Stofnun útibús

erlendis. Um það segir í nefndaráliti:

"Landsbanki Íslands hf. stofnaði útibú í Bretlandi í mars 2005 og í Hollandi haustið 2007 og var það tilkynnt Fjármálaeftirlitinu, en stofnun útibús í öðru landi er þó ekki háð sérstöku starfsleyfi frá stofnuninni."  http://www.althingi.is/altext/137/s/0335.html

Þetta finnst mér ekki sérlega nákvæmt.  Hvort hægt er að kalla það "sérstakt starfsleyfi" eða ekki þá er samt sem áður augljóst samkv. lögum um fjármálafyrirtæki 2002 nr. 161, að Fjármálaeftirlitið verður að blessa gjörninginn nánast í bak og fyrir - og getur reyndar  bannað ef svo ber undir:

"36. gr. Tilkynning um stofnun útibús.
Innlend fjármálafyrirtæki, sem hyggjast starfrækja útibú í öðru ríki á Evrópska efnahagssvæðinu eða aðildarríki stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu, skulu tilkynna það Fjármálaeftirlitinu fyrir fram.
Tilkynningu skv. 1. mgr. skulu fylgja upplýsingar um í hvaða ríki fyrirhugað sé að stofna útibú, lýsing á starfsemi útibúsins, skipulagi þess og fyrirhugaðri starfsemi og upplýsingar um heimilisfang útibúsins og nöfn stjórnenda þess.

Eigi síðar en þremur mánuðum frá því að Fjármálaeftirlitinu bárust upplýsingar skv. 2. mgr. skal það senda staðfestingu til lögbærra yfirvalda gistiríkis á að fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við starfsleyfi fyrirtækisins. Jafnframt skal Fjármálaeftirlitið senda lögbærum yfirvöldum gistiríkis upplýsingar um eigið fé fyrirtækisins, gjaldfærni, tryggingar innlána og bótakerfi sem verndar viðskiptavini útibúsins. Hlutaðeigandi fyrirtæki skal samtímis tilkynnt að framangreindar upplýsingar hafi verið sendar.

Fjármálaeftirlitið getur bannað stofnun útibús skv. 1. mgr. ef það hefur réttmæta ástæðu til að ætla að stjórnun og fjárhagsstaða hlutaðeigandi fjármálafyrirtækis sé ekki nægilega traust. Fyrirtækinu skal tilkynnt afstaða Fjármálaeftirlitsins svo fljótt sem auðið er og eigi síðar en þremur mánuðum frá móttöku fullnægjandi upplýsinga skv. 2. mgr."

http://www.althingi.is/lagas/132a/2002161.html

Þessi lög er eigi hægt að skilja öðruvísi en FME og þ.a.l. íslensk stjórnvöld þufi að blessa málið í bak og fyrir. Ekkert einföld tilkynning.   Hænufet frá starfsleyfi ef ekki beinlínis gefa starfsleyfi.

Það að banki frá landi sem inniheldur 300 þúsund innbyggjara ætlaði að innhala sparifé almennings á milljónamarkaði þar sem 20.000 evrur á hverjum reikning voru tryggðar af áðurnefndum 300 þúsund innbyggjurum - hefði átt að vera mjög alarming !  Mjög alarming !! 

 

 


mbl.is Siðferðileg álitaefni Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband