31.10.2011 | 11:25
Breskir EU-Skeptikerar skammaðir duglega
af Nick Clegg varforsætisráðherra Breta.
Að undanförnu hafa svokallaðir EU-Skeptikerar innan Íhaldflokksins verið með eitthvað alóraunhæft tal um EU og Bretland og bullað heilmikið. það endaði með því að Nick Clegg leiðtogi Frjálslyndra, annars stjórnarflokksins, varð að taka þá í gegn og skammaði verulega.
Hann sagði að markmið EU-Skeptíkera væri ,,efnahagslegt sjálfsmorð" (economic suicide) fyrir Bretland.
,,the deputy prime minister, has launched a full-frontal attack on Conservative Eurosceptics within the coalition, describing their aims as "economic suicide" and ruling out a "headfirst" charge towards a repatriation of powers from"
http://www.guardian.co.uk/politics/2011/oct/29/nick-clegg-rebuke-tory-europe
Sumir Íhaldsmenn Breskir eiga sér drauma um sérstakt samband við Bandaríkin. Clegg tók það til umfjöllunar í framhaldinu og sagði að aðild Breta að EU yki áhuga Bandaríkjanna á Bretlandi. Áhuginn væri ekki síst tengsl Breta og samstaða með þýskalandi og Frakklandi og öðrum Evrópuríkjum. Ef markmið EU-Skeptikera næði fram að ganga yrði Bretland einangrað í heiminum.
Frekar merkilegt og þessi tíðindi eigi náð hingað upp.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.10.2011 | 23:03
Úrslitin ráðin í kosningunum
í Færeyjum. Sambandsflokkur og Fólkaflokkur bæta við sig. Fólkaflokkur nokkuð óvænt í restina. Nýji flokkurinn Framsókn fær 2 menn. Þjóðveldisflokkur tapar 2 og Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkur Jenis af Rana missa báðir einn.
Sambandasflokkur: 8 menn +1
Fólkaflokkur: 8 menn +1
Jafnaðarflokkur 6 menn +/-0
Sjálfstýriflokkurinn 1 mann -1
Tjóðveldið 6 menn -2
Miðflokkurinn 2 menn -1
Framsókn 2 menn +2
Miðnámsflokkurinn 0 mann +/-0
þetta er almennt talið mikill sigur fyrir sitjandi Lögmann Kaj Leo Holm Johannesen frá Sambandsflokki.
,,Eg eri so glaður
- Vit hava havt ábyrgdina í trý ár, - tað hevur ikki verið fyri sartar sálir, og satt at siga, so hevði eg trúð, at tað fór at ganga hin vegin.
Løgmaður var so sera glaður, tá hann kom í útvarpshøllina fyri eini løtu síðani. 8 sessir standa flokkinum í væntu sambært forsøgnini nú.
http://www.dimma.fo/Default.aspx?ID=22&PID=16&NewsID=3942&M=NewsV2&Action=1
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 21:43
Sambandsflokkurinn bætir við sig
í kosningunum í Færeyjum. þegar talsvert magn atkvæða hefur verið talið í þingkosningunum er fóru fram í dag. þó ber að líta til þess að kerfið er nokkuð flókið og aðallega er fulltalið á smærri stöðum. Sambandsflokkurinn hefur samkv. núvernadi stöðu bætt við sig tveimur mönnum. Nýji flokkurinn Framsókn virðist ætla að ná tveimur mönnum inn. Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkurinn tapa einum manni. Fólkaflokkurinn gæti haldið sínu. Jafnaðarflokkurinn gæti hugsanlega bætt einum við sig.
Hinnsvegar er það sem hefur vakið mesta athygli að þjóðveldisflokkur Högna Hoydals tapar og að því er virðist umtalsverðu. 2-3 mönnum sennilega.
Til þess er tekið í Færeyjum að þjóðveldisflokkurinn hafi aðeins fengið 16 atkvæði á Kunoy í heimastað fyrrverandi fomanns flokksinns Heina O. Heinesen en fékk þar 35 atkv. í kosningum 2008.
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2011/10/29/ring-byrjan-hj-tj-veldi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2011 | 15:43
Kosið í Færeyjum.
Pólitík í Færeyjum er frekar flókin. Að þar er hefð fyrir tveim megin áherslupólum. Vinstri - Hægri og Samband - Sjálfstæði.
Þetta er dáldið merkilegt. Og sko sambandsinnar og sjálfstæðis geta verið bæði til hægri/vinsti - og öfugt. Oft fá nokkrir flokkar umtalsvert fylgi og því er hefð fyrir samningum milli pólitískra afla. Enginn flokkur fær allt sitt fram og oft verður að gefa umtalsvert eftir. 33 einstaklingar eru á þingi.
Síðast var kosið 2008. Síðan hafa verið tvær þriggja flokka stjórnir. Og eiginlega þrjár því núna í sumar hafa tveir flokkarnir úr síðust stjórn verið í minnihlutastjórn eftir að Fólkaflokkurinn hvarf úr samstarfinu eða var rekinn úr stjórninni vegna flókinna ástæðna.
Samkvæmt nýjustu könnunum bætir Sambandsflokkurinn manni við sig og nýr flokkur, Framsókn, nær inn manni. Fólkaflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn missa mann.
http://www.kringvarp.fo/Archive_Articles/2011/10/28/fesk-veljarakanning-frams-kn-kemur-inn
Ef þetta gengur eftir þá virðast Sambandsinnar hafa styrkt sig örlítið - og þó, Framsókn er separat flokkur, að eg tel. þannig að þetta verður mikið óbreytt líklega. Aðrir flokkar, Jafnaðarflokkurinn, Sjálfstýriflokkurinn og Miðflokkurinn halda sínu. Miðnámsflokkurinn sem er Stúdentaflokkur fær nánast ekkert fylgi frekar en síðast.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2011 | 11:20
Sharia lög eru þegar grunnur í Lýbíu
með einum eða öðrum hætti. Má fræðast um hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Law_of_Libya
Lýbísk lög eru byggð á Maliki skólanum.
![]() |
Líbíumenn taki upp sjaríalög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2011 | 22:15
Hefur margföldunartaflan lagastoð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 21:00
Afhverju þvinguð endurskipulagning skulda er ekki töfralausn
í tilfelli Gríska ríkisins. Nú heyrist oft í umræðunni að það eigi bara að afskrifa þetta og þetta hjá grikkjum og sona og allt verður bara djollý etc. Er ekki svo einfalt. Fyrrverandi bankastjóri gríska seðlabankans og fv. stjórnarmaður ECB, Lucas Papademos, skrifaði greiní ft. fyrir stuttu þar sem þetta er skýrt. Hafa margir átt erfitt með að skilja þetta en er í raun augljóst ef menn skoð málið aðeins.
http://www.greekcrisis.net/2011/10/forcing-greek-restructuring-is-not.html
Handhöfum grískra skuldarbréfa má skipta í þrjá flokka:
1. Grískir bankar og sjóðir svo sem eftirlauna og tryggingasjóðir o.þ.h. 30%.
2. Opinberar evrópskar og alþjóðlegar stofnanir svo sem IMF, ECB og fleiri 30%.
3. Bankar utan Grikklands og sjóðir ýmiskonar 40%.
Varðandi nr. eitt, þá munu allar afskriftir þar koma í bakið á Gríska ríkinu með einum eða öðrum hætti. Gríska ríkið mun þurfa einhvernvegin að koma til aðstoðar til að bakka upp allar niðurfellingar í þessum flokki.
Nr. tvö er þess eðlis að lagalega er ekkert hægt að afskrifa vegna sáttmála og tilheyrandi umgjarðar kringum viðkomandi opinberar stofnanir.
þá er það aðeins í tilfelli nr. þrjú þar sem afskriftir myndu hagnast Grikklandi beint. En hagnaðurinn yrði ekki eins mikill og oft er í umræðuni. Td. ef um helmingur í þeim flokki yrði niðurfelldur eða endurskipulagður - að þá yrði það ekkert stór hluti af heildarskuldum ríkisins. Auk þess sem ýmis vandamál myndu fylgja sem of flókið er að fara útí.
