1.10.2013 | 14:04
Viðbót við þjóðlegar hefðir innbyggja: Vinnufólk var líka hýtt á föstudaginn langa.
Eins og kemur fram hér: http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1317462/ þá var sá siður ríkjandi öldum saman að börn voru hýdd á föstudaginn langa. Hugmyndafræðin virðist hafa verið að börnin upplifðu þjáningu krists og mikið þjóðþrifaverk væri að áliti guðs. Hin sama umsýslan var höfð með vinnufólk. Enda litið svo á að vinnufólk væri einskonar framlenging á börnum eða bernskunni. Því vinnufólk var náttúruega ósjálfráða mestanpart á íslandi og undir ægi og agavaldi húsbænda.
Þessi siður viðhélst að minnsta kosti fram á miðja 19.öld. Hugsanlega lengur á einstaka afskekktum stað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)