27.2.2013 | 19:52
Skattar hafa lækkað frá einveldistíma Sjalla. Fræðimaður skýrir út.
,,Í öðru lagi sýnir breytingin á stöðu landsins frá því fyrir hrun að síbyljan um skattahækkanir á síðustu árum er röng. Skattar sem hlutfall af VLF hafa samkvæmt tölum OECD lækkað um 5,4% af VLF eftir hrunið hér á landi á meðan þeir lækkuðu 1,3% að meðaltali í OECD ríkjunum og hvergi eins mikið og á Íslandi. Skatthlutfallið hefur hækkað nokkuð síðan en það vantar enn mikið á að þeirri skattbyrði sem var á árunum fyrir hrun sé aftur náð."
http://blog.pressan.is/indridih/
Að þessir sjallaræflar skuli ekki einu sinni hafa vit á að skammast sín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2013 | 13:38
Hvað er verðtrygging? Hagfræðingur svarar.
,,Umræðan um skuldir heimilanna, vexti og verðtryggingu virðist sífellt geta orðið undarlegri. Hún byggir að uppistöðu til á mjög sérstakri blöndu af misskilningi, áróðri og óskhyggju. Það er því ekki að undra að erfitt sé að ná áttum, hvað þá sáttum í þessu viðkvæma máli. Staðreyndirnar eru samt tiltölulega einfaldar og það eru kostirnir í stöðunni líka.
Fyrst er rétt að benda á það, sem oftast gleymist, að verðtrygging breytir engu um raunvirði skulda. Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði. Á móti hverri krónu, sem bættist við vegna verðbóta, rýrnuðu krónurnar, sem fyrir voru. Verðtryggð lán stökkbreyttust því ekki, sama hve oft er klifað á því í fjölmiðlum.
Það er því engin þörf fyrir leiðréttingu lána vegna verðbólguskotsins eins. Það var raunar hvorki sérstaklega mikið né óvenjulegt á íslenskan mælikvarða. Það er heldur engin ástæða til leiðréttingar lána vegna þess að vísitalan sé rangt reiknuð. Hún er það ekki og mælir eins vel og hægt er með góðu móti hina sorglegu rýrnun kaupmáttar krónunnar ár frá ári, áratugum saman.
Þar með er þó auðvitað ekki öll sagan sögð. Skuldavandi heimilanna er mjög raunverulegur og þungbær. Hann kemur fyrst og fremst til af þrennu. Í fyrsta lagi gríðarlegri skuldasöfnun heimilanna fyrir hrun. Þær skuldir eru ein af orsökum hrunsins, ekki afleiðing þess, þótt skuldir fyrirtækja skipti þar reyndar mun meira máli. Í öðru lagi mjög snarpri lækkun raunlauna, eftir öra hækkun árin á undan, og, í þriðja lagi, snarpri lækkun húsnæðisverðs, einnig eftir öra hækkun árin á undan, sérstaklega á suð-vesturhorni landsins.
Aðalvandinn, fyrir utan skuldasöfnun fyrri ára, er mikil og hröð lækkun raunlauna, þ.e. kaupmáttar launa, þótt hún hafi þegar gengið að hluta til baka. Slík lækkun, sem á níunda áratugnum var kölluð misgengi lána og launa, veldur mestu um skuldavandann. Slíkt misgengi varð reyndar enn meira en nú á níunda áratugnum.
Lækkun raunlauna á sér aftur tvær skýringar, annars vegar samdrátt efnahagslífsins og hins vegar hrun krónunnar. Hrun krónunnar olli því að lækkun raunlauna varð mun meiri en sem nam samdrætti efnahagslífisins. Það er skuggahliðin á hinum margrómaða sveigjanleika gjaldmiðilsins.
Sem betur fer eru öll teikn á lofti um að þetta misgengi lána og launa gangi til baka með tíð og tíma.
Laun hækka alla jafna hraðar en verðlag þegar til lengdar lætur. Ekki er útlit fyrir annað nú. Fyrir vikið kallar þetta misgengi ekki á niðurfærslu eða leiðréttingu lána. Hins vegar er greiðslujöfnun skynsamlegt úrræði við þessar aðstæður, þ.e. tímabundin lækkun afborgana uns raunlaun hækka að nýju.
Sá hópur, sem varð illa fyrir barðinu á verðþróun húsnæðis, fær það hins vegar ekki sjálfkrafa bætt með tíð og tíma. Þeir, sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á árunum 2004 til 2008, þegar verð var í hæstu hæðum, hafa óneitanlega orðið illa úti. Færa má sterk sanngirnisrök fyrir því að dreifa byrðum þessa hóps með jafnari hætti.
Hér duga hins vegar engar töfralausnir, þótt af þeim sé nægt framboð. Það er einfaldlega ekki hægt að færa byrðar af einum þjóðfélagshópi án þess að kostnaðurinn komi einhvers staðar niður.
Frumlegasta töfralausnin, sem stungið hefur verið upp á, byggir á því að búa til peninga í Seðlabankanum, senda þá í hringferð um hagkerfið þar sem þeir hrifsa til sín skuldir almennings áður en þeir lenda aftur í Seðlabankanum. Þetta er ekki hægt án þess að einhver borgi. Væri það hægt lægi beint við að leysa allan skuldavanda í heiminum með slíkri leikfimi. Höfundar tillögunnar fá þó prik fyrir hugmyndaauðgina, sem jafnast á við það besta í útrásarhagkerfinu.
Hversdagslegri töfralausn er að hræra í verðtryggingunni, breyta vísitölum afturvirkt eða gera verðbætur upptækar. Það er hvorki sanngjörn né eðlileg leið og þess utan sem betur fer ófær vegna eignarréttarverndar stjórnarskrár. Af sömu ástæðu er ekki hægt að gera eignir núverandi og tilvonandi lífeyrisþega upptækar. Jafnvel þótt það væri hægt ætti varla nokkrum heilvita manni að detta í hug að þar sé að finna þau breiðu bök, sem rétt sé að velta byrðunum á.
Fleiri töfralausnir hafa verið nefndar, m.a. ýmsar útfærslur af því að ræna vonda útlendinga, sem ekki verða raktar hér. Þær eru engu skárri eða raunhæfari en fyrrgreindar lausnir.
Það, sem hins vegar er gerlegt, er að færa byrðar á milli þjóðfélagsþegna í gegnum skatta- og bótakerfið. Til þess þarf ekkert nema pólitískan vilja. Það hefur að nokkru marki þegar verið gert, með mikilli hækkun vaxtabóta, en, sem fyrr segir, má færa sterk sanngirnisrök fyrir því að ganga lengra. Sérstaklega hlýtur að vera athugandi að afla fjár, með skattheimtu og/eða niðurskurði til að greiða sérstakar bætur til þeirra, sem keyptu sitt fyrsta húsnæði á fjögurra ára tímabili, frá hausti 2004 til haustsins 2008. Bæturnar gætu annað hvort verið greiddar út, eins og vaxtabætur nú, eða gengið beint til lækkunar höfuðstóls lána. Slíkar bætur gætu tekið mið af eignum og tekjum, líkt og vaxtabætur, verið með þaki, sem endurspeglaði hóflega stærð húsnæðis, og tekið tillit til þess hvort viðkomandi hafi fengið lækkun skulda af öðrum ástæðum. Á nokkrum árum væri hægt að bæta hag þessa hóps umtalsvert án þess að kostnaðurinn yrði óviðráðanlegur.
Útfærslan gæti verið með ýmsum hætti en þyrfti auðvitað að standast eðlileg viðmið um það hvernig skattbyrði er skipt og bótum úthlutað af hinu opinbera á Íslandi. Um það má takast á hinum pólitíska vettvangi. Niðurstaðan gæti orðið bæði raunhæf og eðlileg leið til að taka á vanda þjóðfélagshóps, sem hefur orðið illa úti í sviptingum undanfarinna ára."
http://www.visir.is/vaxtaverkir-/article/2012702259995
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2013 | 21:22
Einn vodkapeli = Eitt atkvæði.
