Samkvæmt þessum orðum forsætisráðherra er líklegt að skattgreiðendur muni þurfa að borga alltsaman.

Vegna þess einfaldlega að ekki hefur verið eitt orð að marka forsætisráðherra hingað til.  Það virðist vera þokkalega örugg þumalputtaregla að orð forsætisráðherra og raunveruleikinn séu andstæður.  Þessvegna eru talsverðar líkur á að eftirfarandi ummæli forsætisráðherra þýði hið gagnstæða:  ,,þannig að það er alveg klárt að þetta mun aldrei lenda á íslenskum skattgreiðendum."

Þetta virðist frágengið hjá þeim framsjöllum.  Þeir ætla að láta almenning borga æseif. 


mbl.is Krafan er góð áminning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er líka þá álíka mikið að marka bullið í þér... LOL

Ólafur Björn Ólafsson, 10.2.2014 kl. 17:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er athyglisvert að framsjallar taka allir undir það að landið og lýðurinn þurfi að borga þetta. Þeir reyna ekki ap neita því. það virðist nokkuð ljóst að framsjallar, garmurinn og þjóðrembingar ætla að láta bændur, sjómenn OG hjúkrunarkonur borga þessa skuld framsjalla.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2014 kl. 18:06

3 identicon

Hverning ferð þú fram úr á morgnana

ferðu alltaf frámúr á vitlausu hliðinni

sæmundur (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 18:11

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Einmitt, Ómar minn, svart er líka hvítt og hvítt er svart. Upp er niður, niður er upp, hægri er vinstri og vinstri er hægri. Bara af því að Sigmundur Davíð segir það, hlýtur það að vera rangt. Ef SDG segir að jörðin sé hnöttótt, hlýtur hún að vera flöt, eða jafnvel ferköntuð.

Það getur ekki orðið skýrara hve mikilvægur þessi dómur var, um að ekki hvíldi ríkisábyrgð á Icesave. Ómar hefur alltaf haldið fram ríkisábyrgðinni, í mörg ár, en dómur EFTA-dómstóllinn afhjúpaði hve rangt hann hafði fyrir sér.

Alltaf þegar ég held að Ómar hljóti að hafa vit á því að þegja þegar hver sönnunin á fætur annarri, um að dómurinn bjargaði landinu frá algjöru gjaldþroti, kemur fram, þá heldur hann áfram að gera sig að fífli, í stað þess að viðurkenna einfaldlega að hann hafði rangt fyrir sér. Sumir geta bara ekki hætt að lifa í afneitun.

Theódór Norðkvist, 10.2.2014 kl. 18:54

5 identicon

Ómar Bjarki, það er varla hægt að trúa sínum eigin augum, þvílíkt bull! Lestu nú greinina aftur og lestu svo yfir það sem þú skrifaðir hér, það getur bara varla verið að þér sé alvara með þessum skrifum. Þetta hlýtur að eiga vera grín þó enginn fatti það nema kannski þú.

assa (IP-tala skráð) 10.2.2014 kl. 20:00

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta með svokallaðan ,,forsætisráðherra" er nú bara ein staðreynd. Orð hans og raunveruleikinn eru andstæður. Vel kunnugt öllum sem vilja vita.

Að öðru leiti á maður tæplega orð yfir því að framsjallar vilji núna fara að borga æseif! Já já, koma ekki framsjallar, þjóðrembingar og almennur ruglustrumpar - og heimta það að landið borgi æseif!

Fögnuður ríkir hjá nefndum aðilum yfir skaðanum og tjóninu sem þeir kölluðu yfir landið, lýðinn og framtíðarkynslóðir. Keyrðu með ofbeldi skaðaskuldaklafa á bak þjóðar - og heimta svo að almenningur borgi æseif!!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2014 kl. 21:27

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

haha, eigum við að trúa allt það versta uppá Sigmund Ómar.

sl

Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2014 kl. 22:38

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er bara staðreynd sem kemur fram í upphaferindi um svokallaðan forsætisráðherra. Í öllum veigameiri málum eru orð og raunverueiki andstæða hjá honum (og jafnvel í hinum smærri líka þá hugsanlega megi finna einhverja undantekningu þar.)

Við getum nefnt dæmi af handahófi: Orð svokallaðs forsætisráðherra: Einfalt mál að afnema verðtryggingu. Raunveruleiki: Það er ekki hægt. Orð s.k. Forsætis: Einfalt mál að fá 400 milljarða frá útlendingum útí bæ: Raunveruleiki: Það er ekki hægt. Orð sk. forsætis: Einfalt mál að fá 1000 milljarða hjá Nojurum. Raunveruleiki: Það er eigi hægt. Orð sk. forsætis: Einfalt mál að taka upp kanadadollar. Raunveruleiki: Það er ekki hægt o.s.frv. os.fr.v.

Og þetta er bara tínt til núna af handahófi og af óendanlegu er að taka af orðum svokallaðs.

Nú, ef svokallaður segir: Einfalt mál að ríkið borgi ekki - þá eru talsverðar líkur til að ríkið, almenningur, bændur, sjómenn OG húkrunarkonur muni einmitt borga þetta. A.m.k. að talsverðu leiti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2014 kl. 23:26

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar minn, komdu með rökstuðning, ef þú vilt láta taka þig alvarlega og sýna að þú ert eitthvað annað en nettröll. Í þremur athugasemdum frá þér, sé ég ekki stafkrók af rökum, aðeins upphrópanir.

Theódór Norðkvist, 11.2.2014 kl. 07:24

10 identicon

Thad er betra ad rokraeda vid vegg en ÓBK,,thad eru allavega meiri líkur á vitraenu svari,,,

Alfred (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 13:55

11 identicon

Ómar þú er frábær, æðislegur, kemur mér alltaf í gott skap :)

Örn Framsjalli (IP-tala skráð) 11.2.2014 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband