at sleppa føroyingar at fiska 45.000 tons av makrelkvotuni í ES sjógvi.
Betri prís Avtalan hevur stóran týdning, tí eftir 1. apríl kunnu føroyingar fiska makrel alt árið, og tað fer at økja nógv um virði á fiskinum, sigur Jacob Vestergaard er landsstýrismaður í fiskivinnumálum"
http://kvf.fo/netvarp/uv/2014/03/14/fiskiveiuavtala-vi-es-undirskrivai-gjrkvldi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2014 | 00:27
Ef framsjallar vilja endilega semja um makrílinn - afhverju ganga þeir þá ekki inní samninginn og þegja svo!?
Það er nánast átakanlegt að hlýða á þjóðrembingsvæl framsjalla, LÍÚ og almennra þjóðrembinga vegna þessa makrílsamnings sem ábyrg lönd sömdu um á dögunum. Þvílíka vælið og volið. Samningurinn innifelur að framsjallar geta andskotast inní samkomulagið! Halló. Það var auðvitað reiknað með óvitunum af ábyrgum vinaþjóðum. En ef framsjallar vilja ekki samning, eru skít-, logandi hræddir við að sjá samning og vilja endilega gefa út kvóta til LÍÚ einhliða - nú þá gera þeir það bara.
Svo legg eg til að framsjalla- og LÍÚ-elítustjórnvöld segi af sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2014 | 17:47
Það virðist vera búið að friða Norðurpólinn og stórt svæði þar um kring. Önnur lönd við garminn og framsjallastjórnvöld: Vertu úti vinur!
Ef það er ekki þegar búið að því - þá er það á góðri leið með að búið sé að því! Í fyrst lagi hefur ESB þingið gefið jákvæð merki og Greenpeace lýsir yfir sérstakri ánægju. (En Grennpeace og fleiri umhverfissamtök hafa lengi barist fyrir þessu.) og í annan stað var samþykkt af Danmörku, BNA, Rússlandi og Kanada á fundi í Nuuk í febrúar friðun á nefndu svæði.
Fréttirnar berast frá Færeyjum.
http://aktuelt.fo/video+skeivt+at+danmark+ger+avtalu+um+friding+i+arktis+uttan+radforslu+vid+foroyar.html#.UyHtHvl_uIg
Þarna er rætt við Sjúrð Skaale (video) sem er m.a. meðlimur á danska þinginu fyrir Færeyja og er nokkuð áberandi karakter í færeyskri pólitík. Varð frægt þegar hann yfirgaf Þjóðveldisflokkinn og fór í Jafnaðarmannaflokkinn og þurfti þ.a.l. að snarsnúa margri sinni pólitískri afstöðu td. varðandi sjálfstæði Færeyja en það er eitt meginmál Þjóðveldisins. Soldið skondinn karakter og. fv. söngvari. Hann hefur verið viðloðandi Norðurpólsráðið.
Vandræðalegt fyrir íslensk stjórnvöld?
,,Sjúrður Skaale, fólkatingslimur og næstformaður í Umhvørvisnevndini í Norðurlandaráðnum, vil vita, hví Noreg og Danmark hava lagt ætlanir fram um at friða økið í Norðuríshavinum, uttan at spyrja Føroyar og Ísland eftir.
Strandalondini í Arktiska Ráðnum, Danmark, USA, Noreg, Russland og Kanada, hava á fundi í Nuuk í februar mánað avtala, at friða økið í Norðuríshavinum."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2014 | 12:44
Klúðurstjórnin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.3.2014 | 23:46
Færeyjar, Norðmenn og ESB við LÍÚ-Framsjallann: Vertu úti vinur! Fullorðna fólkið þarf að tala saman.
Þau tíðindi bárust uppí framsjallafásinnið að búið væri að semja um makrílinn. Framsjallar komu náttúrulega af þjóðrembingsfjöllum. Vissu ekki neitt. Efasamt er að þeir viti hvað orðið ,,að semja" merkir. Þessvegna gátu þeir auðvitað ekki vitað neitt. Alltaf til stórskammar fyrir Ísland þessi elíta og sérhagsmunaklíkur. Skipting makrílsins er þessi:
Sirka 279 000 tonn til Nojara, sirka 611 000 tonn til ESB og sirka 156 000 tonn til Færeyinga. þá eru sett sirka 42 000 tonn ælþjóðlegum sjó sem stjórnað er af NEAFC.
http://www.regjeringen.no/nb/dep/nfd/pressesenter/pressemeldinger/2014/Enighet-om-trepartsavtale-om-makrell.html?id=752940
Þá segja norsku sjávarútvegssamtökin að heildarkvóti sé ákveðinn 1.240.000 tonn.
http://fiskebat.no/Default.asp?page=9242&item=58228,1&lang=1
Ef það síðasttalda er rétt - þá virðist vera hugsað fyrir álíka kvóta til Íslands og Færeyja. Og það var það sem búið var að tala um. Spurning með Grænland.