Fræg er sagan af frambjóðandanum í gamla daga í sjávarþorpi nokkru sem bauð fólki vodkapela fyrir að kjósa sig. Sennilega hefur þetta gerst í mörgum þorpum því sagan hefur verið heimfærð uppá nokkur þorp í mín eyru frá mismunandi sögumönnum. Eitthvað er mismunandi í frásögnum hve margir eru taldir hafa tekið tilboðinu.
Ofansögð athöfn er eitt og var mestanpart sprellskapur .
En það að bjóða fólki beinlínis pening fyrir að kjósa sig eins og framsetti flokkurinn gerir á íslandi þessi misserin - þetta er barasta algjörlega með miklum ólíkindum. Hann býður fólkinu bara peninga. Endurgreiðslu á lánum. Almenningur borgar.
Kjósið mig - og eg mun gefa yður pening!
Hvert er þessi þjóð eiginlega að fara?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2013 | 10:54
Hugsanavilla Sjalla varðandi það hvað verðtrygging er.
Þeir Sjallar segja í einni sinni ályktun sem barst af furðufundi um helgina:
,,Verðtrygging hefur bæði kosti og galla. Hún ver sparnað en getur magnað skuldir eins og dæmin sanna."
http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/stjornmalaalyktun_landsfundur2013.pdf
þetta er bara alvarleg hugsanavilla og sætir furðu að svona komist inní einhverja ályktun eða samþykkt.
Verðtrygging gerir það að verkum að peningaupphæð sem er verðtryggð - heldur raunverðgildi sínu. Bæði á sparnaði og á skuld. Hún ,,magnar" ekkert annað umfram hitt.
Var engin unglingur þarna til að skýra þetta út fyrir þeim eins og unglingarnir skýrðu út fyrir þeim að ekki væri hægt að taka upp Canon lög hérna 2013?
Verðrýrnun krónu? Sjallar aldrei heyrt um það? Verðtrygging viðheldur bara raunverðgildi krónu frá degi til dags. Allt og sumt. Krónu sem er eitthvert sérstakt sáluhjálparatriði hjá þeim að Ísland hafi sem gjaldmiðil.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
það eru flestir sammála um það að SJS sé einn besti og skýrasti ræðumaður á pólitíska sviði Íslands í dag. Og slíkt er orðið fátítt. Áður fyrr var bókstaflega nauðsynlegt fyrir pólitíkusa að þeir væru ræðumenn og gætu komið frá sér máli sínu á skilmerkilegan hátt. Jafnframt fylgdi oft slíkum mönnum fyrr á tíð að þeir gátu verið snöggir til svara og hitt í mark. Slíkt gat oft riðið baggamuninn í árangri stjórnmálamanna. SJS hefur þetta allt saman. Og það er merkilegt vegna þess hve fátíður þessi eiginleiki er orðinn.
Í dag þá fór Ásmundur Einar eitthvað að babbla um kosningar á landsfundi VG varðandi ESB og reyna að draga upp einhvern ágreining þar að lútandi. Eins og SJS benti Einari á, þá er ekkert stórbrotið að fara að ræða sérstaklega á Alþingi einstakar ályktanir á landsfundum og td. hefði það ekki verið gert varðandi landsfund Framsóknar. þá gólaði Ásmundur Einar framan úr salnum: þar voru allir sammála.
þá svarar Steingrímur samstundis: Allir sammála já, allir jafn vitlausir.
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/25022013-35
Hahaha. þetta var snilldarsvar. Enda þagnaði Ásmundur.

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2013 | 18:07
Um þá athöfn að kjósa.
Nú líður að enn einum kosningunum hér á landi og hafa slíkar athafnir verið talsvert margar á undanförnum misserum þó þessar séu annars eðlis þar sem kosið verður á sjálft Alþingi Íslenska Lýðveldisins.
Nú nú. Gott og vel. Allt í lagi með það.
það er eitt sem mér finnst orðið soldið áberandi í umræðum og spjalli manna og kvenna varðandi kosningar. það er eins og það sé orðin mikil tíska að segja frá því og tilkynna hvað menn og konur ætli að kjósa. Síðan deilir fólkið um hvort viðkomandi sé að gera rétt eða rangt með að kjósa þetta eða hitt o.s.frv.
Að það er minni áhersla á umræður um hugmyndafræði varðandi pólitík heldur er áherslan miklu meiri á hvað ,,ég" ætla að kjósa.
Mér finnst þetta einkennilegt. Vegna þess að það hvað einhver segist ætla að kjósa - það er alltaf irrelevant. það skiptir ekki máli hvað einhver segist ætla að kjósa.
Vegna þess einfaldlega að kosningar eru leynilegar. það er trikkið við vestrænar kosningar. Einstaklingar fara inní ákveðið rými - og þar veit enginn hvað viðkomandi gerir. Það skiptir ekki máli hvað hann segist ætla að kjósa eða hvað hann segist hafa kosið. Kosningin er leynileg.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2013 | 22:08
Sjallar ætla að ,,afnema forréttindi kröfuhafa í þrotabú Landsbankans".
Mikið hefur verið hlegið að öllu því búllsjitti sem kom frá furðufundi sjallaflokks um helgina. Annað sem frá þeirri samkundu kom er hinsvegar annaðhvort skuggalegt eða þvílíka steypan að ógerlegt er að átta sig á hvert kallagarmarnir voru að fara og í sumum tilfellum var vitleysan slík að þeir dreifðu ályktunum með vinstri hendinni sem þeir drógu jafnharðan til baka með þeirri hægri. Eftirfarnandi væri ágætt að fá smá túlkun á á mannamáli:
,, Forréttindi erlendra kröfuhafa, með undanþágum frá gjaldeyrislögum sem veittar voru þrotabúum föllnu bankanna, þar með talið þrotabúi Landsbanka Íslands og kröfuhöfum fyrirtækja í eigu sveitarfélaga, þarf að afnema. Slík forréttindi eru á kostnað almennings á Íslandi."
http://www.xd.is/media/landsfundur-2013fl/efnahags_og_vidskipta_loka.pdf
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.2.2013 | 02:22
Skemmtiatriði frá fundi furðuflokks Sjalla. (Video)
Frægt varð á fundi nefnds flokks um 2009 þar sem þeir settu upp leikritið um Ræningjana þrjá - og voru gagnrýnendur sammála um að afar vel hafi verið flutt og leikurinn allur svo eðlilegur að varla hafi verið greinanlegt að þeir væru að leika.
Nú, í þetta skipti settu þeir á svið leikþátt sem byggður er á biblíusögunum og þar samanvið fléttuð stefna Sjallaflokks og framtíðarlagasmíði. þá verður það þannig á næsta einveldistíma Sjalla að öll lagasetning mun byggjast á ,,boðorðunum tíu". Af leikþættinum er öll hin mesta skemtan en þó finnst sumum gagnrýnendum stykkið á köflum of absúrdkent.
![]() |
Kristin gildi ráði við lagasetningu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2013 | 00:22
Skrautlegur Sjallaflokkur.
Um helgina hafa borist tíðindi af einhverri samkundu sem elítuflokkurinn Sjallar héldu einhversstaðar og þarf ekki að orðlengja það að því fleiri tíðindi sem berast af trúsöfnuðinum og þeirra uppástungum varðandi þjóðmál og ráðagerðir allar - því meir dettur manni í hug sögur af Bakkabræðrum. Slík er vitleysan og blábjánahátturinn sem tiðindin innifela.
Ofanlýst væri svo sem í lagi útaf fyrir sig. En það eru alvarleg tíðindi inná milli. Inná milli eru tíðindi sem eru eigi skemtiefni og virðast einkennast af af kolsvörtum öfgum og yfirgangi svo öllum skynsömum mönnum hlýtur að hrylla við og ofbjóða.
Ef þessi flokkur nær fyrri einveldisstöðu í kosningum eftir 2 mánuði - það væri algjörlega óskaplega sorglegt fyrir þetta land og skaðlegt fram úr hófi og mun jafnvel vísa á Sjallahrun II eftir ekki mjög mörg ár.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2013 | 12:06
Sjaldgæft er orðið á síðari tímum að pólitíkusar þori að benda á grunnstaðreyndir varðandi verðtryggingu og almenna efnahagsstjórn landsins.
![]() |
Óþarfi að setja heilt samfélag á hvolf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)