Að í raun yrði hugsanlega sáralítill,,gróði" fyrir Grikkland slíkum endurskipulagningum þó alltaf sé hugsanleg einhverskonar endurskipulagning með samningum o.s.frv. að einhverju leiti.
Byrjun greinar Papademos má sjá á link ofar en til að sjá alla á finincial times þarf að vera áskrifandi að ég tel.
Er Papademos hefur rakið vankanta við endurskipulagningu/afskiftir bendir hann á aðrar leiðir sem myndu verða áhrifaríkari til aðstoðar grískum efnahag. Hann nefnir að það þurfi innspýtingu til að koma hjólunum aftur í gang og ennfremur nefnir hann að sala eigna ríkisins sé nauðsynleg. þetta telur hann effektífara en afkriftir eða þvinguð endurskipulagning.
![]() |
Ekkert samkomulag í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2011 | 12:32
Allt er betra en íhaldið
er einn frægasta pólitíski frasinn á Íslandi. Hann var smíðaður af framsóknarmönnum. Fyrstur til að koma upp með þetta var Tryggvi Þórhallsson og gerði landsfrægt á tímabilinu 1924-1927 þegar stjórn Íhaldsmanna sat. þeir Jónas Jónsson og Tryggvi skrifuðu þá í Tímann og voru þar ráðandi og má segja þeir hafa haldið þar uppi fyrstu skipulögðu stjórnarandstöðunni á Íslandi.
Í framhaldinu og þegar tíminn leið, þá var þetta notað bæði af Hermanni Jónassyni og síðar Steingrími. Oft má sjá að orðtakið er kennt við Hermann en það er eldra eins og áður er rakið.
þetta sýnir auðvtað að Framsóknarflokurinn leit frá byrjun og lengi fram eftir 20.öld miklu fremur til vinstri varðandi samstarf og samleið í pólitík. Hann staðsetti sig svona einhversstaðar á miðjunni og leit miklu frekar til vinsti eftir samstarfi og samhljómi.
Á síðustu áratugum hefur þessi grunnafstaða framsóknarmanna gjörbreyst. Tekið U beygju. Síðustu ár og áratugi má segja að slagorð þeirra frammara sé, allt er verra en íhaldið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2011 | 11:54
1/4 afla veiddur utan íslensku lögsögunnar
,,Ríflega milljón tonn af afla var unnin hér í fyrra, sem er helmingi minna en fyrir tíu árum. 66 prósent hans voru veidd innan landhelginnar en 26 prósent utan hennar."
http://www.ruv.is/frett/maetti-auka-verdmaeti-um-tugmilljarda
What! Hvað á þetta nú að þýða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.10.2011 | 13:08
Amnesty International vill að Kanada handtaki Bush
og ákæri þegar hann kemur í heimsókn í næstu viku. Alex Neve http://en.wikipedia.org/wiki/Alex_Neve forstöðumaður Amnesty International Canada segir að bæði samkv. alþjóðalögum og kanadískum lögum verði Kanada að handtaka fv. forseta. það sé vitað að Bandaríkin beittu pyntingum og Bush hafi viðurkennt í minningum sínum að hafa fyrirskipað pyntingar.
http://www.cbc.ca/news/politics/story/2011/10/12/pol-amnesty-canada-bush-arrest.html
,,Neve said many will argue that arresting Bush is unrealistic because the United States is a close and powerful ally or that the crisis after 9-11 required extraordinary measures.
"None of those arguments justify inaction under international law," he said.
Neve conceded that arresting a former president would likely cause tension with the United States, but "taking a principled step merits that sort of strain."
Neve said Bush admitted in his memoirs that he authorized the use of torture against terror suspects.
American authorities used a variety of torture methods, including water boarding, beatings and sleep deprivation, Neve said."
Samtökin hafa skrifað viðkomandi ráðuneyti í Kanada og óskað eftir að stjórnvöld framkvæmi ofanritað. Ekkert svar hefur komið enn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)