Það sem skiptir ekki síður máli en kvótatölur eru samningar um gagnkvæmar heilmildir til veiða í sjó hvors annars. Ekki er alveg ljóst hvernig því er háttað - en svo virðist sem færeyingar hafi samið um veiðar í norskum sjó þegar makríllinn er hvað verðmætastur.
Bloggar | Breytt 13.3.2014 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2014 | 16:26
Á efirfarandi myndbandi má sjá bestu rokk/popp hljómsveit sem verið hefur á Íslandi ever. Tvímælalaust.
Jú jú, það má alveg segja að margir aðrir íslenskir einstaklingar eða hljómsveitir hafi samið betri og merkilegri tónlist og þá ekki síst í alþjóðlegu samhengi o.s.frv. Það er vissulega svo. En eg er að meina að þessi hljómsveit er langmerkilegust og besta hljómsveit í íslensku samhengi og miðað við innanlandsmarkað og íslenskan hugarheim. Lang merkasta og besta.
Þarna ber fyrst að líta til að erlendir aðilar koma að þessu þó þeir aðilar séu vissulega með íslenskan hugarheim og rætur að hluta til. Grúbban er alveg gríðarlega þétt, allt rétt gert og hún fittar í heildina saman. Bandaríkin, Raufarhöfn, Reykjavík. Alveg merkilegt hve grúbban nær að tengja sig þéttingsfast í eina heild.
Samt er það söngvarinn sem gerir útslagið. Sviðsframkoma mannsinns var algjör nýjung í íslensku samhengi. Þó erlendar fyrirmyndir leyni sér ekkert - þá nær hann að gera þetta á svo íslenskan hátt, fyrirhafnalaust og líkt og af eðlisávísun, að merkilegt verður að teljast. Engu líkara en hann sé að koma beint frá beitingarbalanum og hljóðneminn og snúrurnar í höndum hans líkt og beitingarlína.
Performansinn, sviðsframkoman, er svo sterk og afgerandi - að algjört knockout er. Hvorki fyrr né síðar hefur nokkur hljómsveit á Íslandi komið fram sem kemst nálægt ofanlýstu. Þessvegna besta og merkast rokk/popp hljómsveit á Íslandi og eftirfarandi myndband er merk heimild um sögu Íslands.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2014 | 12:41
Meirihluti vill þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Sambandinu. Stuðningur við aðild mikill.
,,72% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni eru hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið. 21 prósent svarenda er á móti því, og 7% eru hvorki með né á móti.
Könnunin var gerð 27. febrúar til 5. mars, eftir að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga umsókn að ESB til baka var lögð fram á þingi.
Þeir sem eru 65 ára og eldri eru andvígastir þjóðaratkvæðagreiðslu, 31% þeirra vill hana ekki. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu vilja heldur atkvæðagreiðslu en þeir sem búa á landsbyggðinni.
Netkönnunin var lögð fyrir 1400 manns og 61% svaraði.
Einnig var spurt hvernig svarendur myndu greiða atkvæði ef framhald aðildarviðræðna yrði borið undir þjóðaratkvæði í dag. 59% þeirra sem taka afstöðu myndu örugglega eða líklega kjósa að halda viðræðum áfram. 41% myndi örugglega eða líklega greiða atkvæði með því að viðræðum yrði hætt.
(...) Í könnuninni var líka spurt um afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu. Fleiri eru hlynntir aðild nú en þegar síðast var spurt í Þjóðarpúlsi, sumarið 2010. Þá mældust 26% með aðild en 59% voru á móti. Nú segjast ríflega 37% aðspurðra vera hlynnt aðild. Nærri 47% eru andvíg og 16% eru hvorki hlynnt né andvíg." http://www.ruv.is/frett/meirihluti-vill-thjodaratkvaedagreidslu
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)