3.2.2014 | 00:46
Íslenska fyrirtækið Eykon og kínverski ríkissamstarfaðili þess.
Að þetta íslenska fyrirtæki er að uppistöðu 2-3 menn sem flestir vita hverjir eru, að ég tel, og þeir eru að sögn í samstarfi við kínverkt ríkisolíufyrirtæki og ætla að fara að leita að olíu á dreka. þeir eru búnir að skýra ,,væntanlega olíulind" og kalla Bergþóru. Nefna Bergþóru. Bergþóra skal hún heita.
Nú, hægt að lesa um þetta kínverska fyrirtæki hér:
http://www.dv.is/frettir/2013/6/9/eykon-i-samstarf-med-vafasomum-oliurisa-7LRVE2/
þetta kínverska fyrirtæki hefur enga eða nánast enga reynslu af olíuleit og borunum á svæði sem um ræðir í þessu tilfelli.
Með það í huga hvaða menn standa að þessu og hvernig þetta ber allt að - trúir einhver einhverju öðru en að þarna hafi verið um sýslað af vel staðsettum mönnum í bakherberjum reykfylltum eður ei? Ekki ég. Eg trúi ekki neinu öðru.
Það er alveg furðulegt að þetta sérstaka samkrull skuli ekki hafa hlotið meiri umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum. Kínverska ríkið á um 80% í þessu ,,leitarverkefni", að því er sagt er.
Nefnt kínverska ríkisfyrirtæki hefur hvorki reynslu af borunum á svæði sem þessu og hefur heldur ekki neina reynslu af réttum viðbrögðum við mengunarslysum. (Og eigi ætla eg að lýsa ferli þessa fyrirtækis. Sennilega má það ekki.)
Þetta er í raun allt hið fáránlegasta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)