Samið um lausn Shalit

úr haldi Hamas. En Gilad Shalit er ísrelskur hermaður sem Hamas tók til fanga uþb. 2006, að mig minnir. Síðan hefur það orðið israelum og yfirvöldum á Gaza endalaust deiluefni. Shalit hefur líka franskan ríkisborgararétt og hafa þeir stundum blandast inní málið og EU eftir atvikum. Oft hefur komið upp orðrómur og/eða yfirlýsingar um að Shalit hafi dáið í haldi Hamas.

Samningurinn innifelur í raun fangaskipti. Á móti lausn Shalit láta israelar lausa um 1000 palestínska fanga. 500 í fyrstu og svo reiknað með aðra 500 eftir einhvern tíma. þar á meðal um 30 konur. Reiknað er mað að fangaskiptin eigi sér stað í þessari viku.

http://www.haaretz.com/news/diplomacy-defense/shin-bet-chief-israel-got-best-shalit-swap-deal-terms-possible-1.389551


Sérkennileg innkoma hr. Bucheit

í Skuldarmálið viðvíkjandi svör Íslands við því áliti ESA að Ísland beri ábyrgð á lágmarksinnstæðutryggingu samkv. EES laga og regluverki.

Nú kom hann í sjáft Ríkisútvarpið á dögunum með það, að vegna þess að Bretar greiddu innstæðueigendum þegar Ísland feilaði - að þar með hefði Ísland uppfyllt skuldbindingar sínar!

þetta er svo sérkennilegt upplegg að mann setur hálpartinn hljóðan. Jú jú, maður hefði alveg trúað allskyns öfga og ofsamönnum allrahanda til að koma með svona og það hafa þeir vissulega gert en átti tæplega von á slíku úr akkúrat þessum ranni. Má sjá hér:
http://www.ruv.is/frett/stadid-vid-allar-ees-skuldbindingar

Svo segir Árni Páll, réttilega, að þetta hafi komið upp í þessum skeytasendingum ESA og Íslands en gerist síðan ónákvæmur og segir upplegg ESA vera: ,,að brot okkar felist í því að endurgreiða ekki breskum og hollenskum stjórnvöldum það sem þau hafa lagt út."
http://www.ruv.is/frett/sjonarmidin-margsinnis-komid-fram

þetta er ekki nákvæmt. ESA hefur einfaldlega sagt að málið snúist um hvort Ísland hafi uppfyllt sínar skuldbindingar samkvæmt EES laga og regluverki varðandi innstæðutryggingar. það að Bretar hafi greitt innstæðueigendum sé irrelevant. Málið snúist ekkert um hvort Breskir innstæðueigendur séu betur eða verr settir, heldur hvernig Ísland meðhöndlaði innstæðueigendur. Þetta kemur td. fram í rökstuddu áliti ESA. Mér finnst þessi rökfærsla ESA ekki sérlega flókin og frekar plein. Hitt sem öfga og ofsamenn hafa verið með og nú siðast hr. Buchheit - sú röksemdafærsla finnst mér alveg útúr kú og ekki við hæfi svona snillings eins og Bucheit að koma upp með. Eg er frekar hissa á þessu. Verð að segja það.

,,For the sake of completeness, the Authority notes that the fact that the United Kingdom and Dutch authorities have compensated the majority of deposit holders under the respective national deposit guarantee schemes is irrelevant with regard to whether Iceland has complied with its obligations under the Directive. The issue is how Iceland has treated different groups of depositors, not whether as a matter of fact they might be better or worse off."
http://www.eftasurv.int/media/internal-market/RDO-180_11_COL.pdf


Rannsóknin rannsökuð.

þetta er sennilega jákvætt skref. Sennilega. Verður forvitnilegt að fylgast með framvindunni samt. Mjög forvitnilegt.

Viðtal við einn þeirra er sakfelldur var í öðru málinu sem um ræðir á Smugunni. Athyglisvert. Hann dróg játningu til baka eftir fjölmörg ár:

http://smugan.is/2011/10/gudjon-skarphedinsson-ad-lifa-vid-ranglaetid/

,,Hvar átti maður að tjá sig. Átti ég að hringja í útvarpsstöðvarnar. Það var enginn vettvangur. Ég fór til Danmerkur og var þar í fimmtán ár og sneri baki við þessu. Ætli það hafi ekki verið varnarviðbragð. Það var ekki heldur árennilegt að tjá sig um þessi mál, það verður bara að segjast eins og er.”


mbl.is Aðkoma framkvæmdavaldsins skoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsta mál andstæðinga evrópusamvinnu

reynist hafa verið tóm þvæla. Sem vonlegt var reyndar enda menn þekktir af mikilli þvælu og rangfærslum. Svokölluð ,,aðlögun" dont exist. Staðfest.

þegar maður neyðist til að að lesa þvæluna sem kemur úr ranni andstæðinga evrópusamvinnu þá dettur manni stundum í hug ein staka Páls Ólafsonar skálds:

Héðan úr hlaði rógur reið
ranglætið og illgirnin

En ljóst er að það efni, svokölluð ,,aðlögun" eða ,,aðlögunnarferli" er anstæðingar Evrópu hafa párað um jafn mikið magn að flatarmáli og allt Grímsstaðarlandið hefur sannanlega reynst hálfbjánaþvæla og þvaður.


mbl.is Erfiðustu kaflarnir ekki opnaðir á næstunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrek Steingríms

að ná slíku jafnvægi á fjárhag ríkis eftir rústalagningu þeirra sjalla og gæta jafnframt að helstu stoðum samfélagsþjónustu. Afrek.
mbl.is 17,7 milljarða halli árið 2012
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband